Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 48

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 „Ég hef aldrei kynnst þessu eins og þetta hefur verið hjá okkur í vetur. Þetta er búið að vera þannig og er enn, að við leggjum netin á nótt- unni og byrjum svo að draga þeg- ar þau hafa legið í tvo til fjóra tíma. Það þýðir ekkert að láta þau liggja í sólarhring því þá veiðist hrein- lega allt of mikið. Fiskgengdin er svo ofboðsleg. Við veiðum bara fyrir vinnsluna í Stykkishólmi og skömmtum okkur því aflann. Í vet- ur höfum við veitt tvo til fjóra daga í viku, tekið vikuskammtinn upp á hundrað tonn, og svo bara far- ið í helgarfrí.“ Þetta segir Margeir Jóhannesson skipstjóri á línu- og netabátnum Þórsnesi SH 109 sem gert er út frá Stykkishólmi. Margeir hefur áratuga reynslu sem skipstjóri. Hann tók við stjórn á sínum fyrsta bát árið 1986. „Áður en ég tók við skipstjórn hjá þess- ari útgerð haustið 2010 þá var ég með dragnótarbáta á Suðurnesj- um. Það var reyndar eldra Þórsnes sem ég byrjaði á en það var selt og nýtt Þórsnes sem nú er keypt fyrir um tveimur árum. Þá var sett beitn- ingavél í skipið. Við notum hana á línuveiðum á haustin fram til ára- móta. Síðan byrjum við á netaveið- um strax á nýju ári. Þær stundum við fram á vorið eða sumarið. Nú í ár ætlum við til að mynda að hætta í lok maí. Þá verður bátnum lagt í þrjá mánuði og við fáum þann- ig gott sumarfrí. Það verður svo ekkert farið af stað aftur fyrr en á nýju kvótaári í september.“ Að sögn Margeirs eru ágætis aflaheimildir á bátnum. Allur þorskur sem veiðist fer til saltfiskvinnslu í Stykkishólmi en aukaaflinn eða það sem ekki er unnið í salt er selt á markaði.“ Illa gekk á ufsanetum Þeir á Þórsnesi SH hafa verið mest í Breiðafirðinum á netunum nú eft- ir áramót utan þess að þeir fórum aðeins suður fyrir að reyna við ufsa. „Við höfum verið svolítið á ufsa- netum á veturna en nú gekk illa. Það var svo mikill þorskur með ufs- anum að við ákváðum bara að fara beint í Breiðafjörðinn aftur til að veiða eingöngu þorsk eða svo gott sem,“ segir Margeir. „Fiskurinn er vel haldinn og virðist hafa nóg æti í Breiðafirði. Það er mjög þægi- legt að sækja þetta svona þegar afl- inn er svona góður og til þess að gera stutt að róa frá Stykkishólmi.“ Þórsnes fer eingöngu í dagróðra sem þýðir að báturinn kemur allt- af inn síðdegis eða á kvöldin þeg- ar róið er. „Við tókum þátt í net- rallinu svokallaða með Hafrann- sóknastofnun nú í apríl og vorum í Faxaflóa. Það virtist vera fiskur víða en sum staðar þó ekki. Þorskurinn virtist að stórum hluta vera kominn upp á grunnið þar og stóð mjög ná- lægt landi. Það var til dæmis mik- ið af þorski í grennd við Straums- vík og Hafnarfjörð,“ segir Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi SH. mþh Ágæt rækjuveiði hefur verið í Breiðafirði og við Snæfellsnes nú í vor og það sem af er sumri. „Það er mjög góð veiði. Það sem af er maí er búið að landa ríflega 600 tonn- um af rækju í Grundarfjarðarhöfn. Hún er unnin hér og á Ísafirði, Sauðárkróki og á Siglufirði. Ég held að yfir 20 bátar séu á þessum veiðum núna. Þar af eru nokkrir af Vesturlandi, héðan úr Grundarfirði og Rifi,“ segir Hafsteinn Garðars- son hafnarvörður í Grundarfirði. Nota Grundarfjörð sem bækistöð Einn þeirra báta sem landa í Grund- arfirði og sækja þjónustu þangað er togskipið Siglunes SI 70. „Við fengum 11 tonn af rækju á þrem- ur sólarhringum. Við vorum ein- ar sex sjómílur frá Rifi. Síðan end- uðum við hérna inni í Breiðafirði, úti af Grundarfirðinum. Við erum stærsti báturinn sem má fara inn á svokallað innra svæði hér í Breiða- firði eftir rækju. Það var opnað nú í maí. Þetta svæði markast í vestri af línu sem er dregin úr Öndverða- nesi og norður í Skor. Við meg- um veiða inneftir Breiðafirðinum innundir á móts við Krossnes hér við Grundarfjörð. Annars er sami kvótinn á rækjunni bæði í Breiða- firði, Jökuldýpinu og Kolluálnum,“ sagði Pétur Bjarnason skipstjóri á Siglunesi þar sem báturinn lá við bryggju í Grundarfirði. Betri veiði en í fyrra Pétur segir að afli Siglunessins fari til vinnslu hjá Ramma á Siglufirði en það fyrirtæki leigir skipið til veiðanna og gerir það út. „Við lönd- um rækjunni sem við fáum hérna vestanlands hér í Grundarfirði. Afl- anum er svo ekið norður. Hér eru fimm karlar um borð og við veiðum eingöngu rækju. Mér finnst rækju- veiðin bæði í Kolluálnum og hér inni í Breiðafirði vera skárri heldur en í fyrra. Ég hef alltaf komið hér á vorin til að fara á rækju svo maður hefur samanburðinn. Rækjuveiðin er þó ekki orðin jafn góð og hún var hér áður fyrr á árunum.“ Pétur seg- ir að þeir á Siglunesi verði á rækju- veiðunum á meðan kvóti sé fyr- ir hendi. „Skipin veiða úr sameig- inlegum kvótapotti og þegar hann er uppurinn þá er veiðum hætt. Ég hef ekki hugmynd um hver staðan á þeim heimildum er núna og veiði bara á meðan ég má veiða.“ mþh Rækjan veiðist vel í Breiðafirðinum Það lifnar yfir Grundarfjarðarhöfn þegar rækjuveiðarnar hefjast á vorin. Hér gera rækjusjómenn við vörpu sína á bryggjunni nú í maí. Ljósm. sk. Siglunes SI lætur úr höfn í Grundarfirði út á rækjumiðin í Breiðafirði. Báturinn hét áður Danski Pétur VE um áratugaskeið og var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi árið 1971. Siglfirðingurinn Pétur Bjarnason er skipstjóri á Siglunesi SI 70. Landað úr Þórsnesi í Stykkishólmi eftir enn einn moktúrinn í Breiðafirði nú í vor. Mokveiði í netin hjá Þórsnesi SH í vetur Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi SH. Ljósmyndir: Eyþór Benediktsson. Þórsnes nýkomið úr róðri við bryggju í Stykkishólmi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.