Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2000, Page 40

Læknablaðið - 15.07.2000, Page 40
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNISFRÆÐI ±/ and 2 siandard devialion. Kg Figure 4. Icelandic girls 6-18 years of age. Weightfor age. Mean values ±1 and 2 slandard devialion. ruglað niðuxstöður í rannsóknum, sem standa yfir í svo langan tíma. Til þess að ná marktækum niðurstöðum úr þver- skurðarrannsókn þarf að mæla mikinn íjölda einstak- linga. í þverskurðarrannsóknum er vaxtarhraði ekki skráður heldur stærð bama á ákveðnum tíma. Línurit gerð eftir þverskurðarrannsókn sýna ekki eins vel vaxtarhraða á fyrstu tveimur árum ævinnar og á kynþroskaskeiði. þegar bamið vex hraðast (19). Hér á landi þótti heppilegast að gera þverskurðarrann- sókn á aldrinum sex ára til tvítugs, eða þar til vexti lýkur, þar sem tiltölulega auðvelt var að nálgast úr- takshópinn í skólum landsins. Línurit þau sem hér birtast em unnin beint úr nið- urstöðum mælinganna, en hafa verið jöfnuð. Nú stendur yfir langtímarannsókn á íslenskum bömum ffá fæðingu til fimm ára aldurs, sem framkvæmd er af höfundum þessarar greinar. Fyrirhugað er að nota niðurstöður rannsóknanna tveggja til að útbúa vaxt- arlínurit til notkunar hér á landi. Þegar línuritin verða gefin út í endanlegu formi til notkunar við klín- íska vinnu verða þau væntanlega gerð með aðstoð tölfræðilegra líkana sem hafa verið hönnuð sérstak- lega fyrir þverskurðarrannsóknir (20). Þegar vaxtarlínurit þessarar rannsóknar em bomar saman við sænsku staðlana frá Engström og félögum frá árinu 1973 (14), kemur í ljós að íslensk böm á öllum aldri em marktækt hærri en sænskir jafnaldrar þeirra. Sama kemur í ljós ef íslensku niðurstöðumar em bomar saman við vaxtarlínurit Tanners ffá árinu 1976 (9) og línurit gefin út af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (15,16). Samanburður á íslensku vaxtarlínuritunum sem hér em kynnt og nýjustu vaxtarlínuritum frá Noregi sýnir hins vegar að vöxtur og stærð norskra og íslenskra bama og unglinga er nánast eins á öllum aldursskeiðum (12,17). Rétt er þó að geta þess að 15 til 20 ára munur er á tímasetningu sumra áðumefndra rannsókna og gæti það haft áhrif á samanburð. Þverskurðarrannsókn á vexti hollenskra bama frá 1980 leiðir í Ijós að Hollendingar virðast vera hávaxn- asta þjóð heims, en þar á eftir fylgja íslendingar og Norðmenn (12,13,18). Þar sem samanburður á niður- stöðum mælinga bama á Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggðinni sýndi ekki marktækan mun, er ljóst að niðurstöður rannsóknarinnar em viðmiðunarhæfar fyrir öll íslensk böm. A síðustu öld hefur komið í ljós, einkum í iðnvædd- um löndum, að böm verða hávaxnari og fyrr kyn- 512 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.