Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 30
r
FRÆÐIGREINAR / KVENLÆKNINGAR
Tafla II. Tengsl einkenna breytingaskeiðs við blæðingaástand og hormónameðferð.
Konur með Einkenni Einkenni
reglulegar breytinga- Konur með breytinga-
blæóingar skeiðs tíóahvörf skeiðs
n <%) n (%>
Ostrógen 15 (0) 30 (10,0)
Östrógen og prógesterón Tegund hormóna- 102 (9,8) 25 (20,0)
meðferðar ekki tilgreind 70 (2,9) 32 (3,2)
Engin meðferð 179 (7,8) 93 (19,3)
Alls 366 (7,1) 180 (15,0)
(kí-kvaðrat=8,56; p=0,003). Þær vöknuðu líka oftar
upp að nóttu, þrisvar til fimm sinnum í viku eða oftar
(38,4%), en þær sem enn höfðu reglulegar blæðingar
(24,1%) (kí-kvaðrat=15,6; p=0,004). Hormónagjöf
eftir tíðahvörf tengdist síður fækkun einkenna (tafla
II).
Af þeim 80 konum þar sem annar eða báðir eggja-
stokkar höfðu verið fjarlægðir voru 14 (17,5%) með
hitakóf og hjartslátt, samanborið við 8,9% hinna sem
ekki höfðu gengist undir sams konar aðgerð (kí-
kvaðrat=5,69; p=0,01; OR=2,2; 95% CI=1,2-5,6).
Þessi einkenni voru ekki algengari ef einungis leg
hafði verið fjarlægt.
Konur með sögu um háþrýsting (n=149) höfðu
oftar (17,5%) sögu um hitakóf og hjartslátt en hinar
(8,4%) sem ekki höfðu sögu um háþrýsting (kí-
kvaðrat=10,2; p=0,0014; OR=2,3; 95% CI=l,4-3,8).
Konur með hitakóf og hjartslátt voru einnig þyngri
en hinar sem ekki höfðu slík einkenni, þyngdarstuð-
ull 26,4 (SD=4,8) kg/m; á móti 25,2 (SD=3,6) kg/m2,
p=0,013. Konur með háþrýsting voru einnig þyngri
26,7 (SD=3,9) kg/m: á móti 24,9 (SD=3,6) kg/m:
(p<0,001). Samkvæmt línulegri aðhvarfsgreiningu eru
bæði háþrýstingur (stuðull=0,08; staðalvilla=0,029)
og þyngdarstuðull (stuðull=0,008; staðalvilla=0,003)
sjálfstæðir spáþættir fyrir hitakófum og hjartslætti.
Af 690 konum sögðust átta taka bætiefni eða nátt-
úrulyf við einkennum breytingaskeiðs, en 371 horm-
ónalyf (54%) og var algengast að nota blöndur östró-
gens og prógesteróns (Estracomb, Kliogest, Cyclo-
Progynon, Trisequens, Climen), en þessi lyf notuðu
150 (41%) konur. Östradíólsambönd (Estraderm,
Estrafem, Progynon, Evorel, Ovestin) notuðu alls 64
(17%), en í 157 (42%) tilfellum sögðust konurnar
nota hormónalyf, en tilgreindu ekki nánar tegund
lyfs.
Alls höfðu 19,7% verið eitt ár eða skemur á með-
ferð, 31 % í þrjú ár eða lengur og þar af 17,5% lengur
en í fimm ár, en meðallengd meðferðartíma var 41
(SD=31) mánuður. Af konum með reglulegar blæð-
ingar síðastliðna þrjá mánuði voru 53% á hormóna-
meðferð, 55% þeirra sem skráðu blæðingar síðustu
þrjá til sex mánuði og 48% þeirra sem höfðu haft
síðustu blæðingar fyrir hálfu ári eða meira. Horm-
ónameðferð var tvöfalt algengari (OR=2,0; 95%
CI=1,4-3,1) hjá konum, sem farið höfðu í legnám
(68%), einnig ef annar eggjastokkur eða báðir
(67,5%) höfðu verið fjarlægðir (OR=l,9; 95%
CI=l,2-3,2). Aðeins í sex tilfellum (5%) voru konur
með blönduð lyfjaform (östrógen og prógesterón)
þar sem leg hafði verið fjarlægt. Blönduðu lyfjaform-
in voru einnig mjög fátíð ef eggjastokkar höfðu verið
fjarlægðir, enda hafði leg oftast verið farlægt samtím-
is.
Af konum sem tóku hormónalyf höfðu 14,6% far-
ið oftar en sjö sinnum til læknis síðastliðið ár, saman-
borið við 9,4% hinna sem ekki voru á hormónameð-
ferð (kí-kvaðrat=40,19; p=0,0001). Konur á horm-
ónameðferð mátu heilsu sína álíka oft sæmilega eða
slæma (26,9%) og hinar sem ekki voru á hormóna-
meðferð (20,8%) (kí-kvaðrat=3,69; p=0,05). Af þeim
50 konum sem sögðust vera undir læknishendi vegna
vefjagigtar voru 35 (70%) á hormónameðferð (kí-
kvaðrat=4,82; p>0,005). Af þeim 45 konum sem voru
undir læknishendi vegna síþreytu voru 35 (78%) á
hormónameðferð (kí-kvaðrat =9,87; p=0,002). Konur
með langvinna berkjubólgu (85%) og þær sem verið
höfðu undir læknishendi vegna verkja (67%) voru
oftar á hormónalyfjum (p<0,05) en ekki var munur á
þeim sem höfðu sögu um blóðtappa, kransæðasjúk-
dóm eða hjartsláttartruflanir. Af þeim konum sem
voru á hormónameðferð reyktu 32,4% sígarettur
daglega, samanborið við 25,4% hinna sem ekki voru
á hormónameðferð. Mun algengara var að stórreyk-
ingakonur væru á hormónameðferð. Af 79 konum
sem reyktu 16 sígarettur eða meira á dag voru 59 á
hormónameðferð (kí-kvaðrat =17,43; p=0,008). Ekki
var munur á þyngdarstuðli, tíðni háþrýstings, áfengis-
notkun eða líkamsrækt eftir því hvort konur voru á
hormónameðferð eða ekki.
Meðal kvenna á hormónameðferð voru 8% með
hitakóf og hjartslátt samanborið við 13% hinna sem
ekki voru á hormónameðferð (kí-kvaðrat =5,65;
p<0,05). Fimm prósent kvenna sem notuðu östrógen
voru með hitakóf og hjartslátt, 11% af þeim sem
notuðu blöndur östrógens og prógesteróns og 6% af
þeim sem tilgreindu ekki tegund hormóna sem þær
notuðu.
Af 359 konum sögðust 72 (20%) hafa átt auðveld-
ara með að sofna eftir að hormónameðferð hófst, 118
(34%) af 348 konum sögðust vakna sjaldnar upp að
nóttu og 59 (17%) af 345 konum voru betur vakandi
að deginum (tafla III).
Alls kváðust 97 (22%) konur hafa verið undir
læknishendi vegna kvíða og spennu, en 73 (17%)
vegna þunglyndis. Konur á hormónameðferð voru
marktækt kvíðnari (4,7 (SD=3,5) stig) en þær sem
ekki voru á slíkri meðferð ( 3,9 (SD=3,3) stig (t=2,8;
df=616; p=0,005)). Hins vegar var ekki marktækur
munur á þunglyndiseinkennum. Kvíði var meiri með-
al kvenna (5,1 (SD=3,6) stig) ef kvensjúkdóma- og
fæðingalæknar sáu um að viðhalda hormónameð-
504 Læknablaðið 2000/86