Læknablaðið - 15.07.2000, Page 48
VEL
zópíklón
Pakkningar og verö:
Töflur 7,5 mg: 10 stk.kr. 255.-
Töflur 7,5 mg: 30 stk.kr. 642.-
Töflur 7,5 mg: 100 stk.kr. 2.351.-
Hámarksmagn sem ávísa má meö lyfseöli er 30 töflur.
Omega Farma
EBBPBflg
Sovel (Omega Farma, 980361)
Töflur; N 05 C F 01 R 0
Hver tafla inniheldur: Zopiclonum INN 7,5 mg.
Ábendingar: Tímabundiö eöa tilfallandi svefnleysi. Svefnleysi, sem er afleiöing
geörænna truflana, enda séu þær líka meöhöndlaöar og meö fullnægjandi hætti.
Skammtar og lyfjagjöf: Venjulegur skammtur fyrir fulloröna er ein tafla fyrir svefn.
Ekki ætti aö gefa stærri skammta en tvær töflur (15 mg zópíklón). Gefa á öldruöum
og þróttlitlum sjúklingum minni upphafsskammta (3,75 mg zópíklón), sem og
sjúklingum meö alvarlega skerta lifrar- eöa nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, sem
eru fyrir á langtíma meöferö meö bensódíasepínum, er ráölagt aö minnka skammta
bensódíasepína smám saman á 1-2 vikum, á sama tíma og zópíklón er notaö í
ráölögöum skömmtum.
Frábendingar: Alvarleg lifrarbilun. Vöövaslensfár (Myasthenina gravis). Alvarlegur
kæfisvefn (apnoea). Þekkt ofnæmi fyrir zópíklóni.
Varnaöarorö og varúöarreglur: Viöhafa ber sérstaka varúö þegar zópíklón er gefiö
öldruöum sjúklingum og sjúklingum meö alvarlega skerta lifrar- eöa nýrnastarfsemi
(sjá kafla um skammta). Eins og gildir um öll önnur svefnlyf ber aö viöhafa sérstaka
aögát þegar meöhöndlaöir eru sjúklingar meö sögu um geörænar truflanir, sem
og sjúklingar meö tilhneigingu til lyfjamisnotkunar. Viöhafa ber sérstaka varkárni
ef zópíklón er gefiö sjúklingum meö bráöa öndunarbilun (acute respiratory
insufficiency). Vegna þess hve zópíklón er skjótvirkt ætti sjúklingurinn aö vera
tilbúinn aö ganga til náöa þegar lyfiö er tekiö inn. Ekki er mælt meö langtíma (lengri
en 4 vikur) samfelldri meöferö. Meöferö ætti aö miöa aö því aö nota minnstu virka
skammta. Ekki er mælt meö því aö zópíklón sé gefiö börnum.
Milliverkanlr viö lyf eöa annaö: Áfengi eykur slævandi áhrif og skeröingu á
skynhreyfivirkni (psychomotor) af völdum zópíklóns. Svo sem viö á um önnur
svefnlyf ætti aö foröast samtímis notkun zópíklóns og áfengis. Aukin bæling
miötaugakerfis getur komiö fram viö samtímis notkun annarra lyfja sem bæla
miötaugakerfiö, til dæmis geölyfja, svefnlyfja, kvíöastillandi lyfja, þunglyndislyfja,
svæfingalyfja, flogaveikilyfja og sterkra verkjalyfja. Lyf sem trufla magatæmingu
geta haft áhrif á svæfandi verkun zópíklóns. Erýtrómýsín hraöar frásogi zópíklóns,
sem getur leitt til þess aö svæfandi áhrif komi fyrr fram.
Meöganga og brjóstagjöf: Þrátt fyrir aö í dýratilraunum hafi ekki veriö sýnt fram
á aö zópíklón hafi fósturskemmandi áhrif, ætti aö foröast aö gefa zópíklón þunguöum
konum, þar sem reynsla af því er takmörkuö. Zópíklón skilst aö nokkru leyti út í
brjóstamjólk. Ekki er mælt meö notkun lyfsins handa konum meö barn á brjósti.
Akstur og stjórnun vinnuvéla: Zópíklón getur skert hæfni til starfa sem krefjast
andlegrar árvekni eöa líkamlegrar samhæfingar (til dæmis akstur bifreiöa eöa
stjórnun vinnuvéla). Sjúklingur ætti því aö foröast slík störf þar til Ijós eru áhrif
lyfsins á hann.
Aukaverkanir: U.þ.b. 10% sjúklinga fá einhverjar aukaverkanir. Algengast er biturt
bragö í munni (4%). Algengar (>1%): Almennar: Biturt bragö í munni. Munnþurrkur.
Miötaugakerfi: Sljóleiki. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennar: Höfuöverkur og svimi.
Miötaugakerfi: Órói. Breytt draumamynstur. Meltingarfæri: Ógleöi. Mjög sjaldgæfar
(<0,1%): Miötaugakerfi: Hræöslutilfinning. Ofskynjanir. Rugl. Einbeitingarskortur
og minnistruflanir. Húö: Útbrot.
Ofskömmtun: Ofskömmtun auökennist venjulega af mismunandi mikilli bælingu
á miötaugakerfi. Ofskömmtun ætti ekki aö vera lífshættuleg nema ef önnur efni
sem bæla miötaugakerfiö (þar á meöal áfengi) séu tekin samtímis. Veita skal
einkenna- og stuöningsmeöferö, auk eftirlits meö ástandi öndunar, hjartastarfsemi
og miötaugakerfis. Framköllun uppkasta, magaskolun og notkun lyfjakola getur
dregiö úr frásogi zópíklóns, sé gripiö til þessara ráöa skömmu eftir inntöku lyfsins.
Nota má flúmazeníl til aö snúa viö bælandi áhrifum zópíklóns á miötaugakerfi og
öndun. Himnuskilun er tilgangslaus. Lyfhrif: Zópíklón er svefnlyf sem er ekki af
flokki bensódíasepína en tilheyrir flokki sýklópýrrólóna, sem eru byggingarlega séö
frábrugönir öörum svefnlyfjum. Eins og bensódíasepín næst verkun þess fyrir
milligöngu aukinnar virkni amínósmjörsýru (GABA) í heilanum. Þaö binst á staö
sem er nálægt, en líklega óskyldur, bindistaö bensódíasepína á GABA viötaka
hópnum. Verkun zópíklóns kemur fram innan 30 mínútna. Zópíklón getur flýtt
verulega fyrir svefni, dregiö úr svefnrofi yfir nóttina og aukiö svefngæöi. Sumar
rannsóknir hafa leitt í Ijós aö zópíklón hefur lágmarks áhrif á lífeölisfræöilega
eiginleika svefns. Þaö lengir hægbylgju svefn (stig 3 og 4) án þess aö hafa nokkur
áhrif á REM svefn. Meöferöarskammtar af zópíklóni valda lágmarks skeröingu a
skynhreyfivirkni (psychomotor) og andlegri árvekni morguninn eftir lyfjagjöf-
Lyfjahvörf: Eftir inntöku frásogast zópíklón hratt og lyfjahvörf þess eru línuleg-
Einstaklingsbundinn munur er á lyfjahvörfum zópíklóns og fer vaxandi meö aldri.
Eftir inntöku 7,5 mg af zópíklóni næst hámarksstyrkur í plasma á 0,5 n 4 klst.
Aögengi er um 80% sem bendir til þess aö forumbrot (presystemic rnetabolism)
sé ekki mikiö. í plasma eru 45-80% zópíklóns próteinbundin og helrningunartími
í plasma er 3,5 n 6 klst. Helmingunartími í plasma getur lengst í allt aö 8 klst.
hjá öldruöum sjúklingum og hjá sjúklingum meö skerta lifrarstarfsemi. Zópíklón
er aö mestu leyti umbrotiö í lifur eftir þremur megin leiöum. N-oxíö umbrotsefn':
(hefur litla verkun sem hefur enga klíniska þýöingu) og N-desmetýl umbrotsefn'
(óvirkt) eru skilin út meö þvagi. Umbrotsefni þar sem karboxýlhópur hefur veriö
fjarlægöur (óvirkt) skilst út meö útöndunarlofti. Aöeins um 5% af lyfinu skiljast út
óbreytt meö þvagi. Zópíklón skilst einnig út meö munnvatni og í brjóstamjólk-
Útskilnaöur í munnvatni getur veriö skýring á beisku bragöi í munni eftir inntöku.
Útlit: Hvítar, sporöskjulaga, 5x10 mm meö deilistriki.
Pakkningar:
Töflur 7,5 mg: 10 stk., 30 stk. 100 stk.
Hámarksmagn sem ávísa má meö lyfseöli er 30 töflur.
GOÐUR DAGUR
EFTIR GOÐA NOTT