Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 17
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR
að greina þykknun á vinstri slegli. Nefna má að í
Framingham rannsókninni reyndust einungis 40%
þeina þátttakenda, sem hafði þykknunina á hjartariti,
hafa hjartastækkun samkvæmt röntgenmynd (21). í
hóprannsókn Hjartaverndar hafa áður fundist tengsl
hjartastækkunar á röntgenmynd við dánarlíkur úr
kransæðasjúkdómi meðal beggja kynja, auk þess hafa
karlar með hjartastækkun samkvæmt röntgenmynd
verri horfur en karlar án hennar (22,23).
Asættanlegt næmi og sértæki hefur fundist til
greiningar þykknunar á vinstri slegli með hjartariti í
samanburði við hjartaómun (24). Sumar rannsóknir
hafa kannað mun á greiningarhæfni þykknunarinnar
meðal kynjanna. Eftir að hafa leiðrétt fyrir líkams-
stærð sást að næmi og sértæki til greiningar þykkn-
unar á vinstri slegli var ætíð betra meðal karla en
kvenna, þrátt fyrir að ólíkum og aðlöguðum skil-
merkjum (Sokolow-Lyon, Cornell voltage, Cornell
product, 12 lead area) hafi verið beitt. Best næmi
þykknunar á vinstri slegli var 76% við 98% sértæki
með því að nota sérhannaða greiningaraðferð með
12 leiðslu hjartariti þar sem bæði er mæld spenna og
tímalengd QRS (time voltage area sensitivity) (25).
Greining þykknunar á vinstri slegli á hjartariti sam-
kvæmt Minnesota Code hefur verið borin saman við
niðurstöður krufningar, niðurstöður sýndu að fyrir
aldurshópinn 65-84 ára var næmi á bilinu 25-70% en
sértæki 80-95% (26).
Ýmsar rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á
tengsl þykknunar á vinstri slegli og hjartasjúkdóms,
ef eingöngu voru notuð hjartarit til greiningar þykkn-
unarinnar (17,27,28). Hjartaómun er rannsókn sem
nú telst áreiðanlegust til greiningar þykknunar á
vinstri slegli. Hún krefst þó sérfræðikunnáttu þess
sem henni beitir en mismunandi aðferðir notenda
geta leitt til nokkuð mismunandi niðurstöðu. Hjarta-
ómun hefur nú á síðasta áratugi verið notuð í vaxandi
mæli í hvers kyns rannsóknum, annars vegar til grein-
ingar þykknunar á vinstri slegli og hins vegar til að
meta hvort ýmis meðferðarúrræði hafi áhrif á fram-
gang þykknunarinnar á ákveðnu tímabili. Þykknun á
vinstri slegli er talin endurspegla aukið álag á hjartað
og veldur það formbreytingu slegilsins og þykknun
sem getur verið með og án víkkunar á hólfi slegilsins.
I vefjameinafræðilegum rannsóknum sést aukin stærð
hjartavöðvafrumna, aukinn bandvefur og jafnvel
stækkun vöðvafrumna í æðaveggjum hjartans. Vegna
þessa kann súrefnisþörf hjartans að aukast
(15,16,19,20,29).
A síðari árum hefur segulómunarrannsókn á hjarta
hafist í einhverjum mæli, sú rannsókn gefur að líkind-
um kost á betra mati á stærð hjartahólfa en hjartaóm-
un. Segulómun er hins vegar dýr, það er takmarkað
aðgengi að rannsókninni og hún kann að valda inni-
lokunarkennd þess sem er til rannsóknar (óbirtar
niðurstöður úr Monica rannsókn Hjartaverndar,
Nikulás Sigfússon).
Niðurstöður okkar varðandi algengi þykknunar á
vinstri slegli og aukningu þess með aldri eru sam-
bærilegar við aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir og
var til dæmis um 10% í þátttakendum 65-69 ára í
Framingham rannsókninni en um 6% meðal karla og
1,7% meðal kvenna í okkar rannsókn (3). Mismunur-
inn gæti skýrst af mismunandi greiningarskilmerkj-
um sem notuð eru og frekar takmörkuðu næmi
hjartarits til greiningar þykknunar á vinstri slegli. Við
notkun hjartaómunar í Framingham rannsókninni
var algengi þykknunarinnar meðal þátttakenda yfir
70 ára 33% meðal karla og 49% meðal kvenna (19).
Nýgengi jókst meðal kvenna með aldri en slíkt
sást ekki meðal karla og kemur það nokkuð á óvart
en taka verður þeirri niðurstöðu með fyrirvara sakir
fámennis nýgengishópsins og hugsanlega nokkuð
lækkandi nýgengis á rannsóknartímanum. Nýgengi
þykknunar á vinstri slegli meðal karla yngri en fimm-
tugra var sérlega hátt á fyrri hluta rannsóknartíma-
bilsins en á síðari hluta tímabilsins dró mjög verulega
úr því hjá þessum aldurshópi, þó aukning sæist meðal
karla 60-69 ára og eru þær niðurstöður meira í sam-
ræmi við niðurstöðumar meðal kvenna. Þessi breyt-
ing gæti skýrst af þeirri þróun sem verið hefur í þjóð-
félaginu síðustu tvo áratugi til bættrar greiningar og
meðferðar háþrýstings, annarra áhættuþátta og
hjartasjúkdóma í samfélaginu. í rannsókn Hjarta-
verndar hefur þó komið í ljós að greining og meðferð
háþrýstings er verri hjá körlum en konum (óbirtar
niðurstöður úr Monica rannsókn Hjartavemdar,
Nikulás Sigfússon).
I rannsókn okkar sáust niðurstöður er benda til
vemdandi áhrifa mikilla reykinga gegn tilkomu
þykknunar á vinstri slegli meðal karla. Möguleg skýr-
ing þessa er hins vegar vangreining þykknunarinnar
meðal karla sem hafa lungnaþembu og/eða aukið
lungnarúmmál.
Afleiðingar þykknunar á vinstri slegli í okkar
rannsókn eru verri lifun kvenna í hóprannsókninni
eftir greiningu og aukin hætta á kransæðadauða.
Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna
fram á verri horfur þátttakenda með þykknun á
vinstri slegli og aukna hættu á skyndidauða (30,31).
I ljósi sífellt vaxandi tíðni hjartabilunar og þess að
þykknun á vinstri slegli eykur líkur á hjartabilun allt
að fimmtánfalt (32) er ljóst að í framtíðinni bíður
okkar það verk að reyna að hafa áhrif á þykknun á
vinstri slegli áður en einkenni hjartabilunar koma í
ljós. í ljósi niðurstaðna okkar þarf sérstaklega að
huga að bættri greiningu þykknunar á vinstri slegli
meðal kvenna til að þær megi njóta sama afrakstrar á
sviði meðferðar og karlar. Enda eru líkur til að þær
slæmu horfur sem konur með þykknun á vinstri slegli
virðast hafa skýrist af því að á hjartariti greinist ein-
ungis konur með verulega þykknun á vinstri slegli en
hinar sem höfðu væga eða í meðallagi slæma þykkn-
un greinist ekki með notkun hjartarits og voru því
Læknablaðið 2000/86 493