Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 56

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 8,6m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 2 Handfæratrillan Kári II SH á miðunum. Það er Lúðvík Smárason sem er við handfærin. Ljósm.: af Segja breytingar hafa orðið í göngum og útbreiðslu þorsks við Snæfellsnes Feðgarnir Lúðvík Smárason og Smári Lúðvíksson gera út hand- færabátinn Kára II SH 219 frá Rifi. „Við ætlum að róa í sumar og veiða af eigin heimildum. Það voru mjög góð aflabrögð í apríl, þá fékk ég 35 tonn og allt á handfæri. Við erum eingöngu á þeim og förum ekki á strandveiðarnar. Það er nægur kvóti á bátnum. Við byrjum á hand- færunum í mars og erum út ágúst,“ segir Lúðvík. „Aðra mánuði ársins er ég að smíða. Ég er lærður húsa- smiður, hef líka numið bygginga- fræði og stúderað smíðar gamalla húsa. Sjómennskan gefur manni árstekjur þessa mánuði sem hún er stunduð og svo sinni ég smíðunum þar fyrir utan.“ Sandsílið sem batt þorskinn er nær horfið Báðir hafa þeir Smári og Lúðvík áratuga reynslu af veiðum vestur við Jökul. Þegar blaðamaður Skessu- horns hittir þá er stund milli stríða á handfæraveiðunum við Snæfellsnes. Það er ekki róið þennan dag held- ur er tíminn notaður til að dytta að bátnum. Talið berst að sveiflunum í lífríkinu. „Það kom alltaf síli sunn- an að í byrjun maí. Það dreifði sér fyrir Snæfellsnes og inn á Breiða- fjörð. Þetta síli hélt gönguþorskin- um hérna inni á grunninu norðan- megin við Snæfellsnesið. Sílið fór svo að hverfa 2007. Núna er síldin sem er að ganga út úr Kolgrafafirð- inum eina ætið sem þorskurinn fær. Þá fer hún með kantinum norður af nesinu en eiginlega ekkert inn á grunnið,“ útskýrir Lúðvík. Þorskurinn eltir síldina Hann segir þetta leiði til þess að þorskurinn haldi sig úti í grunn- brúninni. Hann elti svo síldina þegar hún fer út. „Allur þorskur hverfur þannig af grunnslóðinni um sumartímann og endar úti á Látragrunni eða djúpt úti á Fláka- num. Áður hélt sílið fiskinum inni á svæðinu. Á þennan hátt hefur fisk- gengd við norðanvert Snæfellsnes breyst mikið á undanförnum árum. Í fyrrasumar þurftum við að sækja þorskinn bæði í júní og júlí einar 30 mílur út frá landi. Það er ekki þar fyrir að það er alveg rótfiskirí hjá bátunum bæði á net og línu á grunnslóðinni seinni hluta vetrar alveg fram á þennan árstíma, seg- ir Lúðvík. „Enginn veit hvað veld- ur þessum breytingum. Kannski er það hlýnun sjávar. Sumir vilja kenna ákveðnum veiðarfærum um þetta. Svo er það makríllinn. Hann þarf að éta. Kannski hann höggvi svona stór skörð í sílastofninn.“ Hlýnunin hefur margar afleiðingar Smári faðir hans segir að hann hafi nýverið sótt fund með Ein- ari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Hann sagði að við mættum nú ekki alveg kenna makrílnum um að sílið hefði horfið. Sjórinn væri að hlýna og svo margt að breytast í kjölfar þess. Tegundasamsetning á fiskislóðinni, breyting í útbreiðslu fiskistofna og annað væri afleið- ing hlýnunarinnar. Hann sagði að norðaustan áttin væri orðin mjög ríkjandi og hún beindi hafísnum svo meir en áður frá því að kom- ast nærri okkar slóðum hér vest- an Íslands. Ísinn leitaði síður beint suður á bóginn við slíkar aðstæður. Hlýr Golfstraumurinn ætti einnig hægar um vik en fyrr að streyma norður á bóginn. En auðvitað er þetta allt margslungið.“ Nú bíða menn þess að sjá hvort þetta ástand verði líka viðvarandi í sumar, enn eitt árið í röð. mþh Feðgarnir Lúðvík Smárason og Smári Lúðvíksson í Rifi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.