Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 12

Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Vantar hross og nautgripi til slátrunar. Sumarverð á hrossum 110 kr/kg. fyrir HRIA. Forðist biðlista í haust. Í samræmi við stefnu félagsins um ráðstöfun tekjuafgangs, greiddi það bændum í mars sl. 2,7% viðbót ofan á afurðaverð síðasta árs fyrir allar kjöttegundir. Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Hrossa- og nautgripabændur!!! S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna sveitarstjórnarkosninga laugar daginn 31. maí 2014 Kjörstaður Kjörstaður verður í Stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3. Kjörfundur Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 21:00. Kjósendur eru hvattir til að koma snemma á kjörstað vel undirbúnir og hafa meðferðis persónuskilríki. Framkvæmd kosninganna Kosningin er óbundin og rita skal nafn og heimilisfang allt að 7 aðalmanna og allt að 7 varamanna á kjörseðilinn. Talning atkvæða Atkvæði verða talin í Stjórnsýsluhúsinu strax að loknum kjörfundi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður hjá sýslumönnum fram að kjördegi. Hvalfjarðarsveit, 22. maí 2014. Kjörstjórn. Bændur athugið! Bændafundir verða haldnir: Fimmtudaginn 5. júní kl. 20:00 í Félagsheimilinu Brún. Fimmtudaginn 12. júní kl. 20:00 í Félagsheimilinu Árblik. Vonumst til að sjá sem flesta. Kjötafurðastöð KS S K E S S U H O R N 2 01 4 Ljóðasýningin Viti/menn verður opnuð í Akranesvita, stóra vitanum á Breið á Akranesi, laugardaginn 31. maí kl. 14. Við sama tækifæri verð- ur frumfluttur leikþátturinn „Ljós sem varir lengur en myrkrið,“ sam- tal fyrir tvo leikara og ólgandi haf. Leikþátturinn er stutt samtal gamla og nýja vitans, sem hafa hingað til staðið þöglir á sínum stað. Tveir at- vinnuleikarar leiklesa þáttinn. Höf- undur leikþáttarins og ljóðanna á sýningunni er Sigurbjörg Þrast- ardóttir, bæjarlistamaður Akra- ness, en enskar þýðingar ljóðanna gerðu Bernard Scudder og Sarah Brownsberger. Hluti sýningarinn- ar verður uppi til 6. júní, en hinn hlutinn lifir í vitanum sumarlangt. Allir velkomnir, segir í tilkynningu frá Akranesbæ. Leikþátturinn „Ljós sem varir lengur en myrkrið“ verð- ur enn fremur sendur út á bylgju- lengd bæjarins, FM 95,0 á sjó- mannadaginn, 1. júní kl. 14 og 16. Er þá tilvalið að sitja með kveikt á viðtækinu í bílum sínum og horfa á vitana á meðan hlustað er. Sigurbjörg Þrastardóttir hefur skipulagt upplestra, tekið þátt í tón- listardagskrám og staðið fyrir bók- menntatengdri myndlistarsýningu sem bæjarlistamaður Akraness. Nú bætist leiklist við listann, en leik- þátturinn „Ljós sem varir lengur en myrkrið“ er tilraun til þess að sýna aðra hlið á hinum ástsælu vit- um sem standa vaktina á Breiðinni. Heimsóknir í vitana hafa stórauk- ist á síðustu árum, en þeir bæjarbú- ar sem eiga eftir að leggja leið sína þangað eru hvattir til að láta verða af því nú, segir í kynningu Akranes- kaupstaðar. mm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið gaf sl. föstudag út reglugerð sem stöðvaði rækjuveiðar á fisk- veiðiárinu á þremur svæðum á mið- nætti sama dag. „Með vísan til þess að magn rækjuafla í Kolluál, Jök- uldjúpi og Breiðafirði er umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á yfirstandandi fiskveiðiári, eru allar veiðar á rækju óheimilar frá og með kl. 24.00, 23. maí 2014.“ Alls höfðu um 30 rækjuveiðibátar verið að veiðum á þessum slóðum og á föstudaginn hafði verið landað um 1220 tonn af rækju en ráðgjöf Hafró hljóðaði upp á 950 tonna heildarafla. Aflahæstu bátarnir voru Vestri BA, sem hefur landað sam- kvæmt vef Fiskistofu 185 tonnum, Ísborg ÍS hefur landað 140 tonnum og Sigurborg SH 121 tonni. af Nú í vikunni má búast við að nýj- ung bætist við skipaflotann í Akra- neshöfn. Þá mun 31 metra langt skemmtisiglingaskip, sem ætlað er til sjóstangveiði, hvalskoðunar og norðurljósasiglinga, koma til lands- ins frá Englandi. Skipið hefur hlot- ið nafnið Gullfoss og verður gert út frá Akranesi í samstarfi við hóp- ferðabílafyrirtækið Skagaverk sem einnig er meðal eigenda þess. Þrír farþegasalir eru í Gullfossi. Aðal salurinn er með bar og inn- réttaður nánast sem veitingasalur fyrir matargesti. Tveir salir eru síð- an undir aðal salnum og þar verða sófasett og hugguleg aðstaða. Gull- fossi verður ætlað fara með hópa svo sem fyrirtæki og félagasamtök í skemmtiferðir á Faxaflóa og víð- ar. Útgerð þess á að verða liður í að laða fleiri ferðamenn til Akraness. Fjórir verða í áhöfn Gullfoss. Skip- stjóri verður Guðmundur Jón Haf- steinsson. mþh Sigurbjörg Þrastardóttir. Ljósm. Guðni Hannesson. Opnar ljóðasýninguna Viti/menn Rækjubáturinn Jökull SK landaði í Ólafsvík á föstudagsmorgun um fjórum tonnum af rækju eftir þriggja sólarhringa túr. Rækjan fór til vinnslu hjá FISK í Grundarfriði. Báturinn fór í þessari viku á veiðar fyrir Norðurlandi en þar er um 5000 tonna rækjukvóti. Rækjuveiðar á vestursvæðinu stöðvaðar með reglugerð Gullfoss var smíðaður árið 1979 og hefur fram til þessa verið notaður til siglinga við strendur Englands og Skotlands. Gert er ráð fyrir að skipið verði skráð fyrir 100 farþega. Skemmtiskipið Gullfoss væntanlegt til Akraness www.gengurvel.is PRO•STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? PRO•STAMINUS er spennandi nýjung sem er fyrst og fremst ætluð karlmönnum sem hafa einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli sem getur valdið vandræðum við þvaglát. PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða P R E N T U N .IS 20% afsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.