Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 16

Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00 Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00 Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00 Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00 Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals og Reykholtsdals. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00 Vinsamlega athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna. Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað. Á kjördag verður kjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími hennar er 433-7705. Talning atkvæða fer fram í Hjálmakletti þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Kjörstjórn Borgarbyggðar S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Við sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 31. maí 2014 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst styðja við bakið á nemendum sem fara í háskólanám í leikskólakenn- arafræðum. Sveinn Pálsson sveitar- stjóri segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sveitarstjórninni í ljósi þess að erfitt hafi reynst að fá menntað fólk til starfa á leik- skólanum í Búðardal sem er deild í Auðarskóla. Fjölgun hefur orðið á börnum á leikskólaaldri í Dala- byggð síðustu árin og einnig barna sem sækja leikskóla í Búðdardal úr sveitinni. Var það ástæðan fyrir því að nýbyggður leikskóli var fljótlega of lítill og viðbygging við hann tek- in í notkun á síðasta ári. Umrædd- ur stuðningur sem Dalabyggð býð- ur nemendum í leikskólafræðum er margháttaður en stefnt er að því að ná saman hópi sem gæti stundað námið og nemendur notið þannig stuðnings hvers annars. Nemend- um stendur til boða laun í stað- bundnum lotum og æfingakennslu í leikskólum, námsstyrkir tvisvar á skólaárinu, aðgangur að tölvukerf- um Auðarskóla og Office 365 sem og vinnu- og námsaðstöðu í skóla; prentun, ljósritun, interneti og fleiru. Umsóknarfrestur í leikskóla- kennaranám rennur út 5. júní næst- komandi. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra Auðarskóla. þá Fregnir hafa borist af því að kaví- ar framleiddur úr grásleppuhrogn- um hafi nú verið fjarlægður úr hill- um verslana í Svíþjóð og Þýska- landi. Ástæðan mun vera sú að um- hverfissamtök hafi beitt verslanirn- ar þrýstingi að fjarlægja þessa vöru. Slík samtök trúa því að grásleppa eigi heima á válista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Þar af leiðandi eigi ekki að selja afurðir af henni í verslunum. Grásleppan er með þessu látin njóta vafa um það hvort tegundin sé í hættu eða ekki. Reyna að fá vottun Umhverfissinnar segjast hafa grun um að þessi fisktegund sé ofveidd en ekki liggi fyrir sannanir um að slík hætta sé á ferðum. „Það var búið að hóta því að þetta yrði gert nú í maí. Ef rétt reynist þá eru þetta alvarleg tíðindi fyrir íslenska grásleppusjómenn og hrognafram- leiðendur verði þetta ástand við- varandi. Það á ekki síst við um Sví- þjóð en þar er næst stærsti mark- aður fyrir íslensk grásleppuhrogn, næst á eftir Frakklandi,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda í samtali við Skessuhorn. Að sögn Arnar var búið að reyna að forða því að íslensk grásleppu- hrogn yrðu undir það seld að verða fjarlægð úr verslunum. „Við höfum sent þessum aðilum ítarlegar upp- lýsingar um að staða hrognkelsa- stofnsins við Ísland væri fráleitt svo veik að nokkur merki sæjust um of- veiði. Það er Alþjóða dýraverndun- arsjóðurinn World Wildlife Fund. Annars er nú unnið að því að af- urðir úr grásleppu hér við Ísland fái vottun um að veiðarnar séu stund- aðar með sjálfbærum hætti. Sú vottun er kölluð MSC og kennd við svokallað Marine Stewardsship Council sem vinnur með slíkt. Við erum að vona að fá þessa vottun nú í sumar þannig að hún gæti þá tek- ið til þeirra afurða sem verða fram- leiddar úr aflanum á þessari vertíð,“ segir Örn Pálsson. Kreppa í veiðum allra landa Grásleppuveiðar við Ísland hafa verið í nokkurri lægð nú í vor og það sem af er sumri. Alls hafa ver- ið gefin út 210 leyfi til grásleppu- veiða á landsvísu. Það er fækk- un um 60 leyfi frá 2013. Nú hafa 134 bátar lokið veiðum og því 76 enn að. Flestir bátanna sem stunda veiðar nú eru á svokölluðu B svæði í innanverðum Breiðafirði. Þeir eru alls 27. Heimilt var að hefja veiðar á þessum svæði 20. maí síðastliðinn. Helstu ástæður þess að bátum hef- ur fækkað frá í fyrra er að kostnað- ur hefur aukist við veiðarnar á sama tíma og menn hafa staðið frammi fyrir umtalsverðri verðlækkun á grásleppu og hrognum. Staðan er jafnvel verri hjá öðrum þjóðum sem stunda hrognkelsa- veiðar. Á Nýfundnalandi eru veið- ar ekki enn hafnar þar sem kaví- arframleiðendur hafa ekki sam- þykkt að greiða það verð sem sjó- menn hafa sett upp. Á síðasta ári var sami hnúturinn til staðar sem endaði með því að sjómenn fóru ekki á grásleppu. Sömu sögu er að segja frá Noregi, þar eru veiðar ekki hafnar og úr þessu verður vart hafin vertíð. Á Grænlandi eru fimmtungi færri bátar á veiðum nú en á vertíð- inni 2013. mþh Dalabyggð styrkir nemendur í leikskólakennaranám Sæúlfur AK er einn þeirra smábáta sem stunda nú hrognkelsaveiðar frá Akranesi. Grásleppuhrogn eiga undir högg að sækja S K E S S U H O R N 2 01 4 Sveitarstjórnarkosningar í Dalabyggð Kjörfundur í Dalabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga verður haldinn laugardaginn 31. maí 2014 kl. 10-22 í Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11, Búðardal. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Í Dalabyggð verða óbundnar kosningar og allir kjósendur í kjöri. Undanþegin er Guðrún Þóra Ingþórsdóttir á Háafelli sem hefur skorast undan kjöri skv. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar. Kjörstjórn Dalabyggðar ÚTBOÐ Á SKÓLAAKSTRI Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf skólaárin 2014-2015 og 2015-2016. Um er að ræða skólaakstur innanbæjar í Borgarnesi, ein leið úr dreifbýli að Grunnskólanum í Borgarnesi, tvær leiðir að Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og tómstundaakstur frá Varmalandi í Borgarnes. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma. Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu umslagi, þannig merktu: „Útboð skólaaksturs við grunnskóla í Borgarbyggð skólaárin 2014-2015 og 2015-2016“ ásamt nafni og aðsetri bjóðanda. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, mánudaginn 16. júní 2014 kl. 14:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri S K E S S U H O R N 2 0 1 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.