Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 50

Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Ólafur Helgi Ólafsson er borinn og barnfæddur Hornfirðingur sem flutti ungur að árum til Ólafsvíkur eftir að hafa kynnst eiginkonu sinn Laufeyju Kristmundsdóttur á síld- arvertíð á Hornafirði. Ólafur seg- ist hafa tekið ástfóstri við Ólafsvík strax eftir að hann settist þar að. „Hér er yndislegt að vera. Mað- ur er frjáls eins og fuglinn. Það er ólýsanlegt að róa á handfærin fram á víkina í góðu veðri og sjá fallegt bæjarstæðið og fjöllin gnæfa yfir,“ segir Ólafur Helgi. Hann er mik- ill dýravinur og hefur frá unga aldri haldið bæði fiður- og sauðfénað. Ég eignaðist fyrst dúfur árið 1979 og svo hænur frá 1994. Félagi minn gaf mér síðan eitt lamb. Viku síð- ar átti ég tíu lömb. Boltinn í sauð- fjárræktinni fór að rúlla upp úr því,“ segir Ólafur. „Ásamt tveim- ur félögum mínum hóf ég bygg- ingu á nýju fjárhúsi. Við vorum til- neyddir að fara úr gömlu fjárhúsi þar sem sem við höfðum verið með féð. Það var annað hvort að hætta alfarið eða byggja nýtt. Við völdum seinni kostinn. Ætli við séum ekki með um 70 hausa núna. Auk þess höldum við hænsni, endur og svo dúfur.“ Mikið að gera í sauð- burði og á strandveiðum Ólafur segir að síðustu vikur hafi verið strembnar. „Sauðburðurinn hefur verið í fullum gangi. Hann fellur að hluta á sama tíma og upp- haf strandveiðanna.“ Ólafur gerir út á þær og hefur átt trilluna Glað SH frá árinu 1994. Glaður leysti af hólmi eldri Sómabát með sama nafni. „Það eru alger forréttindi að fá að róa á færaveiðum á sumr- in. Dagarnir í strandveiðikerfinu á þessu svæði mættu þó vera fleiri. Það er ekki hægt að lifa á þessu einu saman. Ég tek sumarfrí mitt á strandveiðum en ég vinn þess á milli í fiskverkun Klumbu,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hann rói hvorki í slæmum veðrum né sæki langt á miðin. „Mér finnst fínt ef ég næ 400 til 500 kílóum í róðri. Það er enginn græðgi í mér. Ég er bara sáttur við mitt,“ segir Ólafur Helgi Ólafsson. Texti og myndir: Alfons Finnsson. „Ég var búinn að fá tvisvar inni áður í skólanum en guggnaði allt- af á að fara. Að endingu og í þriðja sinn sló ég til. Ég hóf námið í fyrra- haust. Það verður þrjár annir þann- ig að ég klára um jólin í ár. Þá hef ég lært til þess að fá réttindi til að stjórna allt að 45 metra löngum skipum. Það er þetta svokallað B- stig.“ Orri Magnússon frá Ólafsvík er lærður pípulagningamaður sem vill gjarnan verða skipstjóri. Hann stundar nú skipstjórnarnám við Tækniskólann í Reykjavík. Sjórinn alltaf haft aðdráttarafl „Ætli maður reyni svo ekki að kom- ast á sjóinn þegar náminu lýkur,“ segir Orri. Hann veit þó ekki enn hvort hann ætli að gera fiskveið- ar að ævistarfi. „Ætli ég sjái ekki hvernig þetta þróast. Ég hyggst byrja þar allavega.“ Hann var bú- inn að róa tvær netavertíðir á Ólafi Bjarnasyni SH í fyrra og hitteðfyrra þegar hann ákvað loks að taka skref- ið til fulls, fara í skólann og ná sér í réttindi. „Magnús Jónasson, faðir minn er stýrimaður þar um borð en bróðir hans Erling er skipstjóri og útgerðarmaður. Sjómennskan hef- ur alltaf togað í mig þó ég sé lærð- ur pípulagningamaður. Ég fór til Reykjavíkur í fyrravor þegar vertíð- inni þá var lokið. Um sumarið vann ég sem pípari í blokk sem var verið að byggja. Svo fékk ég inni í skip- stjórnarnáminu um haustið. Í vetur hef ég svo unnið sem pípulagninga- maður með skólanum. Krefjandi nám Þannig hefur það hentað Orra mjög vel að vera með iðnmenntun sem hefur gert honum kleift að afla tekna með skólanum. Hann segir að það sé þó ekki möguleiki að vera í fullu starfi með náminu. „Skól- inn er frá átta til hálf sex alla daga. Námið er mjög krefjandi. Það þarf að hafa verulega fyrir því að ná sér í skipstjórnarréttindi í dag. Mér finnst þetta miklu erfiðara heldur en iðnnámið á sínum tíma þegar ég lærði pípulagnirnar. Mörg fögin eru krefjandi og mikið um verkefna- skil. Stöðugleikinn getur til dæm- is verið snúin námsgrein ef menn ná ekki tökum á því fagi strax. Ég lagði mikla vinnu í það fag. Svo er það siglingafræðin, siglingaregl- ur og veðurfræði. Þetta eru 22 ein- ingar á önn og 45 kennslustundir á viku.“ Orri lætur þó engan bilbug á sér finna. „Ég ætla að vinna í pípu- lögnum í sumar og taka samhliða því stærðfræðiáfanga í sumarskóla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti sem gerir þar af leiðandi komandi haustönn örlítíð einfaldari. Þetta er kennt tvö kvöld í viku.“ Vinsælt og skemmtilegt Nokkrir Vestlendingar stunda nú stýrimannanám. Að sögn Orra eru tveir aðrir núna úr Ólafsvík í dag- námi í skólanum. Svo eru nokkrir frá Grundarfirði og Stykkishólmi í stýrimanna- og vélstjórnarnámi. Einnig eru nemendur frá Akranesi. „Námið hér virðist mjög vinsælt núna. Það er mikil aðsókn. Skólinn er mjög góður, þetta er skemmtilegt nám og góður andi. Það er dálítið keppnisskap í mönnum, þeir reyna að standa sig sem best í náminu og það er bara fínt. Hér eru menn á öllum aldri, allt frá 16 til 60 ára en mér skilst að meira sé um yngri nemendur nú en áður hefur verið. Það er þó töluvert af eldri strákum hér í skólanum. Menn með reynslu. Mér skilst að það séu alls um 250 nemendur alls við skipstjórnarnám í skólanum, bæði í dagskóla og dreif- námi.“ Orri segir að sér hugnist vel að verða með réttindi bæði í skip- stjórn og svo í einhverri iðn eins í pípulögnum í hans tilviki. „Þetta gefur hvorutveggja góða atvinnu- möguleika í framtíðinni.“ mþh Neta- og dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason SH þar sem Orri var í áhöfn áður en hann fór í skipstjórnarnámið. Píparinn sem stefnir á skipstjórn Orri Magnússon frá Ólafsvík lýkur skipstjórnarnámi um næstu jól. Ólafur Helgi dyttar að línunni. Ólafur er sáttur við sitt í Ólafsvík Ólafur Helgi Ólafsson hampar vænum þorski á trillunni sinni við ægifagra fjallasýnina norðan Jökuls. Það er í nógu að snúast um sauðburðinn. Hér fær eitt lambanna mjólk úr pela hjá bónda sínum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.