Skessuhorn - 27.05.2014, Side 73
73ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Anna Heiða Baldursdóttir hélt
framhaldsprófstónleika í Tónbergi
á Akranesi sl. mánudag. Tónleik-
arnir voru liður í lokaprófi henn-
ar frá Tónlistarskólanum á Akra-
nesi. Meðleikari á tónleikunum
er Zsuzsanna Budai. Anna Heiða
er frá Múlakoti í Lundarreykja-
dal. Hún hefur spilað á þverflautu
í næstum 12 ár, byrjaði 13 ára að
læra á flautu hjá Ólafi Flosasyni
við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Á
fyrsta ári sínu við Fjölbrautaskóla
Vesturlands hélt hún áfram tónlist-
arnámi sínu við Tónlistarskólann
á Akranesi undir leiðsögn Patrycja
Szalkowicz. Síðustu átta ár hefur
hún spilað á þverflautu ásamt því
að klára stúdentspróf við FVA og
BA gráðu í sagnfræði við Háskóla
Íslands.
mm
Björgunarfélag Akraness uppfærði
nýlega hluta bílaflotans þegar fé-
lagið keypti nýrri Ford Ecoline bíl
sem notaður verður til fólksflutn-
inga. Þór Bínó formaður björgun-
arfélagsins segir að það hafi fyr-
ir löngu verið orðið tímabært að
endurnýja fólksflutningabílinn.
„Gamli bíllinn er orðinn 15 ára
gamall. Þessi er nýrri, þó hann sé
níu ára. Við keyptum því nýjan not-
aðan bíl. Hann er keyrður töluvert
minna en hinn,“ segir Þór. Bílinn
keypti björgunarfélagið fullbúinn
en hann var áður í eigu Hjálpar-
sveitar skáta í Kópavogi. „Hann er
fullbúinn með öllum búnaði, svo
sem ljósum og spili, alveg tilbú-
inn til notkunar. Við fengum hann
á góðu verði og því ákváðum við
að skipta. Þetta er samskonar týpa
og við notuðum áður og hann lít-
ur alveg eins út. Eina breytingin
er önnur kílómetrastaða, í honum
er þriggja punkta belti og það fer
betur um farþega í honum.“ Þór
segir eldri bílinn nú vera til sölu.
„Hann er í toppstandi. Við hefð-
um aldrei selt hann nema af því að
okkur bauðst hinn á góðu verði.
Hann er enn með öllum búnaði,
tilbúinn björgunarsveitabíll.“ Þeir
sem eru áhugasamir um bílinn
geta haft samband við Björgunar-
félag Akraness.
grþ/ Ljósm. Kolla Ingvars.
Nemendur í áfanganum „Saga fjar-
lægra slóða“ í Menntaskóla Borg-
arfjarðar, fóru nýverið í ferðalag
til Lundúna ásamt kennara sínum
Ívari Erni Reynissyni. Meginmark-
mið ferðarinnar var að kynnast sögu
fjarlægra slóða eins og nafnið segir
glöggt. „Það kann að hljóma undar-
lega að fara til Lundúna til að skoða
sögu fjarlægra slóða, en söfnin þar
hafa mikla fjársjóði að geyma,“ seg-
ir Ívar Örn um ferðina. Farið var í
ferðina með fremur stuttum fyrir-
vara en erfiðlega gekk að fá styrki
til fararinnar. „Það stóð hálfpartinn
til að fara en hálfpartinn ekki, því
við áttum erfitt með að fá stuðn-
ing frá fyrirtækjum hér í nágrenn-
inu. Við fengum styrk frá Límtré
Vírneti og frá skólanum sjálfum og
krakkarnir borguðu svo sjálfir það
sem upp á vantaði.“
Hópurinn hélt mest til á Brit-
ish Museum safninu en fór einnig
í Brunei Gallery við Lundúnarhá-
skóla og fékk þar afar áhugaverða
leiðsögn um sýningu. „Við fengum
leiðsögn frá ljósmyndaranum Lisu
Ross sem sýndi þar ljósmyndir sem
fjalla um trúarbrögð og siði Uyghur
ættbálksins sem býr í eyðimörkum
Vestur – Kína. Þetta var mjög sér-
stök sýning. Þarna voru meðal ann-
ars myndir af gröfum sem voru eins
og strá og prik upp í loftið. Látna
fólkið er tekið í einhvers konar
dýrlingatölu og því fleiri prik sem
þú færð, því meiri dýrlingur ertu.
Þetta eru múslímar sem hafa inn-
leitt alls kyns siði, meðal annars úr
búddisma og fleira,“ útskýrir Ívar.
Nemendurnir vinna nú að gerð
myndbands sem byggir á gögn-
um úr ferðinni og er lokaverkefni
þeirra í sögu.
grþ
Dr. Roel Beetsma, prófessor
og deildarforseti í viðskipta-
og hagfræðideild Háskólans í
Amsterdam, mun flytja fyrir-
lestur í Hriflu, sal Háskólans á
Bifröst, í dag miðvikudaginn 28.
maí kl. 16:00. Heiti fyrirlestrar-
ins er „Iceland and the euro“.
Beetsma mun fara yfir almenn
rök með og á móti sameigin-
legum gjaldmiðli, hver þró-
unin hefur verið í þeirri um-
ræðu undanfarið og hvað upp-
taka evrunnar myndi þýða fyrir
hagkerfi Íslands og samband við
Evrópu. Allir eru velkomnir,
segir í tilkynningu frá Háskól-
anum á Bifröst.
mm
Nú í vikunni kemur Sjómanna-
dagsblað Snæfellsbæjar 2014. Blað-
ið hefst á hugvekju sóknarprestsins
á Staðarstað og einnig er ávarp frá
atvinnuvegaráðherra. Viðtal er við
Jónas Gunnarsson útgerðarmann í
Ólafsvík en hann byrjaði í útgerð
árið 1965. Útgerð
hans er dæmigerð
fyrir minni staði á
landinu sem svo
mörg bæjarfélög
byggja afkomu
sína á. Hann er
síður en svo að
leggja árar í bát
þótt staðan sé tví-
sýn. Jenetta Bárð-
ardóttir segir frá
starfi sínu en hún
rak Sjóbúðir hf
sem var verbúð
fyrir sjómenn og
verkafólk í Ólafs-
vík. Rætt er við
Þórð Ársælsson
matsvein á nóta-
skipinu Ingunni AK en hann hef-
ur verið þar um borð í langan tíma.
Þórður hefur upplifað ýmislegt sem
hann segir frá. Þá er Ægir Ingvars-
son bifvélavirki í Rifi tekinn tali
en hann var smyrjari á togaranum
Narfa ER sem fór 1964 í frægan
karfatúr við vestur Grænland. Túr-
inn tók 78 daga en mikill ís og kuldi
var á svæðinu er þeir voru á veið-
um. Grein er eftir Jóhann Rún-
ar Ívarsson vélstjóra og hann skrif-
ar um fimm báta sömu gerðar sem
allir voru smíðað-
ir í Svíþjóð árið
1946. Þessir bátar
sukku á nokkrum
árum er þeir voru
á veiðum en ekki
er vitað nákvæm-
lega um ástæð-
ur. Efni og mynd-
ir frá hátíðar-
höldunum á sjó-
mannadeginum á
Snæfellsnesi 2013
eru í blaðinu.
Fjölmargt fleira
efni er í blaðinu.
Blaðið er 84 síð-
ur og allt í lit og
það er í prent-
smiðjan Stein-
prent sem prentar. Blaðið verður til
sölu á Grandakaffi í Reykjavík og
eins í bæjarfélögunum á Snæfells-
nesi. Ritstjóri er Pétur Steinar Jó-
hannsson.
fréttatilkynning
Sjómannadagsblað
Snæfellsbæjar 2014
2014
Þór Bínó við stýrið.
Björgunarfélag Akraness
fær nýjan bíl
Nýi bíll Björgunarfélags Akraness (til hægri) ásamt þeim eldri.
Anna Heiða hélt framhalds-
prófstónleika á þverflautu
Ísland og evran viðfangsefni
á málstofu á Bifröst
Hópurinn ásamt kennara sínum og ljósmyndaranum Lisu Ross. Ljósm. Ívar Örn Reynisson.
Fóru í námsferð til Lundúna
Þrjár úr hópnum staddar í British Museum. Ljósm. Sigrún Rós Helgadóttir.