Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEINSLÆKNINGAR að því hvort um meinvörp í holhandareitlum væri að ræða eða ekki og því var fundið viðmið með óþekktu ástandi eitla. Engin kvennanna hafði fjarmeinvörp við greiningu. í töflu I sést að hlutfallsleg skipting tilfella og við- miða eftir stærð æxlis, eitlaíferð, greiningarári og greiningaraldri er svipuð. Miðgildi fylgitíma (follow up) var 11,9 (0,4-41,9) ár fyrir tilfelli og viðmið. Af völdum brjóstakrabbameins dóu sex af 14 til- fellum og 23 af 33 viðmiðum. Lífslíkur reyndust vera heldur betri í hópi þeirra kvenna sem áttu börn eftir greiningu brjóstakrabba- meinsins, en munurinn var ekki tölfræðilega mark- tækur (P=0,06) (mynd 1). Umræða Niðurstöður okkar gefa ekki til kynna að bamsfæð- ing í kjölfar greiningar brjóstakrabbameins hafi slæm áhrif á horfur. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir (3,7,9-12,16-21). Ekki er vitað hvers vegna þeim konum sem eignast börn eftir greiningu brjóstakrabbameins farnast betur en þeim sem engin börn eignast. Nefnt hefur verið að svokölluð áhrif hinnar heilbrigðu móður (healthy mother effect) eigi þar hlut að máli, það er að ákveðið val eigi sér stað þannig að þær konur sem fara út í bameignir eftir greiningu séu fyrst og fremst þær sem greindust með krabbamein á lágu stigi og höfðu því góðar horfur frá upphafi (20). Slíkur bjagi (selection bias) getur dregið úr gildi rannsókna á horfum hóps- ins. I þessari rannsókn var reynt að draga úr slíkum áhrifum með því að velja viðmið sem voru sambærileg tilfellunum varðandi æxlisstærð og eitlaíferð. Þegar litið er á töflu I sést að lítill munur er á til- fella- og viðmiðunarhópunum og má því segja að pörunin hafi tekist vel. Fáar erlendar rannsóknir hafa getað notað óvalið úrtak úr heilli þjóð til að finna þær konur sem hafa eignast böm í kjölfar greiningar brjóstakrabbameins. Rannsóknir sem byggja á skrám frá læknum sem hafa haft konurnar til meðferðar geta verið bjagaðar, til dæmis vegna þess að í hópinn veljist konur sem hfðu lengi og voru í eftirliti lengur. Við reyndum að kom- ast hjá þessu með því að styðjast við gögn frá Krabbameinsskránni, Fæðingarskráningu á íslandi, Ættaskrá Krabbameinsskrárinnar og Erfðafræði- nefnd Háskóla íslands. Hér á landi eignuðust 3,5% kvenna undir 50 ára aldri sem greinst höfðu áður með brjóstakrabbamein, börn eftir greiningu. Þegar litið er á nágrannalöndin var hlutfallið 6,3% í Svíþjóð fyrir konur undir 50 ára, í Damörku 1,7% hjá konum undir 45 ára og í Finn- landi 3,5% hjá konum undir 40 ára (21,9,12). Hlut- fallið virðist vera svipað þó rannsóknirnar séu ekki að fullu sambærilegar vegna mismunandi aldurshópa og rannsóknartímabila. Tilhneiging var til betri lifunar í tilfellahópnum en hún var ekki tölfræðilega marktæk, enda rannsókn- arhópurinn lítill. Ef litið er á niðurstöður annarra þá virðast þær flestar vera sambærilegar, það er að ekki er marktækur munur milli tilfella og viðmiða. Ein- staka rannsakendur fá þó fram betri lifun hjá þeim sem eignast börn eftir greiningu brjóstakrabbameins miðað við þær konur sem engin börn eignast (12). Ekki er unnt á grundvelli þessarar rannsóknar að gefa svar við þeirri spurningu hvort ráða eigi konum frá því að eignast börn eftir greiningu brjóstakrabba- meins. En til ráðgjafar konum sem lenda í þeirri að- stöðu að þurfa að taka afstöðu til þessa getum við stuðst við niðurstöður erlendra höfunda. Þeir mæla með því að konur með brjóstakrabba- mein án eitlaíferðar eða fjarmeinvarpa bíði í minnst tvö ár frá greiningu bijóstakrabbameinsins áður en að barneignum er hugað, þar sem enduruppkoma sjúkdómsins er algengust fyrstu tvö árin eftir grein- ingu. Þeim konum sem hafa eitlaíferð en ekki fjar- meinvörp er ráðlagt að bíða í minnst fimm ár og þeim sem hafa fjarmeinvörp er ekki ráðlagt að eignast börn (7,11,13,17). Þakkir Þökkum Rannsóknastofu Háskóla íslands í meina- fræði fyrir aðstoð við athugun á meinafræðisvörum, Erfðafræðinefnd Háskóla íslands og Fæðingarskrán- ingu á íslandi fyrir aðgang að upplýsingum og Rann- sóknar- og tækjasjóði Krabbameinsfélags íslands fyrir styrkveitingu til rannsóknarinnar. Heimildir 1. Tulinius H, Day NE, Johannesson G, Bjarnason O, Gonzales M. Reproductive factors and risk for breast cancer in Iceland. Int J Cancer 1978; 21:724-30. 2. Ewertz M, Duffy SW, Adami HO, Kvale G, Lund E, Meirik O, et al. Age at first birth, parity and risk of breast cancer: a meta- analysis of 8 studies from the Nordic countries. Int J Cancer 1990; 46:597-603. 3. Lethaby AE, O'Neill MA, Mason BH, Holdaway IM, Harvey VJ. Overall survival from breast cancer in women pregnant or lactating at or after diagnosis: Aukland Breast Cancer Group. Int J Cancer 1996; 67: 751-5. 4. Janerich DT, Hoff MB. Evidence for a cross-over in breast cancer risk factors. Am J Epidemiol 1982; 116: 737-42. 5. Pathak DR, Speizer FE, Willet WC, Rosner B, Lipnick RJ. Parity and breast cancer risk: possible effect on age at diagnosis. Int J Cancer 1986; 37: 21-5. 6. Lambe M, Hsieh CC, Trichopoulos D, Ekbom A, Pavia M, Adami HO. Transient increase in the risk of breast cancer after giving birth. NEJM 1994; 331:5-9. 7. Clark RM, Reid J. Carcinoma of the breast in pregnancy and lactation. Int J Rad Oncol Biol Phys 1978; 4: 693-8. 8. Guinee VF, Olsson H, Möller T, Hess KR, Taylor SH, Fahey T, et al. Effect of pregnancy on prognosis for young women with breast cancer. Lancet 1994; 343:1587-9. 9. Kroman N, Jensen MB, Melbye M, Wohlfahrt J, Mouridsen HT. Should women be advised against pregnancy after breast- cancer treatment? Lancet 1997; 350: 319-22. 10. Ariel IM, Kempner R. The prognosis of patients who become pregnant after mastectomy for breast cancer. Int Surg 1989; 74: 185-7. ^ 11. Peters MV, Meakin JW. The influence of pregnancy in carci- noma of the breast. Prog Clin Cancer 1965; 1:471-93. 12. Sankila R, Heinavaara S, Hakulinen T. Survival of breast cancer patients after subsequent term pregnancy: "healthy mother effect". Am J Ostet Gynecol 1994; 170: 818-23. 13. Danforth DN. How subsequent pregnancy affects outcome in Læknablaðið 2000/86 497 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.