Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 81

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 81
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 X-2014 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR 81 Jón Valgarðsson Eystra-Miðfelli: Óttast að kosningin vefjist fyrir fólki „Ég held það nauðsynlegasta verði að sveitarstjórn- in starfi sam- an í sátt og sam- lyndi að velferð- armálum fyrir íbúana, ekki síst í þeim málum sem snúa að fólkinu í sveitinni,“ sagði Jón Valgarðsson bóndi á Eystri-Miðfelli í Hvalfjarð- arsveit, spurður um hver hann teldi brýnustu úrlausnarefni væntanlegr- ar sveitarstjórnar næstu fjögur árin. Jón var að dreifa áburði á túnin þeg- ar blaðamaður Skessuhorns truflaði hann fyrir helgina. „Það eru öll verk skemmtileg á svona vori þegar viðrar svona vel,“ sagði Jón. Aðspurður seg- ist Jón ekki vera fylgjandi nýju fyrir- komulagi í Hvalfjarðarsveit um óhlut- bundna kosningu, það er persónukjör. „Ég er þeirra skoðunar að í jafnstóru sveitarfélagi eins og okkar sé eðlilegra að viðhafa listakosningu. Það sé miklu einfaldara fyrir kjósendur að séu tveir eða þrír listar í kjöri. Fólk á alveg að geta myndað lista á skynsamleg- an hátt,“ segir Jón. Hann segist ótt- ast að það muni reynast mörgum erf- itt að kjósa óhlutbundið. „Ég held að þetta flæki hlutina fyrir marga og ótt- ast fjölda ógildra atkvæða. Það þarf að kjósa sjö nöfn sem aðalmenn og láta heimilisföng þeirra sem kosið er fylgja. Einnig þarf að kjósa sjö vara- menn. Ég óttast það í alvöru að þetta geti vafist talsvert fyrir fólki. Lista- kosningin er án vafa miklu einfaldari,“ segir Jón Valgarðsson bóndi á Eystra- Miðfelli. Baldvin Björnsson Skorholti: Það verði friður og sátt „Það mikilvægasta er að skapist friður og sátt innan sveitarstjórn- arinnar. Það hefur skort á það og vonandi verður núna breyting á því. Svo tel ég líka nauðsynlegt að byggja nýtt íþróttahús. Það er alveg kominn tími á það,“ segir Baldvin Björnsson bóndi í Skorholti. Spurð- ur um hvort það verði ekki við- brigði og gæti reynst erfitt að kjósa samkvæmt óhlutbundinni kosningu seg- ir Baldvin ekki óttast það. „Nei, það held ég ekki. Það hafa reyndar ekki margir boð- ið sig fram ennþá en það hlýtur að rætast úr því. Ég held að þetta sé skref fram á við að vera með pers- ónukjör. Þetta getur allavega ekki versnað frá því sem þetta hefur ver- ið síðustu átta árin, eins og sund- urlyndið hefur verið um mörg mál innan sveitarstjórnarinnar,“ segir Baldvin. Hann kvaðst að öðru leyti vera hress með hlutina og einkan- lega vorkomuna núna. „Þau rúmu þrjátíu ár sem ég hef búið hérna man ég ekki eftir svona vorkomu, svona miklum gróanda eins og kominn er núna,“ segir Baldvin í Skorholti. Jóhanna Harðardóttir í Hlésey: Samkenndin eflist meðal íbúanna „Ég er sannfærð um að þetta er skref í rétta átt að viðhafa persónubundnar kosningar. En hvað á ég nú að segja Brýn mál og persónukjör í Hvalfjarðarsveit til að móðga enga,“ spyr Jóhanna G Harðardóttir blaðamaður og Kjal- nesingagoði íhugul en bætir svo við. „Það hefur vantað svolítið samstöðu og jákvæðni í þetta sveitarfélag. Ég hef trú á að þetta geti orðið til þess að laga það og efla samkenndina meðal íbú- anna,“ seg- ir Jóhanna. Spurð hver hún teldi brýnustu úr- lausnarefni nýrrar sveit- ar s t jórnar næstu fjög- ur árin seg- ir hún það til dæmis hitaveitumálin og líka lýð- heilsumálin. „Mér finnst það liggja nokkuð beint við líka að gera stjórn- sýsluna svolítið þjónustumiðaðri en hún hefur verið,“ segir Jóhanna. Að- spurð hvort það verði auðvelt eða erf- itt að kjósa í óhlutbundnu kosning- unni, telur Jóhanna að það geti orð- ið erfitt. „Já, ég get alveg ímyndað mér að það verði svolítið snúið fyrir suma. Þetta er náttúrlega nýtt fyrir- komulag hérna og fólk óvant því. Það er ekki mikið um að fólk gefi kost á sér í sveitarstjórnina og svo held ég líka að það sé mikið um að fólk þekki ekki nógu vel til sveitunga sinna og þeirra stefnumála. Þess vegna held ég að það geti vafist fyrir mörgum að kjósa,“ segir Jóhanna í Hlésey. Brynhildur Stefánsdóttir á Ytra-Hólmi: Byggt verði á góðu leik- og grunnskóla- starfi „Núna eru allir á einum lista og flækir það auðvi- tað svolítið mál- ið. Nú fer maður aðeins að hugsa út í þetta og ég held það verði nógu margir að velja úr. Það skiptir miklu máli að velja fólk sem maður getur ímyndað sér að gangi vel að vinna með öðrum. Það er góður eiginleiki hjá fólki,“ segir Brynhildur Stefánsdóttir húsfreyja á Ytra-Hólmi. Spurð um hvort hún telji rétt að breyta kosningafyrirkomulaginu í Hvalfjarð- arsveitinni í óhlutbundna kosningu úr listakosningu, segir Brynhildur: „Þetta er það sem er búið að ákveða og ann- að skiptir ekki máli núna. Það verður að láta reyna á þetta og tíminn mun leiða í ljós hvort þessi breyting skilar okkur fram á við,“ segir Brynhildur. Um helstu úrlausnarefni væntanlegr- ar sveitarstjórnar næstu árin þá eru það skólamálin sem eru Brynhildi hugleik- in. „Það hefur verið gott starf unnið í leik- og grunnskólamálum. Ég vona að því verði haldið áfram og byggt á því sem helsta trompi sveitarfélagsins til að hvetja fólk til búsetu hérna í sveit- inni.“ þá Ágæti Akurnesingur. Ingibjörg Pálmadóttir Saman höfum við metnað og kraft til þess að koma Akranesi í fremstu röð. Við viljum stuðla að lifandi og skemmtilegu samfélagi þar sem allir fá notið sín – hver og einn á sínum forsendum. Nýtum tækifærin sem blasa við okkur! Við bjóðum fram reynslu í bland við unga, kraftmikla og hugmyndaríka einstaklinga sem brenna í skinninu að sjá bæinn okkar blómstra sem aldrei fyrr. Við þökkum öllum þeim sem leggja okkur lið. Verum stolt af því að vera Skagamenn! RoKK Fundur Nánar á facebook.com/frjalsir og fmf.is Rokkfundur um skapandi greinar miðvikud 28.maí kl.21.00 í Fríhöfn (gamla Framsóknarhúsinu) Pantaðu akstur á kjörstað. Sími 864-0721 og 899-2932 Póstfang: xbakranes@gmail.com Sjáumst í kosningakaffi á kjördag. Hannibal Hauksson - Skapandi greinar í ferðaþjónustu Ólafur Páll Gunnarsson - Menningarfélag Hafnarfjarðar Heiðrún Hámundardóttir - Barnamenningarhátíð Skapandi greinar eru: tónlist, leiklist, myndlist, hönnun og fleira. Án þeirra yrði okkar daglega líf frekar líflaust og tómlegt. Við Skagamenn eigum að skapa okkur sérstöðu á þessu sviði, það er umræðuefni fundarinns.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.