Læknablaðið - 15.07.2000, Page 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN
Sortuæxli og frumubreytingar í blettum
Skugginn frá Ijósabekknum;
Jón Hjaltalín
Olafsson1
Kristín
Þórisdóttir2
Höfundar eru 'yfirlæknir
göngudeildar húð- og kyn-
sjúkdómadeildar Landspítala
Þverholti, 2sérfræðingur í
húðsjúkdómum.
Greining á blettum (naevus) í húð hefur lengi
vafist fyrir læknum og ekki að ástæðulausu. Þótt til
séu reglur um hvaða bletti sé eðlilegt að fjarlægja eru
frávikin mikil og ekki óalgengt að niðurstöður vefja-
greiningar komi lækninum á óvart. Mikilvægi frumu-
breytinga í blettum (dysplasia, architectural dis-
order) hefur einnig verið umdeilt þótt nú hafi náðst
aligóð sátt um túlkun þeirra. Frumubreytingar gefa
til kynna að viðkomandi sé í aukinni hættu á að fá
sortuæxli. Ef náin ættmenni hafa einnig frumubreyt-
ingar eða hafa haft sortuæxli þarf að hafa gott eftirlit
með sjúklingnum. Meginástæða þess að blettur er
fjarlægður er grunur um frumubreylingar eða sortu-
æxli.
Fyrir 30 árum voru um 80 af hundraði þeirra sem
greindust með ífarandi sortuæxli látnir eftir fimm ár.
I dag er öldin önnur og er nærri lagi að 80 af hundraði
lifi að fimm árum liðnum. Ekki er þó öll sagan sögð
því fjöldi þeirra sem greinast með sjúkdóminn hefur
aukist verulega. Arin 1959-1963 greindust að meðal-
tali 2,4 á ári með ífarandi sortuæxli en 1998 greindust
30. Dauðsföllum hefur þó ekki fjölgað á sama hátt.
Erfitt getur því verið að meta miklvægi þessarar
miklu aukningar, meðal annars vegna þess að þykkt
æxlanna var ekki metin á sama hátt og nú er gert, en
þykktin ákvarðar fyrst og fremst hve alvarlegur sjúk-
dómurinn er.
Svo virðist sem mun fleiri blettir séu fjarlægðir nú
en áður og getur það verið að hluta skýring á auknum
fjölda æxlanna en þó engan veginn eina skýringin.
Fleiri litlir blettir eru fjarlægðir nú en áður og ef til
vill á það sinn þátt í að æxlin ná ekki að verða eins
hættuleg. Þetta getur hugsanlega skýrt fremur litla
aukningu dauðsfalla af völdum sortuæxla. Staðbund-
in sortuæxli (melanoma in situ) eru almennt talin
læknanleg að fullu séu þau skorin burt með frískri
rönd af húð. Þau eru vísbending um aukna hættu á
ífarandi sortuæxlum og þarf því að fylgjast vel með
þeim sjúklingum.
Arið 1998 greindust 42 með staðbundið sortuæxli
hérlendis og kæmi ekki á óvart þótt meiri aukning
yrði á næstu árum. Lengi hefur verið deilt um orsakir
aukinnar tíðni sortuæxla í Vestur-Evrópu og í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku. Auk fyrrnefndra þátta eru
flestir orðnir sáttir um að sólböð og sólbekkir skýri
þessa aukningu að miklu leyti. Ljóst er að þetta gildir
fyrst og fremst um þá einstaklinga sem eru ljósir á
hörund, ljóshærðir, freknóttir, hafa marga fæðingar-
bletti, hafa brunnið í sólinni fyrir tvítugt eða eiga ætt-
ingja sem hafa sortuæxli. Flestir þessara þátta eru
reyndar erfðir en hægt er að takmarka áhættuþætti
sem eru á okkar valdi, það er sólböð og notkun sól-
bekkja. Fyrir fáeinum árum urðu Bandaríkjamenn
fyrstir til að takmarka notkun sólbekkja í nokkrum
fylkjum. Með reglugerðum var öllum undir lögaldri
gert skylt að framvísa skriflegri heimild forráða-
manns áður en sólbekkjaböðun var hafin. Þessu er nú
framfylgt í tæpum helmingi fylkja Bandaríkjanna.
Athyglisvert er að hið sólríka Texasfylki skuli hafa
verið fyrst fylkjanna til að takmarka sólbekkja-
ástundun með fyrrgreindum hætti.
Rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum
fyrir þremur árum sýndi að sá atvinnurekstur sem
mest jók auglýsingar á gulu síðunum voru sólbaðs-
stofur. Einnig hefur þarlend könnun leitt í ljós að stór
hluti þeirra sem sólbaðstofur sækja eru ljóshærðir
eða rauðhærðir og freknótlir, sem sé fólk sem sjaldan
tekur lit en brennur þess heldur og er yfirleitt í meiri
hættu að fá sortuæxli en þeir sem hafa aðra húðgerð.
Ekki er ætlunin að halda því fram að ástandið sé eins
hérlendis en þetta vekur samt sem áður upp þá
spurningu, hvort við ættum að fara svipað að og hér
hefur verið lýst að ofan. Ekki er vitað með vissu
hvort þær takmarkanir sem gerðar voru á aðgengi að
ljósastofum hafi minnkað aðsóknina en notendum
hefur þó að öllum líkindum verið ljósara en áður að
hverju þeir gengu. Viðvaranir sem hanga uppi á ljósa-
stofum í dag eru tæpast mjög áhrifaríkar og alls ekki
sambærilegar við þær viðvaranir sem nú eru á tóbaki.
Geislar sem notaðir eru í meðferð húðsjúkdóma
eru fyrst og fremst UVB-geislar (útfjólublá geislun af
B-bandi) sem hafa bylgjulengdina 290-320 nm, en
ekki hefur verið sýnt fram á að þeir valdi sortuæxlum
þótt ljóst sé að þeir geti stuðlað að myndun flögu-
þekjukrabbameina hjá viðkvæmum einstaklingum,
sé um mikla og langa geislun að ræða. í fáeinum til-
vikum eru UVA-geislar (útfjólublá geislun af A-
bandi) (320-400 nm) notaðir en þeir eru einnig í sól-
bekkjum. í slíkum tilvikum er magn geislunar skráð
nákvæmlega og ekki farið yfir þau geislunarmörk
sem talin eru hættulaus. Þeir sem hafa viðkvæma húð
og fæðingarbletti fá síður slíkar meðferðir en ef hún
er gefin eru þeir undir nánu eftirliti og því líklegt að
hægt sé að stöðva meðferðina tímanlega sjáist merki
um sólskemmd í húðinni. Þessar ljósameðferðir eru
einn besti meðferðarkostur sem völ er á fyrir marga
Læknablaðið 2000/86 485