Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 91

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 91
Estrogel Leiras, 940247 Hlaup; G 03 C A 03 1 g inniheldur: Estradiolum hemihydratum samsvarandi Estradiolum INN 0,6 mg, Carbomer 934, Triethanolaminum, Ethanolum, Aqua Purificata ad 1 g. Ábendingar: Uppbótarmeðferð á einkennum estrógenskorts við tíðahvörf. Til varnar beinþyn- ningu eftir tíðahvörf. Skammtar: 2,5-5,0 g af hlaupinu er borið á húðina einu sinni á dag. Dreifa skal hlaupinu á stórt svæði, en ekki á brjóstin eða kynfæri. Frábendingar: Brjóstakrabbamein. Krabba- mein í legslímhúð. Langvinnir lifrarsjúkdómar. Blóðsegasjúkdómar. Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur: Mikil aðgát skal höfð, ef lyfið er gefið konum með háþrýst- ing, sykursýki, offitu, sléttvöðvaæxli. Vegna ábendingarinnar „Til varnar beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf" eiga eftirfarandi upplýsingar að koma fram: Erfitt er að tilnefna sjúklingahópa, þar sem hætta á beinþynningu á tímabilinu eftir tíðahvörf eykst í þeim mæli, að ástæða þyki til þess að meðhöndla með estró- genum eða estrógen/gestagen samsetningu með tilliti til hættu á aukaverkunum af völdum meðferðarinnar. Þar til frekari vitneskja liggur fyrir falla eftirfarandi hópar undir þessa ábendingu lyfsins: Konur sem hafa gengist undir aðgerð til að fjarlægja eggjastokka, ótímabær tíðahvörf, tilhneiging í fjölskyldu til beinþynningar, skert hreyfigeta og langvinn sængurlega, almenn meðferð með nýrnahettu- barkarhormónum, undirþyngd. Langvarandi meðferð með estrógenum eykur að öllum líkindum hættu á illkynja æxlum í legslímhimnu og brjóstum. Áhættan getur hugsanlega minnkað við notkun estrógen/gestagen sam- settra lyfja þar sem verkun líkist tíðahringnum. Sjúklinga á að skoða reglulega á meðan á meðferðinni stendur, einnig á að framkvæma kvenskoðun t.d. einu sinni á ári og einnig ef blæðingatruflanir halda áfram. Áhrif ýmissa hormóna á blóðfitu eru óljós. Rannsóknir er skýra meðferðartíma eru ekki fyrirliggjandi. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa bent til þess að uppbótarmeðferð með hormónum auki hættu á segareki í bláæðum en hætta á hjarta- sjúkdómum með blóðþurrð minnkar. Hor- mónauppbót á ekki að gefa konum með sögu um segarek í bláæðum. íhuga skal að hætta meðferð smám saman 4 vikum fyrir fyrirhugaða skurðaðgerð. Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort munur sé á áhættuþáttum eftir því hvort lyfið er gefið í inntöku eða um húð. Milliverkanir: Efni sem örva lifrarensím, t.d. barbítúröt, fenýtoín, karbamazepín eða rífampicín geta dregið úr virkni estrógena. Ekki er vitað hversu mikið östradíól milliverkar þegar lyfið er gefið um húð. Meðganga og brjóstagjöf : Má ekki nota. Akstur: Engin varúðarmerking. Aukaverkanir: Spenna í brjóstum, blæðing frá leggöngum, þyngdaraukning, ógleði, bjúgur og höfuðverkur. Staðbundin ert- ing og ofnæmi (roði og kláði). Hætta er á of- vexti og krabbameini í legslímhúð. Ofskömmtun: Spenna í brjóstum og/eða milli- blæðingar. Lyfhrif: Lyfjafræðilegir eiginleikar lyfsins eru þeir sömu og fyrir estrógen í inntöku. Klínísk áhrif lyfsins við meðferð á einkennum tíðahvarfa eru sambærileg við estrógen í inntöku. í samsetningu með medroxýprógest- erónacetati lækkar heildarþéttni kólesteróls án þess að gildi HDL-kólesteróls lækki. Meðferð með lyfinu varnar beinþynningu eftir tíðahvörf. Lyfjahvörf: Frásog í gegnum húð er um 10% af skammti. 2,5 g af hlaupi samsvara því 150 míkróg af estradíóli. Blóðþéttni 17-beta- estradíóls eftir inntöku hjá konum eftir tíðahvörf er um 80 píkóg/ml að meðaltali, sem er sambærilegt estrón/estradíól hlutfalli hjá konum á frjósemisaldri. Ákvæði um meðferð lyfsins: Dreifa skal hlaupinu á stórt svæði, báða handleggi, upphandleggi og axlir. Einnig á kvið og innan- verð læri ef vill. Forðast ber svæðin í kringum brjóst og leggöng. Þar sem hlaupið inniheldur etanól á ekki að bera það beint á slímhúð. Pakkningar: Hlaup; 80 g túpa 80 g flaska með skammtadæla. Lyfjanefnd ríkisins, 19. janúar 2000. UIS 0040 estrogel SCHERING Thorarensen Lyf Vatnagarðar 18 • 104 Rcykjavík ■ Slrai 530 7100 ■ Fax 530 7101 Útvortis uppbótarmeðferð við östrógenskorti Ný skammtadæla auðveldar nákvæma skömmtun A estrogel Eitt púst = einn skammtur = 1,25 g af hlaupi sem jafngiidir 0,75 mg af estradfóli Venjulegur skammtur = Tvö púst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.