Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 54

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KVÍÐARANNSÓKN r Högni Óskarsson Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum. Það er leitt... Það er leitt að Árni Björnsson skuli hafa flúið frá staðreyndum yfir í útúrsnúninga þegar ritstjóri Læknablaðsins gaf honum tækifæri til að hnýta at- hugasemd aftan við grein mína í Læknablaðinu, 6/2000.1 þeirri grein hafði ég leyft mér að svara dylgj- um Árna um að ég og tveir aðrir geðlæknar stunduð- um ómerkileg vísindi. Svarið byggði á efnislegum rökum. Eina tilraun Árna til efnislegrar umfjöllunar var tilvitnum í óbirta grein eftir Annas GJ í New England Journal of Medicine (vissi ekki að Ámi væri ritrýnir hjá NEJM, aðrir fá yfirleitt ekki að lesa grein- ar fyrir birtingu), þar sem Árni segir þá Annas sam- mála um „að telja rannsóknir á lítt mælanlegum eðl- isþáttum manna og ekki síst rannsóknir á erfðaefni þeim tengt, vafasöm vísindi sem geti jafnvel verið skaðleg í röngum höndum". Eg taldi mig einmitt í grein minni benda á, að kvíði væri vel skilgreindur og mælanlegur sjúkdómur, klínískt alvarlegur, og mikið rannsakaður. Að sjálf- sögðu hirti Árni ekki um faglegar röksemdir, en það sem verra er, hann kaus líka að afbaka skrif Annas, eins og þau birtust í nýlegu hefti NEJM. Þar segir Annas orðrétt: „With periodic updates on research projects and a simple method to withdraw from further research, consent to broad categories of re- search should be permissible. For example, consent to something like „any and all research projects designed to locate genes implicated in cancers of any kind“ seems acceptable, whereas consent to „any and all kinds of behavioral genetic research“ does not. The former is straightforward and understand- able. The latter, however, is vague and could apply to potential research projects (such as a search for a gene determining alcoholism or violence) in which many, if not most, people would not want to be involved, because of the dubious scientific merit of such projects and their potential to stigmatize the entire population.“ (1). Maður getur verið sammála Annas eða ekki, en eitt er ljóst, að í seinna dæminu á hann ekki við rann- sóknir á kvíðasjúkdómum (kannske er Ámi að vitna í einhveija aðra „óbirta grein“ eftir Annas!). Þann lærdóm einn má draga af þessu, að umgengi Árna við staðreyndir og hið skrifaða orð er þess eðlis, að ekki tekur því að eyða púðri í rökræður við hann. Mun ég hér með hætta því. Eins er það leitt hversu ritstjóri mismunar höf- undum greina í Læknablaðinu. Þegar ég leitaði upp- lýsinga um hvers vegna Árni Björnsson hefði fengið tækifæri til að hnýta glósum sínum aftan í grein mína þá var svarið það, að þetta væri ritstjómarstefna þeg- ar um ritdeilur væri að ræða. í fyrsta lagi hlýtur það að teljast sjálfsögð kurteisi að láta höfunda greina vita að slíkt standi til. Geta þeir þá vegið og metið hvort þeir kæri sig um að birta skrif sín á slíkri forsendu. í öðru lagi hlýtur það að vera sanngirniskrafa að allir sitji við sama borð. Árni Björnsson skrifaði til dæmis mjög persónulega og illskeytta grein í desemberhefti Læknablaðsins 1998 um ákveðin skrif undirritaðs án þess að ég nyti sama „velvilja“ ritstjóra og Árni. Ef- laust mun ritstjóri hnýta einhverri skýringu hér aftan við, en hentistefna sem þessi er ekki drengileg og getur orðið blaðinu hættuleg. 1. Annas GJ. Rules on Research on Human Genetic Variation - Lessons from Iceland. The New England Journal of Medicine, June 15,2000, Vol. 342, No. 24. Frá Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélagi íslands Á AÐALFUNDl SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA- félags íslands (SGLÍ) sem haldinn var 7. apríl síð- astliðinn voru þeir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson og Jón Sigurðsson gerðir að heiðursfélögum. Báðir hafa þeir látið mikið að sér kveða fyrir félagið í ár- anna rás. Þeir hafa einnig staðið fyrir kynningu fé- lagsins erlendis með virkri þátttöku í Norræna svæfingalæknafélaginu (Nordisk Anaesthesiolog- isk Förening, NAF sem nú heitir The Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine, SSAI). Þorsteinn var í stjórn Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélags íslands 1978-1984, formaður 1980- Heimildir j 524 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.