Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 35

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 35
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNISFRÆÐI Hæð og þyngd íslenskra barna og unglinga 6-20 ára Atli Dagbjartsson13 Árni V. Þórsson2 3 Gestur I. Pálsson1 Víkingur H. Arnórsson1'3 Frá 'Barnaspítala Hringsins, 2barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 3læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Atli Dagbjartsson, Barnaspítala Hringsins Landspítala Hringbraut. Sími: 560 1000. Netfang: atlid@rsp.is Árni V. Þórsson, barnadeild Landspítala Fossvogi. Sími: 525 1000. Netfang: arniv@shr.is Lykilorð: íslensk börn, vöxtur, hœöarmœlingar, þyngdar- mœlingar Ágrip Inngangur: Rannsóknir á vexti barna og unglinga gefa verðmætar upplýsingar um heilsufar, næringar- ástand og almenna velmegun, bæði einstaklinga og heilla þjóða. Óhætt er að fullyrða að vaxtarferill er einn besti mælikvarði sem völ er á til að fylgjast með almennu heilsufari og heilbrigði bama. Til þessa hafa ekki verið gerðar staðlaðar rannsóknir á vexti og þroska íslenskra barna. Hér eru birtar niðurstöður rannsóknar á hæð og þyngd íslenskra barna og unglinga á aldrinum 6-20 ára, en rannsóknin er hluti af stórri þverskurðarrann- sókn á vexti, þroska og næringarástandi íslenskra ungmenna. Efniviður og aðferðir: Hæð, sethæð og þyngd var mæld hjá alls 6500 skólabörnum, 3173 stúlkum og 3327 piltum á árabilinu 1983-1987. Börnin voru valin samkvæmt fæðingardegi úr þjóðskrá, bæði af höfuð- borgarsvæðinu og úr ýmsum grunn- og framhálds- skólum í öllum landsfjórðungum. Hæð barnanna var mæld sitjandi og standandi með Harpenden stadio- meter og þau vegin léttklædd með löggiltri reisluvog. Niðurstöður: Meðalgildi og staðalfrávik fyrir hæð, sethæð og þyngd eru gefin upp í töflum. Birt eru vaxtarlínurit fyrir hæð, þyngd og sethæð. Ekki fannst marktækur munur á hæð eða þyngd barna í þéttbýli og dreifbýli. Rannsóknin leiddi í ljós að vöxtur íslenskra barna er á öllum aldursskeiðum nánast eins og vöxtur norskra barna. Samanborið við aðra nor- ræna vaxtarstaðla, og staðla Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, eru íslensk börn hávaxin, einkum í byrjun kynþroskaskeiðs. Alyktanir: Islensk börn eru hávaxin og vöxtur ís- lenskra barna fylgir nánast sama ferli og vöxtur norskra bama og samræmist það nánum skyldleika þjóðanna. Inngangur Rannsóknir á vexti barna og unglinga gefa verðmæt- ar upplýsingar um heilsufar, næringarástand og al- menna velmegun bæði einstaklinga og heilla þjóða (1). Línurit yfir hæð og þyngd eru notuð til að meta þroska, líkamsvöxt og framfarir barna frá fæðingu og þar til vexti líkur að loknum kynþroska. Notkun vaxtarlínurita hefur aukist mjög á undan- förnum áratugum og er óhætt að fullyrða að vaxtar- ferill er einn besti mælikvarði sem völ er á til að fylgj- ast með almennu heilsufari og heilbrigði barna. EIIIGLISH SUMMARY Dagbjartsson A, Þórsson AV, Pálsson Gl, Arnórsson VH Height and weight of lcelandic children 6-20 years of age Læknablaðið 2000; 86: 509-14 Introduction: Monitoring growth rate in children reflects the state of health and nutrition of the individual as well as the state of health of a nation. Until now little information has been available about the growth pattern of lcelandic children. We report here the results of a nationwide cross-sectional study of growth in lcelandic children aged 6-20 years. Material and methods: Height, standing and sitting and weight were measured in a total of 6500 schoolchildren, 3173 girls and 3327 boys. The measurements were performed 1983-1987. Children were randomly selected from The National Registry according to date of birth from both urban and rural areas of the whole country of lceland. Stature was measured by a Harpenden stadiometer and the children were weighed in underwear only using a standardized scale. Results: The mean values and standard deviations for height, standing and sitting and weight are presented in tables. Growth charts for height weigt and sitting height are presented. No difference in height and weight was found between children from rural and urban areas. The results show that the growth of lcelandic children is in all age groups almost identical to the growth of Norwegian children. Compaired to other Nordic and WHO growth 'standards, lcelandic children aretall, especially during early pubertal development. Conclusions: lcelandic children are tall and the growth of lcelandic and Norwegian children follows the same pattern wich supports the theory that the two nations are closely related. Keywords: lcelandic children, growth, height, weight. Correspondance: Atli Dagbjartsson. E-mail: atlid@rsp.is Árni V. Þórsson. E-mail: arniv@shr.is Upplýsingar um vöxt íslendinga og stærð þeirra fyrir síðustu aldamót eru fremur takmarkaðar. Helst ber að nefna ýmsar sögulegar heimildir, sem ekki geta talist áreiðanlegar, og rannsóknir prófessors Jóns Steffensens á beinum fornmanna (2). Árið 1925 birti prófessor Guðmundur Hannesson niðurstöður á hæðarmælingum íslenskra karlmanna (3). í heil- brigðisskýrslum 1963 birti Benedikt Tómasson þá- verandi skólayfirlæknir töflur um hæð og þyngd Læknablaðið 2000/86 509

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.