Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 29

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 29
FRÆÐIGREINAR / KVENLÆKNINGAR Tafla I. Tíðni einkenna breytingaskeiðs meðal 50 ára kvenna. Fjöldi kvenna (%). Daglega Þrisvar-fimm Einu sinni-tvisvar Aldrei eða sjaldnar sinnum í viku í viku en einu sinni í viku Erfitt aö sofna á kvöldin 31 (4,7) 36 (5,5) 82 (12,6) 504 (77,2) Vaknar upp á neeturnar 95 (14,8) 98 (15,2) 114 (17,7) 336 (52,3) Vaknar of snemma á morgnana 49 (7,6) 66 (10,2) 102 (15,8) 428 (66,4) Syfja að degi til 61 (9,4) 88 (13,6) 176 (27,1) 324 (49,9) Þreyta að degi til 81 (12,3) 108 (16,4) 159 (24,2) 310 (47,1) Vaknar vegna hitakófa 14 (2,2) 21 (3,3) 51 (7,9) 559 (86,7) Vaknar vegna hjartsláttar 1 (0,2) 5 (0,8) 14 (2,2) 608 (96,8) Hitakóf að deginum 23 (3,6) 19 (2,9) 59 (8,4) 549 (85,2) Hjartsláttur að deginum 3 (0,5) 19 (3,0) 40 (6,3) 578 (90,1) gerð með leyfum tölvunefndar og siðanefndar, en upplýsingum úr þjóðskrá eytt að loknum útreikning- um. Tölfræði: Gildi eru birt sem meðalgildi með einu staðalfrávik (standard deviation, SD). Tvíhliða t-próf var notað til samanburðar á samfelldum breytum. Samanburður á hópum var gerður með kí-kvaðrats- prófum. Áhættuhlutfall (odds ratio, OR) var reiknað til að lýsa hlutfallslegri áhættu, jafnframt voru reikn- uð 95% vikmörk (95% confidence interval, CI). Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til þess að skoða samband fleiri en tveggja breytna. Niðurstöður Af 956 konum tóku 690 þátt í rannsókninni (72,2%). Þegar þjóðskrárupplýsingar varðandi hjúskaparstétt, fjölda í heimili og trú voru bornar saman meðal þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og þeirra sem gerðu það ekki, kom í ljós að einhleypar konur tóku síður þátt (63,3%), en þær sem voru giftar eða í sam- búð (71,4%), kí-kvaðrat=5,86; p=0,0125. Ekki var annar munur á þeim sem tóku þátt og hinum sem ekki tóku þátt. Alls unnu 583 konur utan heimilis og var meðal- vinnutími þeirra 37 (SD=12) klukkustundir á viku. Sjötíu og ein kona var einhleyp, en algengast var að þrír væru í heimili. Alls skráðu 366 (53%) konur blæðingar síðast- liðna tvo mánuði, 21 (3%) á síðustu tveimur til sex mánuðum, 180 (26%) fyrir meira en sex mánuðum, en 123 konur (18%) svöruðu ekki þessari spurningu. Alls var 371 kona á hormónameðferð (54%). Leg hafði verið fjarlægt hjá 122 konum (20%) af 621 sem svaraði spurningum um aðgerðir á innri kyn- færum. Annar eggjastokkur hafði verið fjarlægður hjá 43 (7%) konum, en báðir hjá 37 (6%). Leg hafði langoftast verið fjarlægt (94%) ef báðir eggjastokkar höfðu verið teknir, en sjaldnar (57%) ef annar eggja- stokkur hafði verið tekinn. Af þeim 683 konum sem svöruðu spurningu um hvort þær færu reglulega í krabbameinsskoðun, svöruðu 592 (87%) því játandi. Þessar konur voru meira en tvöfalt líklegri (OR=2,6; 95% CI =1,6-4,0) en hinar til að vera á hormónameð- ferð. Af einkennum breytingaskeiðs voru svefntruflan- ir í einhverri mynd algengastar, oftast það að konurn- ar vöknuðu að nóttu (tafla I). Níutíu og fimm konur (14,8%) kváðust vakna á hverri nóttu og af þeim vöknuðu 21% einu sinni, 24% tvisvar, 24% þrisvar og 32% þeirra oftar. Meðaltalið var 2,8 (SD=1,3) skipti. Algengustu ástæður uppvaknana voru sal- ernisferðir (n=57), verkir (n=34), áhyggjur (n=32), hitakóf (n=29), truflun frá umhverfi (n=21), en skrá mátti fleiri en eina ástæðu. Aðrar ástæður uppvakn- ana, tilgreindar í skriflegum svörum, voru oftast draumar eða hrotur rekkjunautar. Þær 193 konur sem vöknuðu upp að nóttu, þrisvar til fimm sinnum í viku eða oftar, voru mun líklegri til að fá hitakóf (21,8%), en hinar (5,8%) sem ekki vöknuðu á næt- urnar (kí-kvaðrat=36,5; p=0,0001). Dagleg einkenni um syfju og þreytu voru algeng (tafla I). Alls sögðust 190 konur (29,2%) sofa of lítið, 154 (23,5%) vöknuðu ekki úthvfldar að morgni og 149 konur (23,0%) voru syfjaðar að degi til oftar en þrisvar til fimm sinnum í viku. Meðal þeirra sem fundu fyrir syfju daglega voru 62% sem einnig fundu fyrir þreytu daglega. Hitakóf voru algengari en hjartsláttarköst bæði að degi og nóttu. Af 650 konum sögðust 42 fá hitakóf að degi til, þrisvar til fimm sinnum í viku eða oftar (6,5%), en af 645 konum sögðust 35 (5,5%) vakna upp vegna hita- kófa, þrisvar til fimm sinnum í viku eða oftar. Af 628 konum sögðust sex vakna upp á næturna vegna hjart- sláttar, þrisvar til fimm sinnum í viku eða oftar (1%), en 22 konur af 640 sögðust fá hjartsláttarköst að degi til (3,5%) þrisvar til fimm sinnum í viku eða oftar. AIls voru 72 konur (10%) með eitt eða fleiri einkenni breytingaskeiðs þrisvar í viku eða oftar og þar af voru 29 (40%) með tvö eða fleiri einkenni. Giftar konur eða í sambúð höfðu álíka oft hitakóf og hjartslátt (9,8%) og einhleypar konur (13,9%), p=0,16. Algengi hitakófa og hjartsláttar var ekki tengt vinnu utan heimilis eða hversu oft áfengis var neytt. Af þeim 666 konum sem svöruðu spurningum um reykingar, reyktu 200 (30,0%), en 12,5% þeirra voru með hitakóf og hjartslátt samanborið við 9,7% þeirra sem ekki reyktu, p=0,6. Konur með tíðahvörf (n=180) höfðu oftar hitakóf og hjartslátt (15%), en þær (n=366) sem höfðu reglulegar blæðingar (7%) Læknablaðið 2000/86 503

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.