Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 44
T
FRÆÐIGREINAR
/ BARNALÆKNINGAR
Kingella kingae beina- og
liðasýkingar í börnum
Sex sjúkratilfelli af Barnaspítala Hringsins
Helgi Birgisson'
Ólafur
Steingrímsson2
Þórólfur
Guðnason'
Ágrip
Bakterían Kingella kingae (K. kingae) er gram nei-
kvæður stafur sem getur valdið liða- og beinasýk-
ingum í börnum. Árið 1995 greindist fyrsta sýkingin
af völdum K. kingae hér á landi og í kjölfarið greind-
ust fimm tilfelli á rúmu einu ári og eitt tilfelli fjórum
árum síðar. Öll tilfellin greindust á Barnaspítala
Hringsins. í þessari grein munum við lýsa tilfellunum
og gera grein fyrir sýkingavaldinum.
ENGLISH SIIMMARY
Kingella kingae ostemyelitis and septic arthritis in
paediatric patients. Six cases from the
Department of Pediatrics, National University
Hospital of lceland
Birgisson H, Steingrímsson Ó, Guðnason Þ
Læknablaðið 2000; 86: 516-9
Inngangur
Kingella kingae (K. kingae) er sjaldgæf orsök sýking-
ar í mönnum en hún veldur einkum liða- og beina-
sýkingum í börnum og hjartaþelsbólgu í fullorðnum.
Þar til í júlí 1995 hafði K. kingae ekki ræktast hér á
landi en á 17 mánaða tímabili greindust fimm tilfelli
K. kingae sýkinga hjá bömum á Bamaspítala Hrings-
ins. Eitt tilfelli greindist fjórum árum síðar.
Pegar heimildir eru skoðaðar má sjá vaxandi
fjölda tilfella af K. kingae sýkingum í heiminum en
aðeins 15 tilfellanna komu frá Norðurlöndunum
(2,3). Fimm fyrstu tilfellunum var lýst í norræna smit-
sjúkdómatímaritinu 1997 (1).
Grein um sama efni hcfur
verið birt í Scandinavian
Journal of Infectious Discases
1997 (1). Birting í Lækna-
blaðinu mcð leyfi ritstjórnar
áðurnefnds blaðs.
Frá Barnaspítala Hringsins,
sýklafræðideild Landspítal-
ans. Fyrirspurair, bréfaskipti:
Þórólfur (iuðnason, Barna-
spítala Hringsins, Landspítala
Hringbraut. Netfang:
thorgud@rsp.is
Lykilorð: Kingella kingae,
bcinasýking, liðasýking.
Efniviður og aðferðir
Öll liða- og beinasýni vom ræktuð á hefðbundnum
ætum (4). Sýni frá fimm fyrstu tilfellunum voru auk
þess ræktuð með Bactec® blóðræktunaraðferðinni
(Becton Dickinson Microbiology Systems, Cockeys-
ville, MD, USA) og prófuð á Bactec® 460 en frá
síðasta tilfellinu með ESB® blóðræktunaraðferðinni
frá DIFCO. Sýkingarvaldurinn var greindur með
staðlaðri aðferð (4) API 20E og NHI korti frá
Vitek® (bioMérieux, Marcy-l’Étoile/France). Næm-
ispróf voru gerð eftir NCCLS staðli og 6-laktamasa
virkni var greind með nitrocefin pappírspunkta prófi
(Oxoid, Basingstoke, Hampshire, UK).
Tilfelli
Börnin vom öll 17-24 mánaða gömul, fjórar stúlkur
og tveir drengir. Tvö börn voru með liðasýkingu, tvö
með beinasýkingu, eitt með liða- og beinasýkingu og
eitt með blóðsýkingu. í einu tilfellanna (tilfelli nr. 5)
virtist sýkingin læknast án sýklalyfja og var um blóð-
sýkingu að ræða.
Öll greindust tilfellin með hjálp blóðræktunar-
kerfa en frá einungis einu barni (tilfelli nr. 4) ræktað-
ist bakterían á venjulegu æti. Bakterían óx einungis í
Kingella kingae (K. kingae) is a gram negative rod most
often associated with septic arthritis and osteomyelitis in
children. Infections caused by K. kingae had not been
reported in lceland when six cases were diagnosed at the
Pediatric Department at the National University Hospital of
lceland. In this report we describe those cases and review
the literature.
Keywords: Kingella kingae. osteomyelitis, septic arthritis.
loftháðu blóðræktunarglösunum. í eitt skipti voru
blóðræktanir jákvæðar en bakterían sást aldrei við
Gramslitun á sýnum. Nánari lýsingu á tilfellunum er
að finna í töflu I og næmispróf eru birt í töflu II.
Það var að frumkvæði viðkomandi bæklunar-
lækna að sýnin sem tekin voru frá beinum og liðum
voru látin í blóðræktunarglös.
Meðhöndlun gekk í öllum tilfellum vel og hlaut
ekkert bamanna varanlega skerðingu á líkamlegri
getu. Hér á eftir kemur nánari lýsing á hverju tilfelli
fyrir sig.
Sjúkratilfelli 1. Tveggja ára stúlka var lögð inn vegna
hita og verks í vinstra hné. Við skoðun reyndist hún
hafa 38,6°C hita. Hún var heit og rjóð yfir hnénu og
hreyfingar mjög sársaukafullar. Röntgenmynd af
hnénu var eðlileg en ísótópaskann sýndi aukna upp-
töku í mjúkvefjum hnésins. Graftrarkenndur vökvi
náðist við liðástungu. Gramslitun var neikvæð en á
þriðja degi óx K. kingae í loftháðu blóðræktunarglös-
unum (tafla I). Niðurstöður næmisprófa eru sýnd í
töflu II.
Stúlkan var meðhöndluð með cefúroxími í æð í
tvær vikur og síðan amoxicillíni og klavúlansýra í
þrjár vikur. Við eftirlit tveimur mánuðum seinna
hafði stúlkan náð sér að fullu.
Sjúkratilfelli 2. Tveggja ára drengur var lagður inn
516 Læknabi.adid 2000/86