Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 82

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 82
82 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Samstaða Bæjarmálafélag, X-L Nafn og aldur: Eyþór Garðars- son, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Sjúkraflutningsmaður HVE Grundarfirði og starfsmaður KB bílaverkstæðis. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Elínrósu M Jónsdóttir og eigum við þrjú börn og tvö barna- börn, sem búa öll í Grundarfirði. Búseta: Grundarfjörður. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: „Bæjar- fulltrúi, er búinn að vera fjögur ár í bæjarráði og formaður bæjar- ráðs síðustu tvö ár. Er í Heilbrigð- isnefnd Vesturlands, starfshóp um almenningssamgöngur og svæðis- skipulagsnefnd um stofnun Svæð- isgarðs Snæfellsnes.“ Eyþór segir helstu stefnumál L- listans vera áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn. „Það þarf að ná skuldahlutfalli niður fyrir lög- bundið hámark. Undirbúningur að stækkun hafnarinnar hefur nú þeg- ar verið samþykktur í hafnarstjórn og teljum við að sú stækkun, sem liggur fyrir, sé nauðsynleg til þess að geta veitt framúrskarandi þjón- ustu við fyrirtæki í sjávarútvegi og í ferðaþjónustu. Standa þarf vörð um opinber störf og þjónustu í Grund- arfirði með áherslu á heilsugæslu og löggæslu. Hlúa þarf að félagslegri þjónustu. Það þarf að sýna áfram- haldandi við félagsstarf eldri borg- ara, starf ungmennafélags og alla félagsstarfsemi.Við styðjum heils- hugar við nýstofnaðan Svæðisgarðs Snæfellsness og teljum það gott sóknarfæri. Leita þarf leiða til frek- ara samstarfs við nágrannasveitar- félög þar sem hagsmunir eru sam- eiginlegir og greiða fyrir atvinnu- uppbyggingu í sveitarfélaginu.“ Hvernig finnst þér til hafa tekist hjá núverandi sveitarstjórn? „Gríð- arlega erfið fjárhagsstaða blasti við í upphafi kjörtímabilsins. Skuld- ir voru um 260% af tekjum, en um síðustu áramót var skuldahlutfall- ið komið niður í 173%. Sú stefna var tekin að standa vörð um grunn- þjónustuna og t.d. halda áfram að taka eins árs börn inn í leikskóla þó svo að kostnaður við það sé hærri. Byrjað var að spjaldtölvu- væða grunnskólann og er hann nú í fremstu röð grunnskóla á landinu í notkun spjaldtölva. Haldið verð- ur áfram á þeirri braut. Ekki var hægt að standa í miklum verkleg- um framkvæmdum en áhersla hef- ur verið lögð á viðhald eigna.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Að ríkið stæði betur að þeirri þjónustu sem það á að veita. Til dæmis heilsu- gæslu, löggæslu, viðhaldi vega og að kostnaður við húshitun væri sá sami á öllu landinu. Að Orkuveita Reykjavíkur stæði við samning um að hitaveituvæða Grundarfjörð. Að skuldahlutfall bæjarins væri lægra og framkvæmdafé meira.“ Eyþór segir íbúafjölda ekki hafa þróast í rétta átt síðustu ár. „Okkur hefur verið að fækka en ég held að það eigi eftir að snúast til betri veg- ar og innan tíðar fer okkur að fjölga aftur. T.d. er börnum að fjölga um- talsvert í leikskólanum.“ Eyþór telur einhæfni í atvinnu- lífi vera helstu ógn bæjarfélagsins en segir tækifærin blasa við. „Sam- vinna íbúa á Snæfellsnesi til dæmis með tilkomu á nýs svæðisgarðs og samheldni íbúa, trú á framtíðina, sóknarfæri í sjávarútvegi og ferða- þjónustu.“ Hve mörgum mönnum spáir þú að þinn listi nái inn í sveitarstjórn? „Við hjá Samstöðu höfum verið í meirihluta og vona ég að Grund- firðingar treysti okkur til að halda áfram með það verkefni sem við tókum við fyrir fjórum árum.“ Hver er að þínu mati falleg- asti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Kirkjufellið og bæjarstæðið.“ Eitthvað að lokum? „Ég hef full- an trú á að Grundfirðingar standi saman og gott samfélag sé lykill að velgengni, þess vegna vona ég að við í Samstöðu munum fá áfram- haldandi umboð til góðra verka. Ég er ánægður með það hvernig stað- ið var að vali á lista Samstöðu og er ég viss um að allir sem eru á lista muni leggja sig fram í þágu Grund- arfjarðar og gera gott bæjarfélag enn betra. Ég vil nota tækifærið og hvetja bæjarbúa til þess að nýta kosningarrétt sinn þann 31. maí nk. og setja X við L.“ Nafn framboðs og listabókstafur: Framboð Sjálfstæðisfélags Grund- arfjarðar og óháðra, X-D Nafn og aldur: Rósa Guðmunds- dóttir, 32 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Framleiðslustjóri hjá Guðmundi Runólfssyni hf. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Makalaus, hundurinn Oliver býr hjá mér. Hann telst held ég samt ekki til barna. Búseta: Grundargata 69 - eða G69. Núverandi og fyrri störf að sveit- arstjórnarmálum: Hef setið í Bæj- arstjórn frá 2006 og allnokkrum nefndum og ráðum á vegum bæj- arins. Rósa segir að helstu stefnumál D- listans séu að fá Orkuveitu Reykja- víkur til að standa við hitaveitu- samning sinn. Einnig er stefnumál listans að taka jákvætt í hugmynd- ir um atvinnuuppbyggingu og vinna vel fyrir samfélagið. „Mér finnst góð samvinna hafa verið í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar á síðasta kjör- tímabili, þótt illa hafi tekist til við að koma okkur á framfæri og auka at- vinnutækifæri,“ segir Rósa. Hún er ekki í vafa hvers hún myndi óska ef þrjár óskir væru í boði fyrir sveitar- félagið og töframaður myndi gera þær að raunveruleika. „Fella niður allar skuldir bæjarsjóðs. Byggja nýtt íþróttamannvirki með sundlaug og koma á heimsfriði.“ Hvað finnst þér um íbúaþróun í sveitarfélaginu og hvernig sérðu hann fyrir þér eftir fjögur ár? „Því miður hefur fækkað allverulega hjá okkur. Við verðum að snúa þeirri þróun við. En það gerist ekki nema með auknum atvinnutækifærum. Helstu ógnir sveitarfélagsins séu einmitt út af þessu. Fólksfækkun er slæm og það vantar fleiri atvinnu- tækifæri. Rósa segist helst sjá tæki- færi Grundarfjarðar í ferðaþjónustu á svæðinu. „Það hafa miklar fjárfest- ingar verið í ferðaþjónustu á svæð- inu og það eru mikil tækifæri í fjölg- un ferðamanna á svæðinu öllu. Einn- ig er kominn tími á fjárfestingar í sjávarútvegi, sem býður upp á mik- il tækifæri. Við verðum að taka vel á móti fyrirtækjunum með því að hafa nóg lóðaframboð og sýna þeim já- kvæðni.“ Um gengi D-listans finnst henni auðvelt að spá með bros á vör. „Mín spá er auðveld. Við munum að sjálfsögðu ná inn fjórum mönnum. Enda markmið okkar að koma henni Sirrý inn í bæjarstjórn. Hún er öflug og flott kona sem mun sóma sér vel sem bæjarfulltrúi.“ Hver skyldi nú að hennar mati vera fallegasti staðurinn í sveitarfé- laginu? „Grundarfjörðurinn allur er náttúruparadís. En auðvitað má ekki gleyma Kirkjufellinu, það er einstakt. Að lokum vil ég svo segja það að hvernig sem kosningarnar fara, munum við á D-listanum vinna vel fyrir samfélagið og hjálpa til við framgang Grundarfjarðarbæjar.“ Særós Ósk Sævaldsdóttir Aðspurð um hvað séu mikilvæg- ustu úrlausnarefnin næstu fjögur árin í Grundarfirði segir Særós að huga þurfi að heilbrigðismálum í bænum. „Að mínu mati þarf fyrst og fremst að huga að heilbrigðis- málunum. Meðal annars þarf að hugsa betur um eldra fólkið með því að stækka dvalarheimilið og auka heimahjúkrun.“ Þegar Sæ- rós var spurð um hvert hennar álit væri á framboðslistunum í sveita- félaginu sagðist hún ekki vita nægi- lega mikið um listana til að svara spurningunni. „Ég er ekki búin að kynna mér þá ennþá.“ Loks treysti Særós sér ekki til að spá fyrir um úrslit kosninganna. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta á eft- ir að fara.“ Eygló Jónsdóttir Eygló telur að atvinnu- og hús- næðismál séu mikilvægustu úr- lausnarefnin fyrir næstu fjögur árin í Grundarfirði. „Það vantar fjöl- breyttari atvinnu fyrir fólk á svæð- inu og að bæta húsnæðismarkað- inn. Í framhaldi af því þyrfti svo að huga að íþrótta- og fjölskyldumál- um.“ Aðspurð um framboðslista fyrir kosningarnar sagði Eygló að henni lítist misvel á listana og myndi helst vilja hafa einstaklings- kosningar. „Það er gott fólk á báð- um listum og því væri ég frekar til í að geta valið fólk sem er á báðum listum.“ Um úrslit kosninganna sagði Eygló: „Ég held að L-listinn hafi þetta núna.“ Júlíus Arnar Jósepsson Hver væru mikilvægustu úrlausnar- efnin næstu fjögur árin sagði Júlíus að bæta þyrfti fjárhagsstöðu bæj- arins. „Ég held að slæm fjárhags- staða hljóti að vera brýnasta úr- lausnarmálið fyrir bæjarstjórnina. Að auki finnst mér að þeir sem verða í stjórn þurfi að leggja meiri áherslu á langtímaáætlanir en gert hefur verið undanfarin ár.“ Að- spurður um framboðslistana segir Júlíus að mikil kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í bæjarpólitíkinni í Grundarfirði. „Það er margt ungt fólk að bjóða sig fram núna og eru bæði kostir og gallar við það. Hvað sem því líður þá tel ég alveg nauð- synlegt að fá nýtt fólk í þetta með reglulegu millibili.“ Júlíus sagðist ekki geta spáð fyrir hverjir myndu sigra í kosningunum. „Ég veit ekki hver niðurstaða kosninganna verð- ur og í raun er mér alveg sama svo lengi sem þeir sem verða í stjórn standi sig vel.“ Runólfur Guðmundsson Það eru nokkur mál sem Runólf- ur telur að sveitarfélagið þurfi að einbeita sér að næsta kjörtíma- bil. „Númer eitt, tvö og þrjú er að sveitarfélagið þarf að auka tekjur sínar. Það þarf að klára orkuveit- umálin, halda í lágmarks grunn- þjónustu eins og lög- og heilsu- gæslu og hlúa að menntamálum í bænum.“ Aðspurður um fram- boðslistana segist Runólfur vera sáttur með þá lista sem í boði eru í Grundarfirði. „Mér líst ágætlega á listana. Það er mikið af ungu fólki á þeim og það er alls ekki sjálfgef- ið að fá ungt fólk í svona störf og á það þakkir skildar.“ Runólfur sagð- ist vera viss um hverjir munu sigra kosningarnar en sagði það ekki endilega aðalatriðið hverjir kæm- ust í stjórn. „Ég held að það sé al- veg öruggt að Sjálfstæðisflokkur- inn verði stærstur. Annars skipt- ir það ekki öllu máli hverjir sigra í kosningunum. Það sem skiptir höf- uð máli er að fólk geti unnið saman og sinnt sínum störfum vel.“ Samstaða Bæjarmálafélag í Grundarfjarðarbæ Sjálfstæðisfélagið í Grundarfirði og óháðir Hvað segja kjósendur í Grundarfirði?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.