Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 2

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2014 Leiðrétting SKESSUHORN: Í frétt í síðasta Skessuhorni þar sem greint var frá heimsókn ung- linga úr Þorpinu á Akranesi í fjósið að Eystri-Leirárgörð- um í Leirársveit, slæddist inn villa. Þar var ranglega haft eftir Andreu húsfreyju að í lausagöngufjósum í Danmörku, þar sem ró- bóti er notaður, væri bann- að að láta kýrnar út til beitar að sumrinu. „Bannað“ var ranga orðið í setningunni, í stað þess átti að standa að það væri ekki skylda að beita kúnum að sumrinu og var meining Andreu við blaða- mann. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. -þá Tilboð á leik Skagakvenna og Vals AKRANES: Í dag, þriðju- daginn 27. maí, mæta Skagastúlkur kvennaliði Vals á Akranesvelli klukk- an 19:15 í úrvalsdeildinni. Í hálfleik mun áhorfendum bjóðast nýtt tilboð, að fá sér kaffi og kleinur í hátíðarsal íþróttafélagsins auk happa- drættismiða fyrir 500 krón- ur. Í verðlaun verður falleg- ur gripur úr smiðju Dýr- finnu Torfadóttur og verður vinningsmiðinn tilkynntur í lok leiks. –jsb Starfsemi Efnalaugar hætt BORGARNES: Eins og fram hefur komið í Skessu- horni hætti Efnalaug Borg- arfjarðar starfsemi í húsi við Borgarbraut 55 í Borgarnesi um páskana. Nýlega kom fram í frétt hér í blaðinu að leitað væri að öðru og hentugra húsnæði í Borg- arnesi. Eigendur Efnalaug- ar Borgarfjarðar hafa hins vegar nú ákveðið að leggja starfsemi fyrirtækisins nið- ur, eins og fram kemur í til- kynningu. Eru vélar og tæki því til sölu. -mm Skessuhorn vill minna alla sem eru á kosningaaldri á að nýta lögvar- inn rétt sinn og kjósa. Útlit er fyrir suðlægar áttir og fremur milt veður næstu dagana. Spáð er skúrum á stöku stað og súldarlofti um mestallt land flesta dagana, en yfirleitt verði bjart fyrir norðan. Ágætur hiti verður á land- inu, einkanlega fyrir norðan en þó gæti þar gætt þokulofts með ströndinni þegar líður að helginni. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns. „Er fjórflokkurinn að líða undir lok?“ Fólk skiptist algjör- lega í tvo hnífjafna flokka með af- stöðu til spurningarinnar, eða um 45% í hvorn fyrir sig. „Já örugg- lega“ sögðu 26,06% og „já lík- lega“ 19,26%. „Nei, örugglega ekki“ sögðu 24,93% og „nei, sennilega ekki“ var svar 20,11%. 9,63% tóku ekki afstöðu. Í þessari viku er spurt: Kýstu það sama og fyrir fjórum árum? Sjómenn eru Vestlendingar vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar AKRANES Laugardaginn 31.maí er kosningakaffi á kosningaskrifstofu okkar að Skólabraut 26-28 Kosningavakan hefst kl 22:00 á Gamla Kaupfélaginu Björgunarskipið Björg í Rifi var kallað út um sjöleytið síðastliðinn fimmtudagskvöld vegna báts sem varð vélarvana við Beruvík á Snæfells- nesi. Báturinn var á leið vestur á firði frá Hafnarfirði og voru tveir menn um borð. Nærstaddir bátar voru einnig kallaðir til aðstoðar og tók einn þeirra þann bilaða í tog þar til Björgin kom að, tók við og dró bátinn til hafnar í Rifi. Þar var honum komið í lag áður en förinni var haldið áfram vestur. mm/ Ljósm. Ægir Þór. „Þessir laxar sem eru að mæta í árn- ar núna eru tveggja ára laxar, þetta 10-12 punda fiskar,“ sagði Þröst- ur Elliðason leigutaki og fiskeld- isfræðingur í samtali við Skessu- horn. Laxar hafa nefnilega verið að sjást snemma í ánum, mun fyrr en undanfarin ár. Þrátt fyrir að síðasta sumar hafi verið allgott í veiðinni, eru menn því vongóðir um sumarið verði vatnsbúskapurinn góður. Nú þegar hefur sést til laxa í Hítará, Norðurá, Laxá í Leirárssveit og Laxá í Kjós. Þröstur segir að veiði- sumarið gæti byrjað með látum. „Í fyrra var mikið af smálaxi, núna gæti orðið meira af tveggja ára laxi og því von á skemmtilegri byrjun,“ segir Þröstur. gb/ Ljósm. úr safni. Tveggja ára laxinn mætir snemma Sóttu vélarvana bát við Beruvík Byrja hönnunarvinnu vegna Sundabrautar í sumar Ríkisstjórnin samþykkti á afmæl- isfundi sínum síðastliðinn föstu- dag tillögu Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra um að hefja formlegar viðræður ríkis- ins og einkaaðila um undirbúning, hönnun og lagningu Sundabraut- ar í Reykjavík í því skyni að flýta mögulegum framkvæmdum. Yrði byggt á tillögum stýrihóps ráðherra sem hefur haft það hlutverk að fara yfir hvaða samgönguframkvæmd- ir koma til greina í samvinnu rík- is og einkaaðila. Fjögurra ára sam- gönguáætlun liggur nú fyrir Al- þingi og verður tekin til umfjöllun- ar þegar þing kemur saman að nýju í haust. Þar er meðal annars fjallað um fyrirhugaða Sundabraut og að kostir einkaframkvæmdar verði skoðaðir. Í greinargerð með frum- varpi til fjárlaga segir einnig að um- talsvert fé þurfi til að viðhalda og byggja upp samgöngukerfi lands- ins á næstu árum og því talið rétt að huga að aðkomu einkaaðila í sam- starfi við opinbera aðila. Í því sam- bandi verði litið til góðrar reynslu margra nágrannaþjóða af slíku samstarfi fjárfesta, rekstraraðila og ríkisvalds. Um miðjan apríl skipaði ráð- herra stýrihóp sem hefur það hlut- verk að fara yfir hvaða samgöngu- framkvæmdir koma til greina í sam- vinnu ríkis og einkaaðila. „Ljóst er að leita þarf leiða til að fjármagna ýmis og brýn samgönguverkefni með öðru móti en beinum framlög- um úr ríkissjóði. Um leið og minna fé hefur á síðustu árum verið veitt í stofnframkvæmdir í vegakerfinu fer þörfin sífellt vaxandi og því var ákveðið að kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaað- ila, allt frá undirbúningi og hönn- un og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki,“ segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. mm Annar áfangi Sundabrautar eins og hann var á sínum tíma kynntur í tillögu að matsáætlun sem fyrirtækið Línuhönnun hf. stóð að. Þessi áfangi er 8 km langur. Allar hugmyndir um Sundabraut fóru í frost við bankahrun, en nú hefur ríkis- stjórnin áhuga á að hefja undirbúning. Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.