Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 56

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSA r Það verður aldrei hægt að aðgreina kennslu og klíník að fullu Viðtal við Gísla Einarsson fram- kvæmdastjóra kennslu og fræða á Landspítala um framtíðarsýn háskólasjúkra- hússins Gamla Templarahöllin við Eiríksgötu hefur heldur betur tckið stakkaskiptum og heitir nú Eiríksstaðir. Par eru skrifstofur forstjóra og framkvœmdastjóra á efstu hœð. Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur hafa verið sameinuð eins og allir vita undir heitinu Latid- spítali háskólasjúkrahús. Síðari hluti þessa nafns hefur vakið talsverðar umræður og svo virðist sem ekki sé öllum ljóst hvað hugtakið háskólasjúkrahús felur í sér. Er það sjúkrahús sem starfrækt er á vegum háskóla eða sjúkrahús sem hefur innlimað hluta af háskóla? Eða er það einfaldlega sjúkrahús þar sem einhver kennsla háskólastúdenta fer fram? Eru þá Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri líka háskólasjúkrahús? Fyrir nokkru var lokið við að skipa í fimm stöður framkvæmdastjóra við nýja sameinaða sjúkrahúsið. Sá sem gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra kennslu og fræða er Gísli Einarsson fyrrverandi yfirlæknir endurhæfingadeildar Landspítalans. Læknablaðið bað hann að greina frá þeim hugmyndum sem menn gera sér um samstarf sjúkrahússins og læknadeildar Fláskóla íslands í framtíðinni og um skipulag kennslu og rannsókna á sjúkrahúsinu. Hann tók því vel en tók fram í upphafi að vitaskuld væri margt ómótað og umræðan á byrjunarstigi um annað, en fyrsta spurn- ingin var að sjálfsögðu: Hvað felst í hugtakinu há- skólasjúkrahús og hvenær verður sjúkrahús háskóla- sjúkrahús? Orð eru til alls fyrst „Landspítalinn hefur verið háskólasjúkrahús og raunar Sjúkrahús Reykjavíkur einnig þótt ekki vildu allir fallast á það. Báðir spítalar settu orðið háskóla- sjúkrahús á bréfsefni sitt. Nú er búið að sameina þau svo sá ágreiningur ætti að vera úr sögunni. En það eina handfasta í þessu efni er viljayfirlýsing forstjóra Landspítalans og háskólarektors undirrituð 15. febr- úar síðastliðinn. Þar segir: „Vegna nýrra laga um Há- skóla íslands og stjómskipulagsbreytingar sjúkrahús- anna í Reykjavík hafa forstöðumenn þessara stofn- ana ákveðið að gera formlegt samkomulag er lýsi samstarfi stofnananna um kennslu og rannsóknir.“ Viðræður um þetta eru rétt að fara í gang. Þaö er því ekki um það að ræða á þessu stigi máls- ins að verið sé að sameina tvö fyrirtæki. I Arósum í Danmörku stóðu menn frammi fyrir svipuðu verk- efni. Þar voru tvö sjúkrahús sameinuð, háskólahlut- verk þeirra endurskilgreint og sett yfir það níu manna stjórn þar sem fjórir fulltrúanna komu úr há- skólanum. Þar gengu menn sem sagt í eina sæng. Það hefur ekki verið gert hér þótt svo kunni að verða raunin í framtíðinni. Þá horfa menn til þess að koma á náinni samvinnu milli sjúkrahússins og þess sem nefna mætti heilbrigðisvísindahluta háskólans. Undir 526 Læknablaðið 2000/86 1

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.