Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 64

Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Vísnahorn Eitt af því fáa sem er öruggt í lífinu er að ekk- ert er öruggt og hlutirn- ir halda áfram að breytast í það óendanlega. Jafn- vel fiskigöngur breyt- ast. Á mínum æskuárum byggðist allt á síld og þorski og reyndar um nokkurt skeið fyrir mína tilurð snerist allt um síldina, hvort hún kæmi eða kæmi ekki. Kemur hún fyrir austan eða norðan eða verður kannske Hvalfjarðar- síld? Allt voru þetta mikilvægar spurningar og valt á miklu með svörin. Jafnvel heill þjóðar- innar. Á þessum tímum orti Leifur Haralds- son: Um hafdjúpin sveimar hin silfraða mergð. Enginn veit og enginn veit hvað ákvarðar hennar ferð. Enginn veit hver þylur það álaga orð sem hausnum snýr í öfuga átt við sporð. Hitt vita allir að í því býr heill vorrar þjóðar hvert hausinn snýr. Það mun hafa verið á þessum árum sem eft- irfarandi var ort og sungið undir laginu Hlíð- in mín fríða: Sá ég síld vaða suður af Langanesi, gróðavon glaða geisla af mörgu fési. Samgleðst ég með sanni síldarútvegsmönnum á hausnum í hrönnum. Þegar síðan síldin hvarf af vettvangi sneru menn sér að loðnunni sem áður hafði þótt frekar ómerkilegt fyrirbrigði og gerðu henni sömu skil. Fyrir allmörgum árum var R/S Árni Friðriksson við loðnuleit út af Norður- landi í janúarmánuði. Sáralítið hafði fundist, enda var þetta á þeim tíma þegar loðnuveiði var í lágmarki vegna ofveiði áranna á undan. Bárust þá fréttir um það að togarar, sem voru á Fætinum, hefðu orðið varir við mikið af loðnu og var mælst til þess að Árni Friðriks- son færi strax austur til að kanna þetta. Leið- angursstjóri taldi ekki fullleitað fyrir norðan og vildi klára það áður en haldið væri aust- ur. Kom þá skeyti frá forstjóra Hafrannsókna- stofnunar þess efnis að haldið skyldi tafarlaust austur. í tilefni af því orti Jóhannes Briem, sem var einn af leiðangursmönnum: Ég sendi þér Eyjólfur skeyti og segi þar hátt og snjallt: Þú siglir í austur og svo á Fótinn og síðan þar útum allt. Mér bárust þau boð að austan, sem býsn mér þykja og slæm, að bankarnir þar séu búnir að loka og björgin sé lítil og dræm. Þá sögðu og frændur í fréttum, að finnist ei loðna þar skjótt öll fyrirtæki þá fari á hausinn og fallið sé geysi ljótt. En utan af Fæti ég fregna að finnist öll býsn þar af „skít“. Troll séu loðin og troðfull af loðnu, ég trúa því greiðlega hlýt. Því skuluð þið leita og leita um langa eða skamma hríð, uns loðnustofninn að lokum verður sem leiftur frá horfinni tíð. Ekki líkaði leiðangursstjóra allskostar kveð- skapurinn enda svo sem ekki gallalaus og svar- aði: llla er orðum raðað og ort ljótt. Þú hefðir betur þagað og það fljótt. Síðan var haldið á Austfjarðamið en er þangað kom gerði brælu. Þegar búið var að halda sjó um tíma sagði Jóhannes: Vistin hér á veðurdufli varla getur talist góð. Lífsins gang ég tel ei trufli þó töltum við á aðra slóð. Ýmsir hafa lent í ævintýrum á sjó og sum þeirra hafa jafnvel endað vel. Um ævintýri Stefáns nokkurs Péturssonar kvað nafni hans frá Móskógum meðal annars og sýnir sig þar að hinn fyrri nafni hans var ævintýramaður: Kompásstrikin kunni öll, kort að strika og þekkti fjöll. Aldrei hik né æðruköll oft þó kvikan gerði spjöll. Í öllum vanda þarfaþing þekkti fjandans útsynning þegar landið lagði í kring lenti í strandi hetjan slyng. Mátti sverja meinsæri, mannorð verja á skútunni, stýra í hverju stórviðri, stráka berja úr kojunni. Gísli Gíslason hét maður og kenndur við Lágmúla á Skaga og nefndur Gísli Lági. Um hann kvað Lúðvík Kemp allnokkurn brag og segir þar svo frá sjómennsku Gísla: Beitti að háu boðunum bátnum smáa í ofviðrum grillti og brá við grönunum Gísli Lági af Skaganum. Önnur vísa um sama mann og eftir sama höfund en ekki þó úr umræddum brag bend- ir til að ekki hafi Gísli sá verið sjóhræddur úr hófi: Þó að sjávarbáran blá belgja nái túla gengur ráargöltinn á Gísli á Lágamúla. Enn sækja Skagfirðingar sjó og sumir all- vasklega og þar sem víðar munu dæmi um að menn sem búa inni í landi eigi einhverj- ar fleytur til að draga björg í bú. Skagfirðing- ar tveir fóru eitt sinn í róður en lentu þar í hremmingum og varð sú ferð allsöguleg. Jó- hann í Stapa tók síðan ferðasöguna saman og festi í stuðla og birtist hér hluti úr því skjali: Ríms í flækju fram ég sendi frásögn rækilegasta þar sem frækinn Friðrik renndi fram á rækju bithaga. Frjálsir knáir firðar tróðu fram á bláan gedduvöll bárur lágar yfir óðu ötul sjávarferðatröll. Snemma að morgni minnka skriðið, á marartorgi stansa varð. Sendu út dorgir, settu á miðið Sjávarborg í Vonarskarð. Firrtur meinum Friðrik hleypti færi hreinu í djúpan unn. Þar við gein og þegar gleypti þorskurinn eini um Skagagrunn. Ýfðist sjór og straumar strengdir, sterkleg vóru handtökin. Tuttugu og fjórar tittlingslengdir taldist stóri fiskurinn. Það var algengt áður að yrkja formanna- vísur í verstöðvum og undir Jökli var kveð- ið um Sigmund Guðbrandsson í Akureyjum og bát hans Blikann sem nú er varðveittur í sjóminja safninu á Hellissandi: Sigmund prúða nú skal nefna með nökkvann-súða tygjaðann fram um úða-fang réð stefna á fróni lúðu vel menntan. Og um Pétur í Salabúðum: Prúðu kjalars kvendi á knúðist valin flík við rá lúðu bala birni á búða-Sala Pétri hjá. Margir kannast við vísu þjóðskáldsins Matthíasar og Ara Steinssonar í Flatey. En til- efni hennar var, að bændur voru að koma úr selafari á útsker. Höfðu þeir banað útsel ei all- litlum. Matthías sem þá var ungur maður kom þar að sem menn drógu upp veiðina og kvað: „Veifaði hnellinn hvössum dör, hreifadrellir missti fjör“. Og bað þá botna stökuna. Ari Steinsson svarar samstundis: „Sveif að velli köld með kjör, kleif eru svell á feigra skör“. Breiðafjörðurinn er og var lengi ein af mat- arkistum landsins og var þar sjaldan þurrð matvæla. Þess er getið í annálum að í hallæri hafi yfir hundrað þurfamenn verið fluttir út í Oddbjarnarsker og bjargast þar. Svo hljóð- ar gömul vísa: Hér var miðum öllum á ýsa, þorskur, flyðra, hvar við iðinn afla stjá öldukiðin hlóðu þá. Þáttur sjómannskonunnar er oft stórlega vanmetinn og spurning hvort ekki væri ástæða til að helga sjómannskonum eins og einn dag í árinu. Ég ímynda mér að það hafi verið sjó- mannskona eða að minnsta kosti væntanleg sjómannskona sem ort var um: Til sjós og lands æ lífsins yndi lauguð sértu rúsínugraut og rjómatertu ryð ég í mig, blessuð vertu. Þú berð sem gull af bronsi af öllum baugalínum; eldgosið í augum þínum umturnaði plönum mínum. Forundraðist ég fegurð þína og féll í stafi, líkt og ég væri lostinn rafi. - Lægðir vaxa á Grænlandshafi. Með besta móti bragðast mér nú blessað tárið. Laglega kveður liðna árið. - löngu er gróið morgunsárið. Það er með kvótakerfið eins og flest annað sem mennirnir hafa skapað að á því má finna bæði kosti og galla og endalaust hægt að deila um hvort vegur þyngra. Eftirfarandi limra er orðin nokkurra ára gömul og líklega hef ég birt hana áður en – en, þetta gæti verið útsýn- ið úr Ráðhúsi Reykjavíkurborgar: Á Tjörninni er toppönd að róta og tína þá mola sem fljóta en vötnunum heima nú verður að gleyma. - hún er fiskönd sem fékk ekki kvóta. Með þökk fyrir lesturinn og gleðilegan sjó- mannadag. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.