Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 54

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Skipstjóra Dag ur í lífi... Nafn? Ólafur Hallgrímsson. Starfsheiti? Skipstjóri á M/S Dantic sem er norskt flutninga- skip. Dantic er 64 metra langt og 11 metra breitt, svokallað laus- flutningaskip og lestar um 1700 tonn. Það var smíðað á níunda ára- tug síðustu aldar, traust og gott skip. Fjölskylduhagir? Fráskilinn fjög- urra barna faðir. Þegar ég á frí í siglingunum bý ég heima á Akra- nesi. Áhugamál? Landafræði, lestur, ferðalög og margt fleira. Síðan er mér annt um þá sem minna mega sín. Hvernig var vinnudagurinn (þriðjudagurinn 20. maí)? Við lestuðum á stað sem heit- ir Seljestokken í Sogn- og Firða- fylki í Vestur Noregi í gærkvöldi, 19. maí. Eftir lestun sigldi ég skip- inu norður á bóginn og þar sem ég þurfti að stoppa við eyjuna Måløy og setja í land farþega frá Íslandi. Sá þurfti að ná hraðferjunni til Björg- vinjar og flugi heim til Íslands. Um kl 04:00 tók stýrimaðurinn við. Ég lagði mig aðeins. Svo var ég ræstur og kominn aftur upp í brú um tíu- leytið. Ég sá um siglinguna inn til Álasunds þangað sem ferðinni var heitið með farminn. Þar vorum við um hádegið og hófst losun strax. Á meðan því stóð fékk ég þær frétt- ir að við ættum svo að lesta annan farm á stað sem heitir Hundsvika. Með því fylgdu skilaboð um að þeir lestuðu ekki skipið í dag ef við kæmum eftir kl 20. Dagurinn fór þannig í það að reka á eftir og losa skipið á sem skemmstum tíma. Um leið hringdi ég til Hunds- vika og reyndi að beita persónu- töfrunum að ná lestun þó við yrð- um í seinna lagi. Við sigldum um kl 17 frá Álasundi og ég náði að vera komin til Hundsvika klukkan 19:45. Við fengum þar með lest- un og hún stendur yfir nú þegar ég ræði við Skessuhorn. Eftir að karl- arnir verða búnir að lesta skipið er ferðinni svo heitið til Geitvika þar sem við losum í nótt. Þetta er því langur vinnudagur eins og þeir eru reyndar flestir í þessum strandsigl- ingum. Ég næ þó að leggja mig á stíminu til Geitvika og á meðan við losum þar. Hundsvika og Geitvika eru bara litlir bryggjustaðir fyrir sunnan Álasund. Fastir liðir alla daga? Við siglum með lausa farma svo sem jarðvegs- efni og þess háttar til ýmissa staða meðfram norsku ströndinni. Þetta eru yfirleitt stuttir túrar og ég þarf daglega að fá upplýsingar um hvar eigi að lesta og losa og síðan skila förmunum bæði hratt og örugg- lega. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Ég náði því mark- miði sem stefnt var að. Var dagurinn hefðbundinn? Já, það má segja það. Það er alltaf stress að ná lestun og losun á sem stystum tíma. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég hef verið í þessum flutn- ingum við Noregsstrendur síðan í maí 2007. Þessu skipi hef ég stýrt frá því í ágúst í fyrra. Annars hef ég starfað í Noregi frá haustinu 2002. Ég hef komið á mörg hundr- uð staði hér með allri ströndinni, allt frá Kirkenes í norðri og til sænsku landamæranna í suðri. Auk þess hef ég siglt til hinna Norður- landanna og til hafna við Eystra- salt og víðar í Evrópu. Er þetta framtíðarstarf þitt? Já. Ég verð í þessu á meðan ég stend í lappirnar. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Tvímælalaust. Ég þrífst mjög vel í þessari vinnu og þyk- ir það forréttindi að sigla hér um norska skerjagarðinn og fá borgað fyrir það. Eitthvað að lokum? Ég vona að börnum mínum og barnabörnum líði vel sem og og aldraðri móð- ur minni, auk allra annarra sem mér þykir vænt um. Svo óska ég stéttarbræðrum og öllum öðrum heima á Íslandi gleðilegrar sjó- mannahátíðar. mþh M/S Dantic við bryggju í norskri kvöldsól. Skagamaðurinn Ólafur Hallgrímsson við stjórnvölinn á skipi sínu Dantic. Einn þeirra trillukarla sem gera út frá Ólafsvík er Haukur Randvers- son á Geysi SH 39. „Ég byrja yfir- leitt að róa með handfæri héðan frá Ólafsvík í mars á hverjum vetri. Ég ætlaði að gera það sama í ár en það klikkaði. Hefðbundin mið Ólafs- víkurbáta sem gáfu góðan afla í fyrra og áður brugðust í ár. Þó er það reyndar svo að aflinn var góður hjá handfærabátunum sem réru nú snemma í vor frá Arnarstapa. Það var líka þorskur suður úr öllu, jafn- vel rétt fyrir utan Hafnarfjörð. Svo kom hrygningarstoppið í apríl. Það fór að ganga miklu betur héðan eft- ir að því lauk. Veiðin var mjög góð í lok apríl,“ segir Haukur nýkom- inn úr róðri eitt mánudagssíðdeg- ið í maí. Býr fyrir sunnan Hann er fæddur og uppalinn í Ólafsvík þó hann sé ekki búsett- ur þar í dag. „Þetta er ég búinn að stunda síðan 1983, það er að stunda trilluútgerð og róa til fiskjar. Í dag á ég tólf tonna kvóta. Leigi frá mér ýsu- og steinbítskvótann og veiði frekar þorsk í staðinn.“ Haukur rær á handfærum á hraðfiskibát sínum. „Ég bý nú suður í Reykjavík þó ég rói héðan frá Ólafsvík og sé með bátinn hér. Þegar ég er fyrir vestan á veiðum bý ég svo hjá tengdafor- eldrum mínum í Stykkishólmi. Ég ek svo alltaf út í Ólafsvík og aftur til baka í Hólminn. Ég vil hafa bát- inn í Ólafsvík og sækja þaðan. Það hef ég gert alla tíð.“ Á sínum tíma flutti Haukur suður með fjölskyldu Trillukarl sem þarf að ráða sínum tíma sjálfur Haukur er fjölskyldufaðir með fatlaðan son. Það hentar honum best að vera eigin herra svo hann fái ráðið vinnutíma sínum sjálfur svo hann geti sinnt fjölskyldunni þegar þörf krefur. sína. Aðstæður knúðu þau til þess. „Þetta var árið 1996. Eldri sonur okkar er fatlaður, hann er með klof- inn hrygg. Við fórum suður til að fá betri þjónustu fyrir hann. Ég held nú samt í dag að þjónustan fyrir fatlaða sé ekkert betri fyrir sunnan heldur en hér fyrir vestan. Kannski bara verri ef eitthvað er.“ Þarf að ráða sínum tíma sjálfur Haukur segir að sonur þeirra hjóna sé mjög duglegur þrátt fyrir fötl- unina. „Hann stundar til dæm- is sund af miklu kappi hjá Íþrótta- félagi fatlaðra og keppir í mótum bæði hér heima og erlendis. Síð- an fæddist yngri sonur okkar með hjartagalla en það tókst að laga það. Svo er konan mín öryrki.“ Þessi fötlun og veikindi hafa gert það að verkum að Hauki finnst best að vera sjálfstæður trillukarl. Þá hefur hann þann sveigjanleika sem hann þarf í sínum vinnutíma til að geta sinnt fjölskyldunni. „Ég kann vel við að vera á sjónum. Það fylgir því ákveðið frelsi að vera sinn eig- in herra. Ég ræð mínum vinnutíma mikið sjálfur og það hentar vel fyr- ir okkar fjölskyldaðstæður þar sem við erum með fatlað barn. Ég get þá tekið mér frí ef þess þarf og verð ekki að vera kominn upp á náð og miskunn vinnuveitanda. Líklega mun ég bara halda þessu áfram þar til ég kemst á eftirlaunaaldur nema ég missi þá áhugann fyrr,“ segir hann hress í bragði. Hefur val milli möguleika í sumar Haukur hyggst ekki fara á makríl- veiðar í sumar eins og svo marg- ir kollegar hans. Hann hefur ekki áhuga á þeim veiðiskap. „Það eru líka margir að tala um að það verði verðfall á makrílnum í sumar. Því verði ekki eftir eins miklu að slægj- ast og á síðustu árum. Hins vegar á ég grásleppuleyfi sem er á öðrum bát sem ég er eigandi að. Kannski ég noti það í ár og fari þá á hrogn- kelsaveiðar út frá Stykkishólmi. Þá gæti ég verið bæði á grásleppu í einhverja daga og svo á handfær- um með Geysi SH héðan úr Ólafs- vík. Svo er líka möguleiki að fara á strandveiðarnar seinna í sumar þeg- ar ég er búinn með kvótann minn. Eins og er sé ég til hvernig þetta þróast. Það er margt sem getur haft áhrif á það hvernig maður spilar úr stöðunni.“ mþh Haukur Randversson landar fallegum handfæraþorski úr bát sínum í Ólafsvíkurhöfn. Geysir SH kemur hlaðinn til löndunar eftir góðan dag á miðunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.