Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 63

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐASAFN LÆKNA 124 Meta-analysis Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@rsp.is ítarefni: Buyse M o.fl. Meta-analysis: methods, strengths, and weaknesses. Oncology 2000; 14: 437-43. Koch A o.fl. Meta-analysis as a tool for evaluation of evidence. Medizinische Klinik 2000; 95:109-16. Shekelle PG o.fl. Principles of metaanalysis. J Rheum- atol 2000; 27: 251-2. Stroup DF o.fl. Meta-ana- lysis of observational studies in epidemiology: a proposal for reporting. JAMA 2000; 283:2008-12. Miklar kröfur eru gerðar til fræðilegra stað- reynda á sviði læknisfræðinnar, meðal annars þær að hvert þekkingaratriði sé þrautkannað og margstað- fest áður en það fær vist í hinum „viðurkennda“ þekkingarforða. Fjöldi kannana og rannsókna liggur því á bak við flestar læknisfræðilegar staðreyndir, en slíkar alhuganir eru þó ekki endilega þannig gerðar að auðvelt sé að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. Þeirri aðferð er þá oft beitt að nota sérstakar tölfræði- legar aðferðir til að gera samantekt á niðurstöðun- um. Slík greining er nefnd meta-analysis. Upplýsingar um þetta fyrirbæri er ekki að finna í íðorðasafni lækna, en læknisfræðiorðabók Stedmans lýsir svo: Sá feríll að nota tölfrœðilegar aðferðir til að sameina niðurstöður úr mismunandi athugunum; markvisst, skipulegt ogformgert mat á viðfangsefni, framkvœmt með því að nota upplýsingar úr mörgum mismunandi könnunum á viðfangsefninu. Gerð var leit í greinasafni Medline og fannst fljótt fjöldi greina (sjá kassa) sem tengdust fyrirbærinu meta-analysis (metaanalysis). Skilgreining leitar- orðsins er þessi: „Magnbundin aðferð til að sameina niðurstöður óháðra kannana (sem oft eru fundnar í útgefiiu greinasafni) og byggja upp samantektir og niðurstöður sem nota má til að meta virkni meðferðar, skipuleggja nýjar kannanirAugljóst er að gerðar eru miklar kröfur til þeirra aðferða sem beita þarf til að gefa megi fræðilegri samantekt þetta virðulega heiti, meta-analysis. Haldnir hafa verið markvissir vinnufundir og settir saman starfshópar sérfræðinga til að lýsa aðferðafræðinni og útlista skilmerki henn- ar. Tölfræðin er í lykilhlutverki og nálgunin á að vera skipuleg og gagnrýnin, en fyrirfram hlutlaus og strangvísindaleg. Greining Heitið nicta-analysis er komið úr grísku. Fyrsti orð- liðurinn meta- er útskýrður þannig í íðorðasafni lækna: Merkir: a) aftan við, handan við, fjarlægur, b) á milli, á meðal, c) breyting, ummyndun, d) eftir, eftir á, e) síðari þáttur í þróun. Annar orðliðurinn er ana- sem merkir: upp, sundur eða í áttina að, en þriðji orðliðurinn lysis táknar niðurbrot, sundrun, rof eða upplausn. Um analysis var fjallað í 59. pistli (Lbl 1994; 80: 488) og tilgreint að orðið táknar greining, sundurliðun, efnagreining, sálgreining. Bent var á að analysis væri notað í mörgum mismunandi samsetn- ingum, en að notkuninni væri þannig háttað að sér- stök áhersla væri lögð á sundurgreiningu þess sem rannsakað er í hverju tilviki. Tilefni umfjöllunarinnar í 59. pistli voru heitin quantitative analysis, sem undirritaður lagði til að yrði nefnd magngreining á íslensku, og qualitative analvsis. sem á sama hátt yrði nefnd eðlisgreining. Safngreining Undirritaður leitaði ráða hjá nokkrum starfsbræðrum, en enginn þeirra hafði fundið lausn sern hann var ánægður með. Vilhjálmur Rafnsson, prófessor, sagð- ist stundum nota íslenska orðið stórrannsókn, en sagðist þó ekki sjá að það heiti lýsti nægilega vel því sem um er að ræða. í samtali okkar Vilhjálms kom upp sú hugmynd að safngreining gæti verið boðlegt íslenskt heiti á þessu fyrirbæri. Orðskýringin er þannig að meta-analysis sé tölfræðileg greining á safni margra rannsókna á sama fyrirbæri. Þetta er hér með lagt fram sem tillaga til gagnrýni og umræðu. Geðklofalyf Olafur Arni Sveinsson, læknanemi, sendi fyrirspurn í tölvupósti og sagðist vera að fást við verkefni á sviði geðlækninga. í umræðunni þarf hann að aðgreina tvær tegundir eða tvo hópa geðklofalyfja, annars vegar conventional og hins vegar atypical. Undir- ritaður fékk að vísu ekki aðrar upplýsingar, en taldi sig þó geta leyst nrálið á einfaldan hátt, önnur teg- undin yrði hefðbundin en hin óhefðbundin. Þann fyrirvara má einnig gera að samhengið gæti verið þannig, að réttara væri að tala um venjuleg og óvenjuleg geðklofalyf. Hér gæti verið um blæbrigða- mun að ræða sem máli skiptir. Rétt er að geta þess að þessi aðgreining geðklofa- lyfjanna á ekki samsvörun í hinni þekktu líffæra-, meðferðar- og efnafræðiflokkun lyfja (ATC-flokkun- inni). Iðorðasafn lækna tilgreinir lýsingarorðið atypi- cal og gefur þýðingarnar afbrigðilegur, frábrigðilegur, en hvorug sýnist eiga við hér. Þó að nánari upplýs- ingar um þau lyf sem um ræðir liggi ekki fyrir, má velta upp þeirri spurningu hvort ofangreind aðgrein- ing sé ekki tímabundið fyrirbæri. Þau lyf, sem nú eru hefðbundin eða venjuleg, gætu orðið úrelt og önnur óhefðbundin eða óvenjuleg tekið þeirra sæti. Afsökunarbeiðni I síðasta pistli var leiðinleg villa. Rætt var um íslensku heitin fylgitími og eftirfylgnitími, sem stungið var upp á til að þýða ensku samsetninguna folloxv-up time. Beiðni um umfjöllun var sögð hafa komið frá Laufeyju Steingrímsdóttur, næringarfræðingi, en þar var rangt með farið því að beiðnin kom frá Laufeyju Tryggva- dóttur, faraldsfræðingi hjá Krabbameinsfélagi íslands. Þær eru báðar beðnar afsökunar á mistökunum. I umræddum pistli var óskað eftir viðbrögðum les- enda við tillögum undirritaðs: fylgiumönnun (follow- up care), fylgisamband (follow-up contact), fylgi- skoðun (follow-up examination), fylgirannsókn (follow-up study) fylgiráðstöfun (follow-up measure) og fylgimeðferð (follow-up treatment). Enn er beðið eftir viðbrögðum. Læknablaðið 2000/86 533

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.