Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 30

Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Íslenskir eldsmiðir halda eldsmíða- hátíð og eldsmíðamót í samstarfi við Safnasvæðið á Akranesi í Smiðj- unni Görðum dagana 29. maí til 1. júní. Sjálf keppnin fer fram sunnu- daginn 1. júní kl. 11-15. Í tilkynn- ingu frá Akraneskaupstað vegna mótsins segir að boðið verði upp á byrjendanámskeið í eldsmíði, fyrir- lestra og sýningar á handverki og einnig verður vandað handverk til sölu. Handverksmenn verða við vinnu sína á svæðinu. Til að mynda verður hægt að fylgjast með tré- rennismiðum, útskurðarfólki, leir- keragerð og fleiru. Að þessu sinni koma tveir bræður frá Svíþjóð til landsins, Ola og Sebastian Jonsson, en þeir eru sérfræðingar í lofthömr- um. Smiðjan í Görðum státar ein- mitt af einum slíkum, hálfgerðum forngrip, sem á að reyna að koma í gang á eldsmíðahátíðinni. Búist er við að finnist fyrir svolitlum hrist- ingi í jörðu vegna þess. Jon Olofsson kemur sérstaklega frá Svíþjóð til að kenna og halda fyrirlestur um lofthamarsmíði. Jon er mjög hæfileikaríkur smiður og hönnuður og hefur víðtæka reynslu sem kennari. Hann á faglega útbúið og rúmgott verkstæði heima í Sví- þjóð. John Simpkins, smiðjuvin- ur mun koma til landsins sérstak- lega frá Ameríku til að taka þátt í mótinu en hann er giftur vestur ís- lenskri konu; Jan Sigurdson. John hefur mikinn áhuga á að hjálpa til við að gera veg eldsmíðinn- ar sem mestan hér á landi en hann mun halda fyrirlestur á hátíðinni og kenna damaskus smíði. Micha- el Maasing eldsmið þarf vart að kynna fyrir áhugasömum eldsmið- um á Íslandi en hann hefur komið í tilefni eldsmíðamóta ásamt konu sinni, Lindu, nokkur undanfarin ár. Linda er hæfileikaríkur sútari og hefur haldið tvö sútunarnámskeið á Safnasvæðinu á Akranesi. Micha- el kemur til að dæma á mótinu að þessu sinni, auk þess sem hann mun kenna eldsmiðum að vinna stályfir- borð í járn. Þetta er í ellefta sinn sem eldsmiðir verða við vinnu sína á Safnasvæðinu og sjötta árið sem þessi hátíð er haldin. Nánar á elds- midir.net og hjá formanni Íslenskra eldsmiða, Guðmundi Sigurðssyni í síma 869 4748. þá Leikskólinn Garðasel á Akranesi hafnaði í öðru sæti í vali á fyrirmynd- arstofnun á vegum Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar ,,Stofnun ársins - borg og bær“ í flokki minni stofnana. Garðasel hlaut titilinn fyr- irmyndarstofnun ársins í valinu fyr- ir ári. Val á stofnun ársins og fyrir- tæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags og VR. Könnunin er ein stærsta reglulega vinnumarkaðs- könnun sem framkvæmd er í landinu og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Fyrirtækið Spölur á Akranesi í öðru sæti í flokknum lítil fyrirtæki í könnun VR um fyrirmyndarfyr- irtæki 2014. Úrslit í könnuninni voru kunngerð fyrir helgina en val- inu á fyrirmyndarfyrirtæki er skipt í þrjá flokka. Tíu fyrirtæki eru til- nefnd fyrirmyndarfyrirtæki í flokk- um stórra, meðalstórra og lítilla fyr- irtækja og það sem flest stig hlýtur í hverjum flokki er fyrirtæki ársins. Spölur hefur nokkrum sinnum áður verið ofarlega á lista lítilla fyrirtækja. Þá var annað fyrirtæki á Vesturlandi, sem margoft hefur verið tilnefnt í hóp fyrirmyndarfyrirtækja, ofar- lega á lista núna. Það eru Landmæl- inga sem urðu nú í þriðja sæti með- alstórra fyrirtækja. Landmælingar voru í fyrra og hitteðfyrra tilnefnt stofnun ársins í sínum flokki. þá Síðastliðinn mánudag fékk fæðing- ar- og kvensjúkdómadeild Heil- brigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi nýja barnavigt að gjöf frá Helenu Þrastardóttur og fjölskyldu á Þórisstöðum. Að sögn Helenu voru haldnir litlir sveitatónleikar og nokkur bingó á Þórisstöðum síðastliðið haust og var vigtin keypt fyrir ágóðann. „Okkur langaði að gefa af okkur hérna á fæðingadeild- ina. Ég talaði því við starfsfólk- ið hér og fékk að vita hvað vantaði helst,“ segir Helena. Að sögn Önnu Björnsdóttur deildarstjóra, kem- ur vigtin sér mjög vel. „Þessi vigt er mun nákvæmari en hin sem við áttum fyrir. Það er alveg nauðsyn- legt til dæmis þegar börn fá gulu. Þá þarf að mjólkurvigta þau til að vita hversu mikið þau drekka og þá þarf vigtin að vera mjög nákvæm.“ grþ Sérdeild Brekkubæjarskóla á Akranesi barst á dögun- um gjafir frá hjónunum Garðari Garðarssyni og Guðleif Hallgrímsdóttur til minningar um son þeirra, Sindra Dag. Þau hafa áður fært sérdeildinni gjafir til minningar um Sindra og nú gáfu þau Ipad spjaldtölvu ásamt tösku og heyrnar- tóli. Omnis tók þátt í þessu verkefni ásamt Garðari og Guðleif og færa þau fyrir- tækinu bestu þakkir. Einnig færðu þau Garðar og Guð- laug sérdeildinni gjafabréf í versluninni ABC sem m.a. hefur til sölu leikföng fyr- ir einhverfa. Það var Hall- dóra Garðarsdóttir deildar- stjóri sem tók við gjöfunum í sérdeildinni. þá Eldsmíðahátíð á Akranesi næstu dagana Frá eldsmíðahátíð síðasta sumar í Görðum. Hér er heitt járnið hamrað í nýju eld- smiðjunni. Ljósm. jsb. Það er alltaf jafn gaman að verða vitni að því að sjá hryssu kasta. Eig- endurnir eru jafnan spenntir að vita kyn, lit og ekki síst að sjá hreyfing- ar folaldsins þegar það fer á stjá. Næstu daga á eftir er mikið spáð og spekúlerað í ganglagi og byggingu folaldsins, en oft heyrðust gömlu mennirnir segja að best væri að meta folaldið tíu daga gamalt. Hvað svo sem til er í því kemst eigandinn nú yfirleitt alltaf að þeirri niður- stöðu að gripurinn sé hinn falleg- asti og að sjálfsögðu mjög efnileg- ur. Hann getur svo haldið áfram að sannfæra sig um það næstu fjögur árin, eða eins og sumir segja, þang- að til og ef annað kemur í ljós. Hryssan á meðfylgjandi mynd heitir Donna og er frá Króki. Hún er fyrstu verðlauna klárhryssa. Fol- aldið sem er hryssa er undan Eld- járni frá Tjaldhólum. iss Eldjárns- og Donnu- dóttir kemur í heiminn Færðu sérdeildinni gjafir Við afhendingu barnavigtarinnar. Frá vinstri: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Baltasar Freyr Björnsson, Anna Björnsdóttir, Helena Þrastardóttir og Fylkir Leó Björnsson. Færði fæðingardeild HVE gjöf Fyrirtæki og stofnanir til fyrirmyndar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.