Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ
Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár.
Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00
Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00
Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási
Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00
Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals,
Flókadals og Reykholtsdals.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00
Vinsamlega athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga
að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kjördag verður kjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur
í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími hennar er 433-7705.
Talning atkvæða fer fram í Hjálmakletti þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað.
Kjörstjórn Borgarbyggðar
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
0
1
4
Við sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 31. maí 2014
er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:
Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst
styðja við bakið á nemendum sem
fara í háskólanám í leikskólakenn-
arafræðum. Sveinn Pálsson sveitar-
stjóri segir að ákvörðun um þetta
hafi verið tekin í sveitarstjórninni
í ljósi þess að erfitt hafi reynst að
fá menntað fólk til starfa á leik-
skólanum í Búðardal sem er deild
í Auðarskóla. Fjölgun hefur orðið
á börnum á leikskólaaldri í Dala-
byggð síðustu árin og einnig barna
sem sækja leikskóla í Búðdardal úr
sveitinni. Var það ástæðan fyrir því
að nýbyggður leikskóli var fljótlega
of lítill og viðbygging við hann tek-
in í notkun á síðasta ári. Umrædd-
ur stuðningur sem Dalabyggð býð-
ur nemendum í leikskólafræðum er
margháttaður en stefnt er að því að
ná saman hópi sem gæti stundað
námið og nemendur notið þannig
stuðnings hvers annars. Nemend-
um stendur til boða laun í stað-
bundnum lotum og æfingakennslu
í leikskólum, námsstyrkir tvisvar á
skólaárinu, aðgangur að tölvukerf-
um Auðarskóla og Office 365 sem
og vinnu- og námsaðstöðu í skóla;
prentun, ljósritun, interneti og
fleiru. Umsóknarfrestur í leikskóla-
kennaranám rennur út 5. júní næst-
komandi. Þeir sem hafa áhuga hafi
samband við Eyjólf Sturlaugsson
skólastjóra Auðarskóla.
þá
Fregnir hafa borist af því að kaví-
ar framleiddur úr grásleppuhrogn-
um hafi nú verið fjarlægður úr hill-
um verslana í Svíþjóð og Þýska-
landi. Ástæðan mun vera sú að um-
hverfissamtök hafi beitt verslanirn-
ar þrýstingi að fjarlægja þessa vöru.
Slík samtök trúa því að grásleppa
eigi heima á válista yfir tegundir í
útrýmingarhættu. Þar af leiðandi
eigi ekki að selja afurðir af henni
í verslunum. Grásleppan er með
þessu látin njóta vafa um það hvort
tegundin sé í hættu eða ekki.
Reyna að fá vottun
Umhverfissinnar segjast hafa grun
um að þessi fisktegund sé ofveidd
en ekki liggi fyrir sannanir um að
slík hætta sé á ferðum. „Það var
búið að hóta því að þetta yrði gert
nú í maí. Ef rétt reynist þá eru
þetta alvarleg tíðindi fyrir íslenska
grásleppusjómenn og hrognafram-
leiðendur verði þetta ástand við-
varandi. Það á ekki síst við um Sví-
þjóð en þar er næst stærsti mark-
aður fyrir íslensk grásleppuhrogn,
næst á eftir Frakklandi,“ segir Örn
Pálsson framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda í samtali
við Skessuhorn.
Að sögn Arnar var búið að reyna
að forða því að íslensk grásleppu-
hrogn yrðu undir það seld að verða
fjarlægð úr verslunum. „Við höfum
sent þessum aðilum ítarlegar upp-
lýsingar um að staða hrognkelsa-
stofnsins við Ísland væri fráleitt svo
veik að nokkur merki sæjust um of-
veiði. Það er Alþjóða dýraverndun-
arsjóðurinn World Wildlife Fund.
Annars er nú unnið að því að af-
urðir úr grásleppu hér við Ísland fái
vottun um að veiðarnar séu stund-
aðar með sjálfbærum hætti. Sú
vottun er kölluð MSC og kennd
við svokallað Marine Stewardsship
Council sem vinnur með slíkt. Við
erum að vona að fá þessa vottun nú
í sumar þannig að hún gæti þá tek-
ið til þeirra afurða sem verða fram-
leiddar úr aflanum á þessari vertíð,“
segir Örn Pálsson.
Kreppa í veiðum
allra landa
Grásleppuveiðar við Ísland hafa
verið í nokkurri lægð nú í vor og
það sem af er sumri. Alls hafa ver-
ið gefin út 210 leyfi til grásleppu-
veiða á landsvísu. Það er fækk-
un um 60 leyfi frá 2013. Nú hafa
134 bátar lokið veiðum og því 76
enn að. Flestir bátanna sem stunda
veiðar nú eru á svokölluðu B svæði
í innanverðum Breiðafirði. Þeir eru
alls 27. Heimilt var að hefja veiðar á
þessum svæði 20. maí síðastliðinn.
Helstu ástæður þess að bátum hef-
ur fækkað frá í fyrra er að kostnað-
ur hefur aukist við veiðarnar á sama
tíma og menn hafa staðið frammi
fyrir umtalsverðri verðlækkun á
grásleppu og hrognum.
Staðan er jafnvel verri hjá öðrum
þjóðum sem stunda hrognkelsa-
veiðar. Á Nýfundnalandi eru veið-
ar ekki enn hafnar þar sem kaví-
arframleiðendur hafa ekki sam-
þykkt að greiða það verð sem sjó-
menn hafa sett upp. Á síðasta ári
var sami hnúturinn til staðar sem
endaði með því að sjómenn fóru
ekki á grásleppu. Sömu sögu er að
segja frá Noregi, þar eru veiðar ekki
hafnar og úr þessu verður vart hafin
vertíð. Á Grænlandi eru fimmtungi
færri bátar á veiðum nú en á vertíð-
inni 2013. mþh
Dalabyggð styrkir nemendur
í leikskólakennaranám
Sæúlfur AK er einn þeirra smábáta sem stunda nú hrognkelsaveiðar frá Akranesi.
Grásleppuhrogn eiga
undir högg að sækja
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Sveitarstjórnarkosningar í Dalabyggð
Kjörfundur í Dalabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga verður haldinn
laugardaginn 31. maí 2014 kl. 10-22 í Héraðsbókasafni Dalasýslu,
Miðbraut 11, Búðardal.
Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.
Í Dalabyggð verða óbundnar kosningar og allir kjósendur í kjöri.
Undanþegin er Guðrún Þóra Ingþórsdóttir á Háafelli sem hefur
skorast undan kjöri skv. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar
til sveitarstjórnar.
Kjörstjórn Dalabyggðar
ÚTBOÐ Á SKÓLAAKSTRI
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskóla
í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf skólaárin
2014-2015 og 2015-2016.
Um er að ræða skólaakstur innanbæjar í Borgarnesi, ein leið úr
dreifbýli að Grunnskólanum í Borgarnesi, tvær leiðir að Grunnskóla
Borgarfjarðar á Varmalandi og tómstundaakstur frá Varmalandi í
Borgarnes. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,
á skrifstofutíma.
Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu umslagi, þannig merktu:
„Útboð skólaaksturs við grunnskóla í Borgarbyggð skólaárin
2014-2015 og 2015-2016“ ásamt nafni og aðsetri bjóðanda.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,
mánudaginn 16. júní 2014 kl. 14:00, að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Eiríkur Ólafsson
skrifstofustjóri
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
0
1
4