Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 32

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 32
FRÆÐIGREINAR / KVENLÆKNINGAR T í þessari rannsókn voru svefntruflanir í einhverri mynd það einkenni breytingaskeiðs sem oftast kom fyrir daglega, einkum það að vakna oft upp að nóttu og tengdist að hluta öðrum einkennum breytinga- skeiðs. Athyglisvert var að þriðjungur kvenna taldi að hormónagjöf hefði leitt til þess að þær vöknuðu sjaldnar upp á nóttunni og tæplega fimmtungur varð betur vakandi að deginum. Eftirtektarvert var hversu kvartanir um syfju og þreytu voru algengar meðal fimmtugra kvenna. Um fjórðungur kvennanna vöknuðu ekki úthvíldar og voru syfjaðar og þreyttar að degi til og þriðjungi fannst þær sofa of lítið. Tæplega fimmtungur sagði þessi einkenni hafa batnað við hormónatöku. Margar ástæður geta legið hér að baki svo sem breytinga- skeið, svefntruflanir, félagslegar aðstæður svo eitt- hvað sé nefnt, en höfundar vinna að úrvinnslu mikil- vægi hvers þáttar fyrir sig. Hormónameðferð á breytingaskeiði hefur aukist til muna. Rannsókn á íslenskum konum á aldrinum 40-59 ára fyrir 10 árum sýndi að um 13% þeirra voru þá á hormónalyfjum (5) en rúmlega helmingur 50 ára kvenna í þessari rannsókn reyndist vera á hormóna- meðferð. Þessi aukning er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna (19,25). Algengt var að konur byrjuðu snemma að taka hormón og hafði tæpur helmingur kvennanna verið á meðferðinni lengur en þrjú ár. Langalgengast var að konur notuðu blöndur östrógens og prógesteróns, en einungis östrógen ef leg hafði verið fjarlægt, sem er í samræmi við við þá meðferð sem almennt er mælt með. Fyrri rannsóknir (25) hafa sýnt að algengt var að konur með leg hefðu verið á östrógeni einu saman og konur eftir legnám á blönduðum lyfjaformum. Athyglisvert var að tals- verður hluti kvenna sem var á hormónameðferð hafði einkenni breytingaskeiðs og að konur sem ein- ungis voru á östrógenmeðferð höfðu sjaldnar hitakóf og hjartslátt en þær sem tóku blöndu östrógena og prógesteróns. Hormónalyfjameðferð hjá konum eflir tíðahvörf tengdist ekki sömu fækkun einkenna og sást hjá konum sem enn höfðu tíðablæðingar og eru niðurstöður þessarar rannsóknar að því leyti sam- hljóða fyrri rannsóknum (5,25). Ef litið er nánar á þann hóp kvenna sem er á hormónameðferð, kemur í ljós að þær voru oftar stórreykingakonur, með langvinna berkjubólgu, kvíðnar, haldnar síþreytu, vefjagigt, verkjum og höfðu mun oftar leitað sér læknis undanfarið ár en þær sem ekki voru á hormónameðferð. Ekki var munur á þyngdarstuðli, tíðni háþrýstings, kransæða- sjúkdóma og hjartsláttartruflana eftir því hvort kon- ur voru á hormónameðferð eða ekki og er þetta í samræmi við aðrar rannsóknir (19,25). Kvíðaeinkenni samkvæmt HAD-kvarðanum voru marktækt meiri meðal kvenna á hormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að kvíðnar og þunglyndar kon- ur leiti frekar eftir hormónameðferð (2,12,13). Sú staðreynd að kvíða- og þunglyndiseinkenni voru al- gengari hjá þeim konum þar sem kvensjúkdómalækn- ir fylgdi eftir meðferð, vekur þá spumingu hvort kvíðnar og þunglyndar konur leiti frekar sérfræðings í fæðinga- og kvensjúkdómafræði eða hvort þessi stétt lækna túlki kvíða- og þunglyndiseinkenni fremur sem einkenni breytingaskeiðs en heimilislæknar, sem ætla mætti að sé betur kunnugt um fyrra heilsufar og aðstæður sjúklings og hafi meiri reynslu af greiningu og meðferð geðrænna einkenna. A sama hátt er athyglivert að konur sem höfðu farið í legnám og/eða brottnám eggjastokka voru marktækt oftar kvíðnar og þunglyndar. Konur sem gengist höfðu undir brottnám annars eða beggja eggjastokka höfðu mun oftar hitakóf og hjartslátt, en tæpur þriðjungur þeirra reyndist ekki vera á hormónalyfjameðferð. Ekki var með öryggi hægt að fá fram í þessari rannsókn hvort frábending hormónameðferðar væri fyrir hendi hjá þessum konum. Önnur og líklegri ástæða gæti verið að láðst hefði að ráðleggja þeim að taka hormón, en rannsóknir hafa sýnt að ekki svo ósjaldan ferst fyrir að beita forvörnum sem sannað hafa gildi sitt (28). Sérfræðingar í kvensjúkdómum hefja oftast horm- ónameðferð, en heimilislæknar endurnýja lyfin og halda áfram meðferðinni. Svipaðar niðurstöður hafa komið í ljós varðandi lyfjagjöf við öðrum sjúkdóm- um, til dæmis astma, þar sem sérfræðingar hefja oft- ast meðferð en heimilislæknar viðhalda meðferð (29). Fræðsla um tiigang meðferðar virðist ófullnægj- andi og skiptir þar ekki máli hvort heimilislæknir eða sérfræðingur hefur meðferðina. Þannig hafði hátt í helmingur kvennanna ekki fengið fræðslu um áhrif hormónagjafar á hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Verður að telja það miður þar sem mikilvægt er að sjúklingar þekki tilgang og aukaverk- anir lyfjagjafar svo að meðferðarheldni og eftirlit verði sem best. Styrkleiki þessarar þverskurðarrannsóknar er að hún tekur til vel skilgreinds hóps sem allur er fæddur sama árið. Þessi aðferð hefur gert okkur kleift að skoða samspil einkenna breytingaskeiðs og meðferð- ar innan sama aldurshóps. Hún sýnir að hormóna- meðferð á breytingaskeiði hefur aukist mjög mikið undanfarin 10 ár. Ljóst er að sá hópur kvenna sem er á hormónameðferð er frábrugðinn þeim sem ekki er á hormónameðferð. Með markvissari greiningu og meðferð mætti hugsanlega bæta heilsu og líðan mið- aldra kvenna. í Ijósi þess hve fræðslu um áhrif horm- ónagjafar á heilsufar kvenna er ábótavant og meir en önnur hver fimmtug kona er á þessari meðferð er þörf á að auka upplýsingar til kvennanna og auka þekkingu lækna á einkennum breytingaskeiðs, mis- munagreiningu og meðferð. Þakkir Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna og Rannís styrktu þessa rannsókn. 506 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.