Skessuhorn - 27.05.2014, Side 53
53ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
stundum orðið að hörfa í öruggan
faðm Ístaks. Þeir freistuðu líka með
spennandi verkefnum eins og Sult-
artangavirkjun og hafnargerð í Ísra-
el. Einu sinni var hringt í mig þegar
ég var að koma úr steinbítsróðri og
fiskiríið var frekar lélegt og verðið
sama og ekki neitt. „Heyrðu, nú er
ég að fara að byggja bryggju hérna
í Ashdod í Ísrael,“ sagði Loftur
Árnason í símann en hann var verk-
stjóri hjá Ístak. „Við vorum bún-
ir að ráða þarna menn sem sögðust
vera atvinnumenn í byggingaiðn-
aði en það gerist ekkert. Þeir bara
rífast um teikningarnar, skilja ekki
neitt. Sá sem er hæst settur í hern-
um, hann á að ráða en hann veit
minnst. Heyrðu, skelltu þér bara.“
Ég var bara kominn eftir tvo daga
í þetta ástand og var þarna í fjóra
mánuði. Þetta var syðst í Ísrael, rétt
norður af Gaza-ströndinni. Þarna
kynntist maður því vel hvað deilu-
málin eru erfið og flókin fyrir botni
Miðjarðarhafs.“ Steindór er mað-
ur með margar skoðanir og hann
lætur fylgja með kjarnyrta ræðu
um íslenska stjórnmálamenn sem
halda að þeir geti komið sem frels-
andi englar og leyst málin í þessum
heimshluta.
Í humarnum, saltfiski
og hval
Steindór segist hafa unnið mörg
störf um æfina. Hann er fæddur og
uppalinn á Akranesi og man þá tíma
vel þegar flest snerist þar um sjávar-
útveginn. „Ég byrjaði sjö ára gamall
að slíta humar hjá Heimaskaga hér
á Akranesi. Þarna vorum við strákar
á aldrinum sjö til tólf ára með sult-
ardropa í nefinu og stungum okk-
ur á göddunum. Jafnvel mátti sjá
tár á hvarmi á einstaka manni þeg-
ar fór að líða á daginn. Svo gekk
verkstjórinn um með stóran poka
af brjóstsykri. Þeir sem voru fyrst-
ir með balana fengu brjóstsykur.
Ég var einn af þeim yngstu og náði
rosalega sjaldan að fá brjóstsyk-
ur. Ég var svo lítill að hanskarnir
voru settir á mig og svuntan reim-
uð á mig áður en ég labbaði þannig
klæddur úr húsinu heima á Háteig
niður í Heimaskaga. Svo var ég átta
ára að vaska saltfisk hjá Gunnari
heitnum Gunnarssyni niðri á Æg-
isbraut. Þar var ég í tvö ár. Svo kom
hvalurinn.“
Steindór var aðeins um tíu ára
gamall þegar hann byrjaði að vinna
við að skera hvalkjöt á sumrin niðri
í Heimaskaga. Þar vann hann í
nokkur sumur. „Það var í fyrsta sinn
sem ég sá brúnan 500 kall í umslagi.
Það var alltaf útborgað hjá Hval hf.
á sama degi á sama klukkutíma.“
Hvalur og Ístak
bestu fyrirtækin
Þegar tognaði úr Steindóri lá leið
hans á vertíð í hvalstöðinni í Hval-
firði. „Ég var á planinu þar innfrá
sumarið 1969. Þar lærði ég að
drekka brennivín og kunni mjög
vel við mig. Þetta var spennandi,
skemmtileg og mikil vinna. Stund-
um sváfum við í öllum fötunum á
milli vakta. Hentum okkur nið-
ur og steinsofnuðum. Þarna kom
ég vellríkur heim um haustið og
gat keypt mér skot og nýja byssu.
Hvalur og Ístak eru bestu fyrir-
tæki sem ég hef unnið hjá. Ég man
alltaf einu sinni að einn strákurinn
sem var að vinna á planinu brenndi
sig á löppinni á heitri gufu. Loft-
ur heitinn Bjarnason, faðir Krist-
jáns Loftssonar, og forstjóri Hvals
hf. var akkúrat nýkominn þarna á
fína Bensinum sínum sem var mjög
flottur bíll sem fáir áttu þá. Hann
hikaði ekki eitt augnablik. Strákur-
inn var strax drifinn inn í bíl allur
útbíaður í slorgallanum og breitt
yfir hann. Engum tíma eytt í að
setja neitt undir hann eða neitt.
Síðan keyrði Loftur í loftköst-
um beint suður til Reykjavíkur á
öðru hundraðinu. Einn af bílstjór-
um Hvals mætti honum. Sá sagðist
aldrei hafa séð bíl keyra jafn hratt
um Hvalfjörðinn. Þetta fór allt vel
en svona voru þessir menn.“
Stórufsinn horfinn
úr Faxaflóa
Það er frá ótal mörgu að segja. Á
meðan hækkar línan í balanum.
Botninn dettur oftast úr línuveið-
unum á steinbít í Faxaflóa í júní-
byrjun. Þá hefur Steindór oftast
farið á stórufsaveiðar með hand-
færum. „Það er rosalega gaman. Í
dag er þetta uppáhaldsveiðiskapur-
inn minn. En eftir að sandsílið fór
að hverfa í Faxaflóa þá hefur ufsinn
brugðist líka. Ufsagöngur í Faxa-
flóa hafa verið hverfandi síðustu
tvö sumur.“
Þessi reyndi trillukarl sem gjör-
þekkir lífríkið í Faxaflóa lýsir því
hvernig ástandið var allt þar til fyr-
ir nokkrum árum. „Maður sigldi
kannski hérna á sumrin frá Baulu-
rifinu, eftir Sviðinu og lengst norð-
ur á Hraun. Alls staðar sáust fugla-
ger og síli undir, hrefnur á sundi og
allt á fullu. Þetta hefur gerbreyst
eftir að sandsílið hvarf. Ég veit ekki
hvað hefur gerst. Makríllinn liggur
undir grun. Hugsanlega étur hann
upp hrogn sandsílisins eða ung-
viðið. Þetta með sandsílið er grafal-
varlegt mál. Allt byggir á því. Bæði
fiskarnir, hrefnan og sjómennirnir
lifa á því. Ef sílið skilar sér ekki þá
kemur til dæmis engin hrefna inn í
Faxaflóann. Þetta er ástæðan fyrir
því að hvalaskoðunarbátarnir eiga
erfiðara með að finna hrefnur. Þeir
sem stunda hrefnuveiðar skjóta
bara örfá dýr á ári. Þeir eiga enga
sök á því ef ekki sést til hvala. Þetta
er ætisskortur og ekkert annað.“
Veiðigjöldin bíta
í reksturinn
Talið beinist að útgerðinni í dag.
Steindór segir að það sé besta
starf í heimi að vera sjálfstæð-
ur trillukarl eins og hann sjálfur.
Hann sé einfaldlega veiðimaður í
eðli sínu en þetta sé barátta eins
og allt annað. „Maður man alltaf
bara eftir góðu stundunum. Full-
ir slóðar af fiski og seiluð línan
af stórum fiski; steinbíti, ýsu eða
þorski. Baslið reynir maður ekkert
að muna. Það þurrkar maður bara
út úr minninu. Þegar lagt er upp í
veiðiferð er maður fullur af bjart-
sýni og veit aldrei hver útborgun-
in verður. Kannski færðu eitthvað,
kannski mikið og kannski margfalt
trésmiðakaup. Það er ekkert vit í
að hætta þessu á meðan maður
er svona frískur. Ég er minn eig-
in herra. Þetta hefur gengið ágæt-
lega. Ég hef borgað þokkalega
háa skatta, sérstaklega tvö síðustu
árin. Í fyrra greiddi ég fjórar millj-
ónir á þessa einu litlu trillu með
veiðigjöldum og öllu. Þessi veiði-
gjöld eiga kannski rétt á sér. Mað-
ur finnur þó verulega fyrir þeim.
Þau koma ofan á öll önnur útgjöld
og þau eru mörg, falla ofan á lækk-
andi fiskverð og snerta reksturinn
illa.“
Keypti sér kvóta til að
hafa lifibrauð
Hann segist eiga nægar aflaheim-
ildir fyrir sig einan en ekki til að
geta verið með mann með sér í
vinnu. Steindór Oliversson er sjálf-
stæður einyrki. „Ég geri allt sjálfur
nema vinna í vélinni. Ég fæ Gulla
Ket [Guðlaug Ketilsson] og aðra
vini mína til að hjálpa mér með
slíkt. Þar vil ég nefna rafvirkjana
Ármann Ármannsson og Samúel
Ágústsson auk Guðjón og Jón hjá
vélsmiðjunni Steðja hér á Akranesi.
Ómissandi menn í minni útgerðar-
sögu. Á sínum tíma var ég mest á
sel- og lúðuveiðum þegar ég átti að
vera að ryðja upp fiski og ná mér í
aflareynslu til að fá síðan úthlutað
kvóta þegar kvótakerfið var sett á.
Seinna varð ég því að gera það upp
við mig hvort ég vildi verða leigu-
liði og leigja til mín kvóta, bíða eft-
ir því að fiskur félli af himnum ofan
eða leggja hausinn að veði og kaupa
mér kvóta. Ég fór í það að kaupa
mér kvóta í smá skömmtum. Ég er
núna með einhver 45 tonn í þorskí-
gildum. Það má svo drýgja með lí-
nuívilnun og fleiru samkvæmt regl-
unum. Ég ræ allt árið. Besti tím-
inn er oft um veturinn. Þá er verð-
ið hæst.“
Steindór segir að það sé erfitt að
stunda rekstur í kerfi sem taki sí-
felldum breytingum eins og gerst
hafi með kvótakerfið. „Frá því ég
keypti mínar fyrstu veiðiheimild-
ir er ég þrisvar búinn að fá bréf
frá stjórnvöldum þar sem mér hef-
ur verið tilkynnt að minn kvóti sé
skertur vegna þess að það þurfi að
búa til heimildir handa öðrum. Síð-
ast gerðist þetta þegar strandveiði-
kerfið var sett á. Ég hef í tvö skipti
orðið að mæta þessu með því að
kaupa mér meiri kvóta svo ég gæti
haft vinnu og lifibrauð. Mér finnst
þetta ósanngjarnt því ég hef orðið
fyrir tjóni. Það er eins og maður sé
í ónáð af því maður spilar með regl-
unum í kvótakerfinu.“
Hvergi hættur enn
Hann ætlar þó hvergi að hætta út-
gerð og sjósókn þó hann sé orðinn
rúmlega sextugur. Veiðar og vistin
úti í náttúrunni hafa verið líf hans
og yndi alla ævi fyrir utan eiginkon-
una, börnin og barnabörnin. Þau
eru orðin níu talsins. „Það er eng-
in ástæða til þess á meðan heilsan
er góð. Mér hefur ekki orðið mis-
dægurt síðan ég steig upp úr misl-
ingunum vorið 1960 þegar Örlyg-
ur Stefánsson æskuvinur minn kom
og færði mér fífla og appelsín svo
mér batnaði. Ég hef verið sprækur
síðan.“
Línubalinn er fullbeittur af lokk-
andi freistingum fyrir steinbítana
í Faxaflóa. Við kveðjum Steindór
Oliversson. Leonard Cohen hækk-
ar raust sína í hátölurunum í beitn-
ingarskúrnum: „If you want to strike
me down in anger, here I stand, I’m
your man...“
mþh
Freistingarnar undirbúnar fyrir steinbítinn í beitningarskúrnum. Að baki Stein-
dórs er kartöfluútsæði vorsins sem bíður óþreyjufullt þess að komast í jörðu.
Ljósm. mþh.
Ýmissa grasa kennir á veggjum beituskúrsins. Þar má meðal annars skoða myndir
af hinum ýmsu persónum sem eru fyrir ólíkra hluta sakir í uppáhaldi hjá eigand-
anum. Ljósm. fh.
Trillan hans Steindórs heitir Þura AK og er sú þriðja í hans útgerðarsögu. Hér við línudrátt vestur af Akranesi. Ljósm. fh. Steindór dregur steinbítinn, þann gráa
hafkött úr djúpi hafsins. Ljósm. fh.
Hann unir sér vel við veiðar á Þuru. Ljósm. fh.