Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 73

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 73
73ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Anna Heiða Baldursdóttir hélt framhaldsprófstónleika í Tónbergi á Akranesi sl. mánudag. Tónleik- arnir voru liður í lokaprófi henn- ar frá Tónlistarskólanum á Akra- nesi. Meðleikari á tónleikunum er Zsuzsanna Budai. Anna Heiða er frá Múlakoti í Lundarreykja- dal. Hún hefur spilað á þverflautu í næstum 12 ár, byrjaði 13 ára að læra á flautu hjá Ólafi Flosasyni við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Á fyrsta ári sínu við Fjölbrautaskóla Vesturlands hélt hún áfram tónlist- arnámi sínu við Tónlistarskólann á Akranesi undir leiðsögn Patrycja Szalkowicz. Síðustu átta ár hefur hún spilað á þverflautu ásamt því að klára stúdentspróf við FVA og BA gráðu í sagnfræði við Háskóla Íslands. mm Björgunarfélag Akraness uppfærði nýlega hluta bílaflotans þegar fé- lagið keypti nýrri Ford Ecoline bíl sem notaður verður til fólksflutn- inga. Þór Bínó formaður björgun- arfélagsins segir að það hafi fyr- ir löngu verið orðið tímabært að endurnýja fólksflutningabílinn. „Gamli bíllinn er orðinn 15 ára gamall. Þessi er nýrri, þó hann sé níu ára. Við keyptum því nýjan not- aðan bíl. Hann er keyrður töluvert minna en hinn,“ segir Þór. Bílinn keypti björgunarfélagið fullbúinn en hann var áður í eigu Hjálpar- sveitar skáta í Kópavogi. „Hann er fullbúinn með öllum búnaði, svo sem ljósum og spili, alveg tilbú- inn til notkunar. Við fengum hann á góðu verði og því ákváðum við að skipta. Þetta er samskonar týpa og við notuðum áður og hann lít- ur alveg eins út. Eina breytingin er önnur kílómetrastaða, í honum er þriggja punkta belti og það fer betur um farþega í honum.“ Þór segir eldri bílinn nú vera til sölu. „Hann er í toppstandi. Við hefð- um aldrei selt hann nema af því að okkur bauðst hinn á góðu verði. Hann er enn með öllum búnaði, tilbúinn björgunarsveitabíll.“ Þeir sem eru áhugasamir um bílinn geta haft samband við Björgunar- félag Akraness. grþ/ Ljósm. Kolla Ingvars. Nemendur í áfanganum „Saga fjar- lægra slóða“ í Menntaskóla Borg- arfjarðar, fóru nýverið í ferðalag til Lundúna ásamt kennara sínum Ívari Erni Reynissyni. Meginmark- mið ferðarinnar var að kynnast sögu fjarlægra slóða eins og nafnið segir glöggt. „Það kann að hljóma undar- lega að fara til Lundúna til að skoða sögu fjarlægra slóða, en söfnin þar hafa mikla fjársjóði að geyma,“ seg- ir Ívar Örn um ferðina. Farið var í ferðina með fremur stuttum fyrir- vara en erfiðlega gekk að fá styrki til fararinnar. „Það stóð hálfpartinn til að fara en hálfpartinn ekki, því við áttum erfitt með að fá stuðn- ing frá fyrirtækjum hér í nágrenn- inu. Við fengum styrk frá Límtré Vírneti og frá skólanum sjálfum og krakkarnir borguðu svo sjálfir það sem upp á vantaði.“ Hópurinn hélt mest til á Brit- ish Museum safninu en fór einnig í Brunei Gallery við Lundúnarhá- skóla og fékk þar afar áhugaverða leiðsögn um sýningu. „Við fengum leiðsögn frá ljósmyndaranum Lisu Ross sem sýndi þar ljósmyndir sem fjalla um trúarbrögð og siði Uyghur ættbálksins sem býr í eyðimörkum Vestur – Kína. Þetta var mjög sér- stök sýning. Þarna voru meðal ann- ars myndir af gröfum sem voru eins og strá og prik upp í loftið. Látna fólkið er tekið í einhvers konar dýrlingatölu og því fleiri prik sem þú færð, því meiri dýrlingur ertu. Þetta eru múslímar sem hafa inn- leitt alls kyns siði, meðal annars úr búddisma og fleira,“ útskýrir Ívar. Nemendurnir vinna nú að gerð myndbands sem byggir á gögn- um úr ferðinni og er lokaverkefni þeirra í sögu. grþ Dr. Roel Beetsma, prófessor og deildarforseti í viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Amsterdam, mun flytja fyrir- lestur í Hriflu, sal Háskólans á Bifröst, í dag miðvikudaginn 28. maí kl. 16:00. Heiti fyrirlestrar- ins er „Iceland and the euro“. Beetsma mun fara yfir almenn rök með og á móti sameigin- legum gjaldmiðli, hver þró- unin hefur verið í þeirri um- ræðu undanfarið og hvað upp- taka evrunnar myndi þýða fyrir hagkerfi Íslands og samband við Evrópu. Allir eru velkomnir, segir í tilkynningu frá Háskól- anum á Bifröst. mm Nú í vikunni kemur Sjómanna- dagsblað Snæfellsbæjar 2014. Blað- ið hefst á hugvekju sóknarprestsins á Staðarstað og einnig er ávarp frá atvinnuvegaráðherra. Viðtal er við Jónas Gunnarsson útgerðarmann í Ólafsvík en hann byrjaði í útgerð árið 1965. Útgerð hans er dæmigerð fyrir minni staði á landinu sem svo mörg bæjarfélög byggja afkomu sína á. Hann er síður en svo að leggja árar í bát þótt staðan sé tví- sýn. Jenetta Bárð- ardóttir segir frá starfi sínu en hún rak Sjóbúðir hf sem var verbúð fyrir sjómenn og verkafólk í Ólafs- vík. Rætt er við Þórð Ársælsson matsvein á nóta- skipinu Ingunni AK en hann hef- ur verið þar um borð í langan tíma. Þórður hefur upplifað ýmislegt sem hann segir frá. Þá er Ægir Ingvars- son bifvélavirki í Rifi tekinn tali en hann var smyrjari á togaranum Narfa ER sem fór 1964 í frægan karfatúr við vestur Grænland. Túr- inn tók 78 daga en mikill ís og kuldi var á svæðinu er þeir voru á veið- um. Grein er eftir Jóhann Rún- ar Ívarsson vélstjóra og hann skrif- ar um fimm báta sömu gerðar sem allir voru smíðað- ir í Svíþjóð árið 1946. Þessir bátar sukku á nokkrum árum er þeir voru á veiðum en ekki er vitað nákvæm- lega um ástæð- ur. Efni og mynd- ir frá hátíðar- höldunum á sjó- mannadeginum á Snæfellsnesi 2013 eru í blaðinu. Fjölmargt fleira efni er í blaðinu. Blaðið er 84 síð- ur og allt í lit og það er í prent- smiðjan Stein- prent sem prentar. Blaðið verður til sölu á Grandakaffi í Reykjavík og eins í bæjarfélögunum á Snæfells- nesi. Ritstjóri er Pétur Steinar Jó- hannsson. fréttatilkynning Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2014 2014 Þór Bínó við stýrið. Björgunarfélag Akraness fær nýjan bíl Nýi bíll Björgunarfélags Akraness (til hægri) ásamt þeim eldri. Anna Heiða hélt framhalds- prófstónleika á þverflautu Ísland og evran viðfangsefni á málstofu á Bifröst Hópurinn ásamt kennara sínum og ljósmyndaranum Lisu Ross. Ljósm. Ívar Örn Reynisson. Fóru í námsferð til Lundúna Þrjár úr hópnum staddar í British Museum. Ljósm. Sigrún Rós Helgadóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.