Læknablaðið - 15.04.2000, Side 87
S M A S J A I N
indi sjúklinga og æðri stjórnarskrá lýðveld-
isins. Ef hann reynist ekki vera það geta
læknar, sem afhenda gögn sjúklinga sinna
án upplýsts samþykkis sjúklinga, átt á hættu
lögsókn, jafnvel þó þeir afhendi gögnin í
skjóli opinberra stofnana. Félagið Mann-
vernd hefur ráðið lögfræðing til að prófa
réttarstöðu lækna og sjúklinga gagnvart
(gullasnanum) gagnagrunnslögunum.
Mannvemd hefur einnig leitað til lækna um
fjárframlög til að kosta væntanleg málaferli.
Undirtektir hafa verið dræmar. Má vera að
læknar, hvort sem þeir eru meðmæltir eða
andvígir gagnagrunninum, vilji ekki vita um
réttarstöðu sína gagnvart lögunum og vilji
heldur eiga á hættu að vera kærðir eða kæri
sig ekki um að verja rétt sjúklinga sinna sem
þeim ber að gera samkvæmt læknaeiðnum?
Getur verið að sporslusiðferðið sé orðið svo
rótgróið í stéttinni að menn tími eða þori
ekki að reiða af höndum fé til að komast að
raun um réttarstöðu sína? Getur verið að
gullasninn sé að verða húsdýr læknastéttar-
innar?
Reykjavíkurborg kaupir Mýri
Um miðjan marsmánuð var gengið frá sölu
húseignarinnar Mýri í Litla-Skerjafirði sem
verið hefur í eigu Læknafélags Reykjavíkur í
rúman áratug. Kaupandi er Reykjavíkurborg
sem hyggst starfrækja þar áfram leikskóla
með óbreyttu sniði, í bili að minnsta kosti.
Læknafélag Reykjavíkur keypti húsið
árið 1989 en árið áður höfðu konur í röð-
um unglækna gert kröfu til félagsins um
að það brygðist við ófremdarástandi sem
þá ríkti í dagvistarmálum í borginni.
Magni Jónsson var þá formaður og stjórn
hans brá við hart, lét gera könnun á
ástandinu meðal félagsmanna og í ljósi
hennar var ráðist í kaupin á húsinu. Þetta
var ekki óumdeilt en húsið var engu að
síður keypt og meðal annars fjármagnað
með aukaálagi sem lagðist ofan á félags-
gjöld lækna.
Húsið var innréttað og settur þar á
stofn leikskóli. Gerður var samningur við
Reykjavíkurborg til 10 ára um kaupin en
foreldrafélag leikskólans sá um rekstur-
inn. Þegar samningurinn rann út síðast-
liðið haust höfðu aðstæður lækna breyst
sem og staðan í dagvistarmálum í borg-
inni. Þá voru einungis tvö læknabörn í
leikskólanum og forsendur fyrir þátttöku
LR í rekstrinum brostnar að flestra mati.
Húsið var sett á söluskrá og bárust tvö
tilboð í það, bæði frá fólki sem hugðist
halda áfram rekstri leikskóla í húsinu. Á
endanum gekk Reykjavíkurborg inn í
hærra tilboðið og keypti húsið fyrir 32
milljónir króna.
Að sögn Ólafs Þórs Ævarssonar for-
manns LR ríkir mikil ánægja með þessa
sölu í röðum félagsmanna. „Eftir að
áhvílandi skuldir hafa verið gerðar upp
verður til sjóður sem nemur rúmlega 20
milljónum króna. Honum hefur ekki ver-
ið ráðstafað en við höfum hug á að nýta
hann til að styrkja starf félagsins að kjara-
málum, svo sem með því að kaupa ráð-
gjöf og annan stuðning við samninga-
nefnd félagsins,“ sagði Ólafur Þór. -ÞH
Til lækna
■ Hjálagðar eru vinnureglur
Tryggingastofnunar ríkisins um út-
gáfu lyfjaskírteina fyrir terbínafín
(Lamisil).
Eins og kunnugt er var felld niður
greiðsluþátttaka TR í þessu lyfi frá og
með áramótum, samkvæmt reglu-
gerðarbreytingu Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins. Niður-
felling greiðsluþátttökunnar hefur
mætt mikilli andstöðu lækna, einkum
sérfræðinga í húðsjúkdómum, sem
hafa fært rök fyrir því, að nauðsyn-
legt sé að koma til móts við sjúklinga
með alvarlegar og langvinnar sveppa-
sýkingar í húð og nöglum.
Vinnureglurnar eru settar í sam-
ráði við HTR og skýra sig sjálfar.
Vakin er athygli á því, að sjúklingi er
ætlað að greiða að fullu fyrir lyfið
fyrstu tvo mánuði meðferðarinnar og
skal læknir votta, að þeirri meðferð
sé lokið.
Áður innsend vottorð verða end-
urskoðuð með tilliti til vinnuregln-
anna og óskað eftir frekari upplýsing-
um sé þeirra þörf.
Tryggingayfirlæknir
Vinnureglur
■ Útgáfa lyfjaskírteina fyrir
sveppalyf, lyfjaflokkur D01BA02
(terbínafín), vegna sveppasýkinga í
nöglum og/eða húð.
1. I umsókn um lyfjaskírteini (lækn-
isvottorði) skal læknir votta, að
sjúklingur hafi þegar lokið tveggja
mánaða meðferð með lyfinu (1).
Jafnframt skulu fylgja niðurstöður
ræktunar og/eða smásjárskoðun-
ar, sem staðfesta greiningu.
2. Gefið er út lyíjaskírteini, sem heim-
ilar afgreiðslu á 30 daga skammti,
E merkt. Gildistími skírteinis er
sex mánuðir frá útgáfudegi.
1. Sjúklingur greiðir að fullu fyrir fyrstu tvo
mánuðina.
Læknablaðið 2000/86 307