Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 44

Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Átt þú rétt á styrk? Sjómennt • Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins • Háteigsvegi,105 Reykjavík • sími 514 9601 Kynntu þér rétt þinn á sjomennt.is Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins: starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika PIPA R\TBW A • SÍA • 130193 „Það er gott að búa á Reykhólum. Ég kann mjög vel við mig. Hér er allt ágætt nema norðaustan áttin. Hún er hundleiðinleg. En mannlífið er ljómandi gott hérna.“ Þetta segir Örn Sveinsson skipstjóri á Gretti BA 39. Það er skip Þörungaverksmiðj- unnar á Reykhólum. Við erum stödd í brúnni á skipinu þar sem það ligg- ur í höfninni þar. Skipstjórinn bíð- ur eftir því að sumarvertíðin á þang- inu hefjist. Það er allt að verða klárt fyrir hana. Unnið allt árið „Þetta er orðið nánast allt árið sem allt er keyrt á fullu hjá okkur. Það er kannski smá stopp milli þess- ara tveggja vertíða sem ég kalla. Í ár hefur það verið einn mánuður sem reyndar er óvenju langt. Ástæðan fyrir stoppinu nú er sú að pramm- arnir sem eru notaði við þangslátt- inn hafa verið í mikilli yfirhalningu. Það var kominn tími á ýmiss konar viðhald. Það er mjög mikilvægt að þeir séu í góðu standi,“ segir Örn. Fjórir menn eru í áhöfn Grett- is. Skipið kom til Reykhóla 15. maí 2011 eftir gagngera endurbyggingu á Akranesi og Akureyri. Það þjón- aði áður sem skelfisksveiðibátur á kúfskel og var smíðað í Kína. Auk Arnar skipstjóra eru stýrimaður, vél- stjóri og kokkur um borð. „Ekki má gleyma kokknum, hann er aðal mað- urinn um borð. Ég og vélstjórinn erum búsettir hér á Reykhólum en kokkurinn býr í Stykkishólmi. Svo vantar okkur stýrimann sem stendur en það rætist sjálfsagt úr því.“ Sjómaður í hálfa öld Örn skipstjóri fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykhóla frá Tálkna- firði árið 2002. Fyrstu árin var hann stýrimaður á gömlu Karlseynni sem var gerð út af Þörungaverksmiðj- unni og skipstjóri þar í afleysingum. „Svo tók ég við þegar Gylfi Helga- son skipstjóri varð 67 ára og sett- ist í helgan stein. Þetta er fínt starf og mjög góður viðkomustaður fyr- ir svona karla eins og mig að vera í áður en þeir fara í úreldingu og á eft- irlaun,“ segir Örn og kímir. Hann hefur verið sjómaður alla sína starfsævi. „Á næsta ári verða komin 50 ár síðan ég var skráður í mitt fyrsta skipsrúm. Það var í júlí 1965 á síldarbát frá Tálknafirði. Þar bjó ég alltaf þar til við fjölskyldan fluttum hingað á Reykhóla. Lengst af var ég á togaranum Tálknfirð- ingi BA þar sem ég var meðal ann- ars skipstjóri. Hann var svo seld- ur frá byggðinni með veiðiheimild- um. Þá lenti ég á hálfgerðum flæk- ingi. Ég var meðal annars á rækju- veiðum á Flæmska hattinum austur af Kanada.“ Á risarækju við Afríku Örn segir að þessar rækjuveiðar austur af Kanada hafi leitt til þess að hann fór að Afríkuströndum til að stunda veiðar á risarækju. Hann var stýrimaður á rækjutogaranum Ottó Wathne þegar tveir félagar hans þar um borð keyptu sér togara frá Nor- egi. „ Það var ákveðið að fara á risa- rækju við Miðbaugs Gíneu í Afríku. Þetta gekk hörmulega. Við veidd- um vart ofan á eina brauðsneið. Þarna var ég í rúma tvo mánuði. Ég veiktist hastarlega. Fékk einhverja ígerð í aðra löppina og var draghalt- ur. Við fengum allir einhvers konar svona kýli og útbrot þarna niður frá. Sennilega voru þetta skordýrabit eða eitthvað svoleiðis. Það var farið með mig til einhvers læknis sem var Spán- verji. Sá tók ekki pípuna úr munni sér á meðan hann var að skoða mig. Þá var fóturinn orðinn stokkbólginn og vessaði úr. Hann svældi pípuna og lét mig hafa einhverja töflur að éta og einhverjar sprautur. Það virk- aði ekki neitt og ég var bara sendur heim til Íslands. Þegar ég kom loks heim til Tálknafjarðar, grindhorað- ur og illa til reika, þá sagði konan við mig að ég færi ekki í fleiri svona leið- angra. Hér eftir yrði ég heima,“ seg- ir Örn. Mjög góð vinna Hann segist hafa hlýtt þeim fyrir- mælum síðan. „Um tíma fór ég að gera út með félaga mínum.Við vor- um með kvótalausan bát en leigðum til okkar heimildir. Það gekk ekki upp. Eftir það byrjaði ég svo hér á skipum Þörungaverksmiðjunnar. Ég kann ljómandi vel við þetta. Við för- um út á morgnana og erum komn- ir aftur inn um miðjan dag. Það er alltaf lagst við bryggju yfir nótt. Þeg- ar við erum á stórþaranum á veturna sækjum við stundum svo utarlega í Breiðafjörðinn að við leggjumst að bryggju í Flatey eða á Brjánslæk til að leggja okkur. Annars erum við mest hér í grennd við Reykhóla.“ Örn útskýrir nánar hvernig vinnslu og útgerð er háttað við þörungatekj- una. „Það má segja að árið skiptist í tvö tímabil þegar þang- og þara- tekjan er annars vegar. Í maí hefst það tímabil þegar þangið er skorið. Það stendur allt sumarið og haust- ið fram í nóvember. Það eru frost- in og ísingin sem stoppar okkur af í því. Við getum ekki átt við þang- skurðinn í frosti. Það leggst ísskán yfir fjörusvæðin með ströndinni þar sem þangið er slegið með sérstökum prömmum. Það er ekkert hægt að nota þá við slíkar aðstæður.“ Uppskera af gróðri hafsins Prammarnir eru ekkert annað en fljótandi sláttuvélar. Þeir slá þangið sem síðan er sett í netpoka sem hver um sig taka um þrjú tonn af þangi. Þessir pokar fljóta. „Þeir eru bundn- ir við ból, kannski 90 til 100 pok- ar saman. Við komum svo á Gretti, sækjum þessa poka og siglum með þá til Reykhóla. Í verskmiðjunni þar starfa á bilinu 16 til 18 manns. Það eru aðeins fleiri þegar þangver- tíð stendur yfir um sumarmánuðina. Það þarf fleiri þá en í þaranum.“ Þegar ekki er lengur hægt að vinna við þangsláttinn með prömm- unum þá er skipt yfir á þaratekju. „Þarinn stendur dýpra og lengra úti frá ströndum og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ísnum þar. Þetta eru tvær tegundir af þara; hrossaþari og stórþari. Sá síðarnefndi er á dýpra vatni. Við kröfsum þarann upp með sérstökum búnaði sem er dreginn á eftir Gretti. Þessi búnaður er eigin- lega eins og stór greiða, sem við köll- um reyndar klóru, sem er slakað nið- ur. Klóran er dregin gegnum þara- beltin og tekur upp með sér gróð- urinn sem safnast í hana þegar híft er. Við erum með tvær svona klórur um borð í skipinu. Alltaf þegar önn- ur þeirra er hífð inn þá er hinni slak- að út og niður. Það er svo losað úr klórunni sem hefur verið hífð inn of- aní lest skipsins.“ Góð reynsla af Gretti Uppskerusvæði Þörungaverksmiðj- unnar er um innanverðan Breiða- fjörð nokkurn veginn alveg frá Brjánslæk, austur um og suður und- ir Grundafjörð. „Við höfum sleg- ið þang í Kolgrafafirði. Prammarn- ir fóru þá undir brúna á liggjandan- um eða hafa strauminn með sér þeg- ar var fjara. Pokunum með þanginu var svo bara skutlað út undir brúna með straumnum í útfallinu og við biðum fyrir utan á Gretti og hirtum þá upp.“ Örn segir að Grettir BA hafi reynst mjög vel síðan skipið kom fyrir þremur árum. mþh Þangskurður í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Ljósm. sk. Sækja þang og þara allt árið um kring Örn Sveinsson skipstjóri fyrir framan skip sitt Gretti BA 39 á Reykhólum. Ljósm. mþh. Þangskurðarprammar við bryggju á Reykhólum. Ljósm. bae. Örn skipstjóri í brú skipsins. Það er afar snyrtilegt og vel búið tækjum enda skipið eins og nýtt. Ljósm. mþh.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.