Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 92

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 92
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÖMUL LÆKNISRÁÐ Á næstu grösum HaUgerður Gísladóttir skrifar Höfundur er sagnfræðingur. í KVERI JÓNS JÓNSSONAR GARÐYRKJUMANNS frá 1880 um nytsemi íslenskra jurta segir um „mosategund" þá er fjallagrös nefnast: „hún styrkir, dregur saman, mýkir vallgang (vallgangur=hægðir, - athugasemd höfundar), nærir, hreinsar blóðið og drepur orma. Fjallagrös eru því góð móti lungnaveiki og hósta, líf- sýki, blóðsótt, harðlífi og innanmeinum, ormum, uppþembingi, matarólyst og kraptleysi.“ íslendingar notuðu fjallagrös gríðarmikið á fyrri öldum til að drýgja naumt kornmeti í brauð og grauta. Auk þess voru þau mikill læknisdómur, eins og sést í tilvitnuninni hér að ofan og þannig eru þau notuð enn í dag, hér á landi og víðar. Vorið 1972 var send út frá þjóðháttadeild Pjóðminjasafns spurninga- skrá um fjallagrös þar sem meðal annars var spurt um grasaferðir, frágang og flutning á grösum, þurrkun, geymslu, hreinsun og notkun fjallagrasa til matar og lækninga. Áttatíu og sex svör bárust úr öllum lands- hlutum. Ég athugaði hvernig þeir sem svöruðu, all- flestir fæddir nálægt aldamótunum 1900, höfðu vanist því að fjallagrös væru notuð til lækninga. Allir þekktu til þess og langalgengustu kvillarnir sem grösin áttu að lækna voru í öndunarfærum og meltingarvegi. Paö var mjög algengt að sterkt seyði af grösum og kandís- sykri var til á bæjum, eins konar hóstasaft - eða brjóst- saft, eins og margir nefndu þennan drykk - til að gefa við kvefi, hæsi eða þyngslum fyrir brjósti. Oft drukku þeir sem voru lasnir þetta sjóðandi heitt að kveldi og dúðuðu sig svo niður í rúm á eftir - helst undir þrjár sængur, eins og einn heimildarmanna tók til orða. Dæmi voru um að engifer eða vallhumall væri soðinn með grösunum í þetta lyf. Og stundum var sletta af víni látin út í. Sjálf á ég ekki alltof góðar minningar um að hafa verið sem barn látin drekka í veikindum rótsterkt heitt grasaseyði kryddað með brennsluspíri- lus. Satt að segja afleitt á bragðið. Um lækningarmátt- inn skal ég ekki dæma en enginn véfengdi hann þá. Heimildarmaður úr Suður-Múlasýslu lýsir þessum lækningum á eftirfarandi hátt: „.. .ef fólk hafði vont kvef eða hósta, þótti gott að drekka sterkt grasate, byrgja sig síðan vel niður í rúm, helst svo menn gætu svitnað. Halldór Benediktsson, stórbóndi á Skriðuklaustri í Fljótsdal hafði það fyrir sið er hann var að alast upp (fæddur 1852) að sjóða svokallað grasalím, þ.e. mikið af grösum var soðið í vatni þangað til að það hljóp saman eins og ostur er það kólnaði. Var svo kúfuð teskeið af þessu lími hrærð út í bolla af sjóðheitu vatni og þeir sem voru illa haldnir af kvefi eða hósta látnir drekka það eins heitt og menn þoldu, byrgja sig síðan vel undir yfir- sæng og sofna. Þótti þetta gefast vel.“ Annar Sunnmýlingur hafði það eftir móður sinni að hún hefði læknað föður hans af lungnabólgu með því að hella í hann sterku fjallagrasaseyði dag og nótt. Og þetta er úr Mýrdal: „Grösin voru soðin í vatni og ekki styttri tíma en eina til eina og hálfa klukku- stund, voru þau þá að mestu komin í mauk og seyðið orðið rammbeiskt á bragðið. Voru nú grösin síuð og seyðið látið aftur í pottinn, í það látinn sykur, best þótti að nota til þess brúnan „kandís“. Var nú suðan látin koma aftur upp á pottinum, en potturinn síðan tekinn af eldi og seyðið sem nú var búið að ávinna sér nafnið „heiðargrasaseyði" látið kólna þangað til það var orð- ið hæfilega heitt að hella því á flöskur. Oft þurfti að hræra í seyðinu meðan það var að kólna, því annars vildi það verða að hlaupi. Ekki þótti rétt að láta tappa í flöskurnar fyrr en seyðið var orðið vel kalt, því annars þótti geta myndast í því miður heppileg gerjun.“ Hornstrendingur segir um grösin: „Þau voru notuð þannig við brjóstveiki og lungnabólgu. Þau voru soðin í 2 klukkustundir, grösin síuð frá grasavatninu, það lát- ið í flöskur og tekið inn 3svar á dag. Við magaveiki voru þau líka notuð. Það meðal var búið þannig til að 4 lítrar af nýmjólk voru látnir í pott ásamt dálítið stórri visk af fjallagrösum. Þetta var soðið í 4 klukkustundir, en þá var það orðið aðeins 1 og hálfur pottur (eða ll/2 lítri). Þetta var orðið svo gott meðal að það jafnvel lækn- aði víst 2 sjúklinga sem voru með spænsku veikina 1918, norður í Hælavík. Þeir höfðu áður langan tíma fengið meðul frá þrem læknum, en ekkert af þeim dugði.“ Homstrendingurinn, sem var 16 ára þegar spænska veikin gekk, segir þarna frá grasameðali sem notað var við magaveiki, mjólk sem var seydd lengi með fjallagrösum. Þannig var afar algengt að nota grösin við meltingarfærakvillum. Þingeyingur sem lýsir svip- aðri tilreiðslu kallar þetta „grasastellu'1: „Þegar þetta kólnaði varð það eins og frekar þykkt hlaup og þótti mjög gott við niðurgangi. Vissi ég að minnsta kosti tvö dæmi til þess að börnum með slæman og þrálátan niðurgang batnaði af þessu. Líka var lömbum gefið þetta við sótt, rennt niður í þau með skeið.“ „Ég sem þessar línur rita hef þá persónulegu reynslu af fjallagrösum að þau hafa læknað mig af langvarandi magaveiki frá því ég var barn á fyrsta ári og fram undir tvítugsaldur,“ segir Dalamaður. „Grös- in voru soðin í mjólk þar til að hún var orðin rauð- seydd, þá var ég látinn borða hana.“ Ýmis orðtæki tengjast grösum og grasaferðum svo sem „að vera á næstu grösum" og svo „ótíndur er öllum leiður" sem vísar til þess hversu matur úr illa hreins- uðum grösum gat verið andstyggilegur. Það var nefni- lega talað um að „tína“ grös, þegar þau voru hreinsuð og orðið ótíndur, til dæmis í samhenginu ótíndur glæpamaður kann að draga merkingu sína þaðan. 312 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.