Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 28

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 28
r FRÆÐIGREINAR / KVENLÆKNINGAR ir, þjóðfélagsstétt og reykingar hafi áhrif á hvenær tímabilið hefst, hversu lengi það varir og hve svæsin einkenni eru (1). Hitakóf, hjartsláttarköst, kvíði, þreyta, þunglyndi og svefntruflanir eru einkenni breytingaskeiðs og geta gert vart við sig þó nokkru áður en breyting verður á blæðingum. Síðkomin ein- kenni eru þynning á slímhúð þvag- og kynfæra, breyt- ingar á húð, Hð- og vöðvaverkir, beinþynning og auk- in tíðni hjarta- og æðasjúkdóma (1-4). Aðgerðir á innri kynfærum (5), reykingar (6,7), mataræði (8), líkamsþyngd (9,10), félagslegar aðstæður og heilsa (11,12) hafa einnig verið talin tengjast einkennum breytingaskeiðs. Östrógenmeðferð er talin áhrifarík gegn einkenn- um tengdum breytingaskeiði og síðkomnum fylgi- kvillum östrógenskorts (13-17). Östrógen verður að gefast með prógesteróni sé leg enn til staðar, þar sem östrógen eitt sér veldur þykknun á legbolsslímhúð og eykur líkur á krabbameini (18). Notkun hormóna á breytingaskeiði hefur aukist á Islandi undanfarin ár (19). Ekki er vitað hvaða lækn- ar koma aðallega að meðferð breytingaskeiðsein- kenna hér á landi eða hvaða fræðslu konur fá al- mennt um tíðahvörf, tilgang hormónameðferðarinn- ar, lengd hennar eða aukaverkanir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna al- gengi einkenna breytingaskeiðs meðal fimmtugra kvenna, algengi hormónameðferðar og hvaða teg- undir væru notaðar, en einnig hvernig meðferð tengdist einkennum. Þá var kannað hvaða læknar hefja meðferðina, hverjir halda henni áfram, auk fræðslu sem konunum var boðin. Efniviður og aðferðir Valdar voru allar konur fæddar árið 1947 sem bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, frá Hafnarfirði til Mos- fellsbæjar. Samkvæmt þjóðskrá voru þær 965 þann 15. október árið 1997, níu reyndust fluttar svo rann- sóknarhópurinn samanstóð af 956 konum. Peim var öllum sendur spurningalisti ásamt kynningarbréfi. A sama tíma var umfjöllun um efnið í dagblöðum. Spurningalistinn er viðamikill og ekki birtur í heild sinni hér, en fæst hjá höfundum. Spurningar voru alls 69, sem svarað var með jái eða neii. Fjölval- spurningar voru 25 og opnar spurningar þar sem svar var skrifað voru 40. Alls voru 28 spurningar um einkenni með fimm svarsmöguleikum: 1= aldrei, 2= sjaldnar en einu sinni í viku, 3= einu sinni til tvisvar í viku, 4= þrisvar til fimm sinnum í viku og 5= á hverj- um degi eða næstum því. í aðalatriðum var spurt um: 1. Félagslegar aðstæður og almenna áhættuþætti: menntun, starf, vinnutíma, fjölda í heimili, hjú- skaparstétt, áfengisnotkun, reykingar, líkamsrækt, kaffidrykkju, krabbameinsskoðun, hæð og þyngd. 2. Almennt heilsufar: talin voru upp einkenni og sjúkdómar og spurt hvort þær hefðu verið undir læknishendi vegna þeirra, hvort leg hefði verið fjarlægt og/eða annar eða báðir eggjastokkar. Spurt var um greindan háþrýsting, meðferð hans og ættarsögu og hve oft konurnar hefðu leitað læknis undanfarið ár. 3. Lyfjameðferð: lyf notuð að staðaldri og eftir þörf- um. 4. Einkenni breytingaskeiðs: síðustu tíðir (mánuður, ár). Konurnar voru beðnar um að tilgreina tíðni hitakófa og hjartsláttarkasta bæði að nóttu og degi á fyrrgreindum kvarða með fimm svarmöguleik- um. 5. Meðferð breytingaskeiðs; tegund hormóna, tíma- lengd meðferðar og hvaða læknar hefðu hafið og hveijir viðhaldið meðferð. Hvaða fræðslu þeim hefði verið boðin varðandi tilgang og aukaverkan- ir hormónameðferðar. 6. Svefntruflanir, dagsyfja og þreyta: notaðar voru spurningar af Basic Nordic Sleep Ouestionnaire (20) þar sem konur voru beðnar að tilgreina tíðni svefntruflana á kvarða með fimm svarsmöguleik- um. Svefntruflanir sem spurt var um voru: erfið- leikar að sofna, uppvaknanir að nóttu og árvaka. Syfjumælikvarði Epworths (Epworth sleepiness scale) (21) var notaður til að meta dagsyfju en þar eru átta spurningum þar sem metnar eru líkur þess að dotta eða sofna við ákveðnar aðstæður, á kvarða með fjórum svarsmöguleikum, þar sem l=aldrei, 2=litlar líkur, 3=talsverðar líkur, 4=mikl- ar líkur. 7. Kvíði og þunglyndi voru metin með HAD-kvarða (The Hospital Anxiety and Depressions Scale) (22) með 14 spurningum þar sem konur mátu ein- kenni sín á kvarða 1-4. Skalinn greinir ekki þung- lyndi eða kvíðasjúkdóma en hærri stig gefa vís- bendingu um meiri og alvarlegri þunglyndis- og kvíðaeinkenni. 8. Lífsgæði voru könnuð með fjórum almennum spurningum af Spurningalista um heilsutengd lífs- gœði (23). Spurningar voru um fleiri atriði sem ekki er fjallað um í þessari grein. Pegar fjallað er um um hitakóf og hjartslátt í nið- urstöðum er átt við hitakóf og hjartslátt að nóttu eða degi oftar en þrisvar til fimm sinnum í viku, nema annað sé tekið fram. Spurningalistinn ásamt kynningarbréfi var fyrst sendur í október 1997. Tæplega helmingur svaraði strax. Sex vikum síðar var sent áminningarbréf til þeirra sem ekki höfðu svarað og enn aftur fimm vik- um síðar. Þá var leitað símleiðis til slembiúrtaks 30 kvenna sem ekki höfðu svarað. Pær voru hvattar til þátttöku og einnig athugað hvers vegna þær vildu ekki taka þátt. Náðist í allar og voru 24 (80%) reiðu- búnar til þátttöku. Þjóðskrárupplýsingar um hjúskaparstétt voru bomar saman með tilliti til þátttöku. Rannsóknin var 502 Læknablaðið 2000/86 i

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.