Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 46
r
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR
án eymsla. Niðurstöður blóðrannsókna má sjá í töflu
I. ísótópaskann sýndi upptöku á mótum völubeins og
bátbeins og röntgenmynd sýndi beineyðingu í vinstra
völubeini. Segulómrannsókn sýndi mikla beineyð-
ingu í talarbeini og vökva í ökklalið. Ur sýni frá bein-
eyðingu talarbeins óx K. kingae en ræktun var nei-
kvæð frá vinstri ökklalið (tafla I). Niðurstöður næmis-
prófa eru sýndar í töflu II.
Stúlkan var meðhöndluð með ampicillíni í æð í
eina viku og síðan cefúroxími í æð í tvær vikur (tafla
I). Engin meðferð var gefin um munn. Hún náði sér
fullkomlega.
Umræða
K. kingae var fyrst lýst af Elizabeth O. King árið 1960.
Árið 1968 var bakterían flokkuð sem Moraxella
kingii (5) og endanlega 1976 nefnd Kingella kingae af
ættkvísl Kingella og fjölskyldunni Neisseriaceae (6,7).
K. kingae er smár til miðlungsstór stafur með
köntuðum endum og finnst oft í pörum eða keðjum.
Hún er loftháð, Gram-neikvæð, án hjúps, óhreyfan-
leg, hemólítísk og sakkarólítísk (5). K. kingae er eini
katalasa neikvæði meðlimur þessarar ættkvíslar en
hinar tvær bakteríurnar eru K. denitrificans og K.
indologenes (6).
Bakterían K. kingae er líklegast best þekkt sem
meðlimur HACEK hópsins sem getur orsakað
hjartaþelsbólgu (9). HACEK hópurinn samanstend-
ur af Heamophilus tegundinni (H. aphrophilus og H.
parainfluenzae), Actinobacillus actinomycetemcomi-
tans, Cardiobacteríum hominis, Eikenella corrodens
og að iokum Kingella kingae.
Allt eru þetta hægvaxandi vandfýsnir Gram-nei-
kvæðir stafir sem lifa gistilífi í munni og koki en þar
hefur K. kingae fundist í um 1% ræktana frá börnum
(10,11). Undanfarandi slímhimnusár í efri öndunar-
vegi finnast í 40-50% tilfella þar sem K. kingae veldur
sýkingum í börnum (2). Þrjú tilfella okkar höfðu efri
öndunarvegasýkingu skömmu fyrir greiningu og
hugsanlega dreifði bakterían sér þaðan um líkamann.
Sýkingar af völdum K. kingae eru mun algengari í
börnum en fullorðnum og eru 75% allra tilfella börn
undir sex ára aldri og er kynhlutfall 0,9:1,0 stúlkum í
vil (12).
Algengustu sýkingamar af völdum K. kingae eru
lið- og beinsýkingar (13) og eru þær um 77% allra K.
kingae sýkinga í börnum (14). Hjartaþelsbólga (15)
er algengasta sýkingin í fullorðnum. Einnig hefur K.
kingae greinst sem orsök hryggliðþófasýkinga (2,16),
blóðsýkinga (2), augnsýkinga (17), heilahimnubólgu
(18,19), lungnabólgu (20), húðsýkinga (2,21), speldis-
bólgu (22), ígerðar í höfði og hálsi (23) og ígerðar
framan brjóstbeins (24).
Hingað til hefur bakterían verið talin næm fyrir
penicillínsamböndum. En ónæmi gegn vankómýcíni,
klindamýcíni, erýtrómýcíni, oxacillíni, linkómýcíni,
trímetóprími og cíprófloxacíni hefur verið lýst (2,17).
Vegna þess hve bakterían er vandfýsin og hægvax-
andi er ekki unnt að gera sermisþynningarpróf.
Þessum tilfellum svipar til áður lýstra tilfella (14)
með tillilti til aldurs, staðsetningar sýkingar og góðs
bata. Hins vegar er næmismynstur bakteríunnar í
þessari rannsókn frábrugðið því sem lýst er í öðrum
rannsóknum (2,14,17,21,24,25). í þessari rannsókn
framleiddu þrír af sex stofnum 6-laktamasa og voru
ónæmir fyrir penicillíni og ampicillíni en fjórir af sex
voru ónæmir fyrir trímetóprími-súlfametoxazóli.
Fjórir af sex stofnum voru ónæmir fyrir oxacillíni en
hjá tveimur stofnum lá niðurstaða næmisprófs fyrir
oxacillín ekki fyrir (tafla II). Slíku ónæmi hefur ekki
áður verið lýst og endurspeglar hugsanlega mikla
sýklalyfjanotkun hér á landi.
Ónæmi bakteríunnar er mjög mikilvægt þar sem
oxacillín hefur verið fyrsta lyf við meðhöndlun liða-
og beinasýkinga. Þar sem K. kingae í okkar tilfellum
var alltaf næm fyrir cefúroxími og amoxicillíni og
klavúlansýru en aldrei fyrir oxacillíni má færa rök
fyrir því að hefja meðferð í upphafi með þeim lyfjum
í stað oxacillíns þar til niðurstaða ræktunar og næmis-
prófs liggur fyrir.
Til að velja rétta sýklalyfjameðferð og tryggja ör-
uggan bata liða- og beinasýkinga er greining sýking-
arvalds mikilvæg. Fram til þessa hefur verið álitið að
sýkingarvaldurinn greinist einungis hjá 55-70% til-
fella (25,26). Þar sem K. kingae vex illa á venjulegu
æti er möguleiki að bakterían sé vangreind sem orsök
slíkra sýkinga ef sýnin eru ekki sett á blóðræktunar-
flöskur (27). Þegar grunur leikur á að sjúklingur sé
með sýkingu í beini eða lið er því ráðlagt að senda
sýni til ræktunar á fljótandi auk hefðbundins ætis
Eins og fram kom hjá tilfelli 6 þá ræktaðist bakter-
ían eftir að ástunga hafði verið gerð á sýkingarstað í
beininu sem fundist hafði með segulómun. Þegar sýni
eru tekin frá beini til ræktunar liggur sjaldnast fyrir
hvar sýkingarstaðinn er nákvæmlega að finna. Hugs-
anlega má auka líkur á jákvæðum ræktunum með því
að staðsetja sýkingarstaðinn betur með segulómun
áður en beinaástungan er framkvæmd.
Að lokum getum við dregið þær ályktanir að horf-
ur barna sem greinast með liða- og/eða beinasýkingu
af völdum K. kingae eru mjög góðar og geta sýking-
arnar jafnvel verið sjálflæknandi eins og fram kom
hjá einu tilfellanna.
Heimildir
1. Birgisson H, Steingrimsson, Gudnason Th. Kingella kingae in-
fections in paediatric patients: 5 cases of septic arthritis, osteo-
myelitis and bacteraemia. Scand J Infect Dis 1997; 29: 495-8.
2. Claesson B, Falsen E, Kjellman B. Kingella kingae infections: a
review and a presentation of data from 10 Swedish cases.
Scand J Infect Dis 1985; 17:233-243.
3. Sjöberg L, Törnqvist E, Áhman L. Kingella kingae ett „nytt“
infektionsagens. Lákartidningen 1985; 82: 858.
4. Murray PA, Baron EJ, Pfaller MA, Tenover FC, Yolken RH.
Unusual gram-negative bacteria, including Capnocytophaga,
Eikenella, Pasteurella and Streptobacillus. In: Holmes B,
Pickett MJ, Hollis DG, eds. Manual of Clinical Microbiology.
518 Læknablaðið 2000/86