Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 57

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSA það myndi ekki aðeins heyra læknadeild Háskóla ís- lands heldur einnig námsbrautir í hjúkrun (sem varð sjálfstæð deild 1. júlí síðastliðinn) og sjúkraþjálfun. Auk þess yrði væntanlega skipulegt samstarf við heil- brigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri þar sem kennd er hjúkrun og iðjuþjálfun og við Tækniskóla Islands þar sem kennsla meinatækna og röntgen- tækna fer fram. Grundvöllur alls þessa starfs er viðhengi við lög um Háskóla Islands sem sett voru í fyrra. Þar segir meðal annars: „Innan tveggja ára frá gildistöku laga þessara skulu menntamálaráðherra og heilbrigðis- ráðherra hafa komið sér saman um reglur um starfs- tengsl prófessora læknadeildar við heilbrigðisstofn- anir. Þar til slíkt samkomulag hefur náðst skulu gilda um það efni ákvæði 38. gr. laga um Háskóla íslands, nr. 131/1990.“ Þessi endurskoðun hefur verið í gangi og er á forræði stjórnvalda. Eins og ég sé þetta mun þessi endurskoðun hafa mikil áhrif á allt ferlið. Þetta er formlega hliðin og orð eru til alls fyrst. Það er búið að lýsa yfir vilja til að stofna háskóla- sjúkrahús og að það nafn hafi eitthvert innihald. Síð- an geta menn velt því fyrir sér hvaða kröfur á að gera til slíks sjúkrahúss. Þótt ekki sé neins staðar að finna formlega yfirlýsingu um að sett skuli á fót heilbrigðis- vísindadeild háskóla þá held ég að mér sé óhætt að segja að sú hugmynd eigi sér víðtækan stuðning. Sumir vilja gera þetta hratt, jafnvel á einu ári, þótt ég efist nú um að það sé raunhæft. Hins vegar sé ég fyrir mér að þegar fram líða stundir muni það verða slík deild sem taki upp samstarf við sjúkrahúsið og að við það verði til háskólasjúkrahús." Vantar rannsóknarstefnu - Þarf ekki að skilgreina mörkin milli klíníkur, kennslu og rannsókna upp á nýtt í þessari nýju stofn- un? Verður það ekki að vera á hreinu hvenær menn eru að gera hvað? „Jú, vandinn er sá að rannsóknarstefna spítalans hefur í rauninni aldrei verið skilgreind. Rannsóknir hafa byggst á áhugasömu fólki sem vill rannsaka þetta eða hitt. Það er í sjálfu sér ágætt en það hefur skort upp á samræmi milli rannsókna og fjármagns- flæðis. Styrkveitingar frá Rannís og fleiri sjóðum hafa runnið í verulegum mæli til starfsfólks á spítalanum án þess að um það hafi gilt nein heildstæð stefna. Við þetta bætist að læknadeildin hefur verið efnalega vanbúin. Það sem gera þarf er að reyna að finna út hversu mikill hluti af rekstrarfé spítalans fer í rannsóknir og hvað fer í klíníska starfsemi. Þetta hefur víða verið gert erlendis og við gætum eflaust fundið einhver lík- ön til að nota hér. Þar er mikill munur á milli spítala og ég hef séð tölur sem sýna að hlutur rannsókna sé á bilinu 3-25%. Á þessu getur verið mikill munur og það er mikilvægt að vita hver hlutföllin eru hjá okkur. En til þess að sýna hver hlutföllin eru hér á landi þá er áætlað að rekstrarkostnaður spílalans sé tæp- lega 20 milljarðar króna en rekstrarfé læknadeildar er um 230 milljónir króna á ári. Klínísk kennsla læknanema hefst á þriðja ári og stendur yfir í fjögur ár og það er ljóst að stærstur hluti kostnaðarins við hana fellur á spítalann, þótt læknadeild greiði laun prófessora og annarra fastráðinna kennara. Þetta hefur hins vegar aldrei verið reiknað út og ég veit ekki hvort það er hægt með fullri nákvæmni. En við þurfum að reyna að nálgast það hvernig kostnaður- inn skiptist þó ekki væri til annars en að vita hvar hver stendur.“ Gísli Einarsson fram- kvœmdasljóri kennslu og frœða á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Grá svæði - Kallar þetta ekki á það að vinnutími lækna sé betur skilgreindur? Nú starfa margir læknar á mörgum víg- stöðum í senn: sem sjúkrahúslæknar, kennarar og jafnvel í rannsóknum í samstarfi við einkafyrirtæki eða rannsóknarsjóði úti í bæ. „Jú, það þarf að skilgreina rannsóknimar betur og draga skarpari skil á milli gmnmannsókna, klínískra rannsókna og annarra rannsókna sem geta verið þar mitt á milli. Meginreglan ætti að vera sú að kostnaður sem er umfram venjulegan klínískan kostnað spítalans falli á styrktaraðila rannsóknarinnar. Sums staðar erlendis er haldið mjög fast utan um þetta. Ef læknar taka sýni sem eru umfram það sem réttlætist af sjúkra- húsdvölinni þá verða þeir að greiða kostnað við þau af rannsóknarfé. En svo eru til klínískar rannsóknir sem hafa það markmið að rannsaka aðferðir sem spítalinn beitir í klínísku starfi sínu. Þær rannsóknir er eðlilegt að greiða af klínísku rekstrarfé sjúkrahússins." - En það vilja alltaf verða til grá svæði þegar verið Læknablaðið 2000/86 527

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.