Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 84
84 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Bogi Bragason
Það sem Bogi telur helstu úrlausn-
arefni í Stykkishólmi næstu fjög-
ur árin er að stjórnendur sveitar-
félagsins leggi áherslu á að bæta at-
vinnuástand og hlúa vel að árangri
síðustu ára, svo sem í skólamál-
um. „Það vantar mikið upp á fjöl-
breytni í atvinnumálum hér á svæð-
inu. Annars eru skólamál í góð-
um farvegi en það verður að halda
áfram á þeirri braut.“ Aðspurður
um framboðslista í sveitarfélaginu
er Bogi ánægður með það fólk sem
er í framboði fyrir þessar kosningar.
„Það er mikið af góðu fólki á þess-
um listum. Það er svo vonandi að
það nái að vinna vel saman, held að
það sé mikilvægast.“ Bogi telur að
báðir listarnir í Stykkishólmi standi
jafnir að vígi og treystir sér ekki
til að spá fyrir um úrslit kosning-
anna. „Þetta verður tæpt en það er
ómögulegt að segja hvorum megin
þetta mun detta.“
Víglundur Jóhannsson
Atvinnu- og skuldamál eru mikil-
vægustu úrlausnarefnin næstu fjög-
ur árin að mati Víglundar. „Þau
mál sem komandi stjórn ætti að
hafa efst á sínum lista er að auka
atvinnu hér á svæðinu og að finna
leiðir til að hætta að safna skuldum
fyrir sveitafélagið.“ Víglundur telur
framboðslista sveitarfélagsins vera
góða fyrir þessar kosningar. „Ég er
mjög ánægður með fólkið sem er á
listunum núna. Sjálfstæðisflokkur-
inn var fyrir síðustu kosningar bú-
inn að vera mjög lengi við stjórn-
völinn hér í bæ. Þá tók nýtt fólk við
og ég væri til í að gefa því eitt kjör-
tímabil til viðbótar.“
Kristborg Haraldsdóttir
Aðspurð hver séu mikilvægustu úr-
lausnarefnin í sveitarfélaginu næstu
fjögur árin segir Kristborg að
byggingamál grunnskólans ættu að
verða efst á blaði sveitarstjórnar í
Stykkishólmi. „Það þarf að huga að
skólamálum. Það þarf að byggja við
skólann og stækka hann.“ Kristborg
er þeirrar skoðunar að gott fólk sé
á framboðslistum í sveitarfélaginu
Nafn listans og listabókstafur:
H- listi framfarasinnaðra Hólm-
ara, X-H
Nafn og aldur: Hafdís Bjarna-
dóttir 49 ára, er oddviti listans.
Atvinna: Deildarstjóri rann-
sóknastofu HVE í Stykkishólmi,
fagstjóri rannsóknaþjónustu
HVE og samskiptafulltrúi.
Hjúskaparstaða: Gift Kristni
Helga Jónssyni sjómanni og
saman eigum við Rudolf 29 ára,
Hilmi Snæ 25 ára og Andreu Ýr
16 ára. Þar að auki eigum við
tvær tengdadætur og þrjú barna-
börn.
Búseta: Ég hef búið í Stykkis-
hólmi síðan 1996.
Núverandi og fyrri störf að
sveitarstjórnarmálum: Sit í
nefnd um málefni fatlaðra og
barnaverndar- og félagsmála-
nefnd og verið varamaður í
fræðslunefnd.
„Af stefnumálum okkar eru það
atvinnumálin sem vega þyngst,
vernda þarf þau störf sem fyr-
ir eru ásamt því að leita allra
leiða til að fjölga atvinnutækifær-
um. Ný störf munu hafa fjölgun
bæjarbúa í för með sér sem síð-
an leiðir til aukinna tekna bæj-
arsjóðs. H-listinn vill með nýrri
samþykkt um rekstur Stykk-
ishólmsbæjar koma á fót Ný-
sköpunarráði og koma þannig á
formlegu samstarfi við atvinnu-
lífið og launþegahreyfinguna.“
Hvernig finnst þér til hafa tek-
ist hjá núverandi sveitarstjórn?
„Hér hefur ríkt stöðnun og ekki
tekist að efla samfélagið og vinna
gegn fækkun opinberra starfa og
fólksfækkun. Afar brýn viðhalds-
verkefni blasa við bæði við hús-
næði og gatnakerfi bæjarins.“
Um þrjár óskir sem töframað-
ur myndi sjá um að uppfylla í
hennar sveitarfélagi, svarar Haf-
dís: Efst á baugi þessa dagana er
samþætting öldrunarþjónustu og
að styrkja um leið alla starfsemi
á sjúkrahúsinu. Þetta ætla listarn-
ir hins vegar að vinna að saman
og samstilltir hef ég fulla trú á að
það takist. Óskirnar þrjár vil ég
því nota á eftirfarandi hátt:
1. Að hörpuskelin verði veiðan-
leg að nýju og veiðiráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar verði næg til
að tryggja hagkvæmni við veiðar
og vinnslu og að markaðir verði
góðir.
2. Að við fengjum aukið heitt
vatn en það er grundvöllur þess
að við getum byggt hér upp
heilsutengda ferðaþjónustu. Í
orku heita vatnsins liggja einn-
ig önnur atvinnutækifæri t.d við
vinnslu á vannýttum verðmætum
sjávarfangs, þangi og þörungum.
3. Þriðju óskina myndi ég nýta
í að óska eftir að fá til baka þau
opinberu störf sem horfið hafa úr
bæjarfélaginu og bæta við a.m.k.
tvöföldum þeim fjölda sem og
nýjum starfsstöðvum á vegum
hins opinbera. Að endingu myndi
ég biðja umræddan galdramann
um að horfa fram hjá því að í
þessari upptalningu minni eru
fleiri en þrjár óskir!“
Hafdís segir íbúaþróunina
hafa verið slæma á síðustu árum.
„Fækkunin nemur nálægt 300
manns frá því hér bjuggu sem
flestir. Nái markmið H-Listans
fram að ganga þá eru allar líkur til
að íbúum fjölgi á kjörtímabilinu.“
Hverjar eru stærstu ógnanir þíns
sveitarfélags? „Lækkandi tekjur
og hækkandi útgjöld sem þreng-
ir að og kemur í veg fyrir frekari
lántökur til framkvæmda. Aukn-
ar framkvæmdir eru hins veg-
ar nauðsynlegar til að hér verði
framfarir og fjölgun íbúa. Það
er ákveðin ógn hvað opinberum
störfum hefur farið fækkandi auk
þess sem sjúkrahúsið okkar hef-
ur verið í stöðugri varnarbar-
áttu síðustu árin og mikið verið
þrengt að rekstri þess.“
Hver eru þá stærstu tækifærin?
„Við teljum að miklir möguleikar
liggi ónýttir í heilsutengdri ferða-
mennsku en heita vatnið okk-
ar hefur mikla sérstöðu er kemur
að lækningamætti. Einnig teljum
við að í lífríki Breiðafjarðar liggi
ónýtt tækifæri til tekjuöflunar og
er það vilji okkar að leita til há-
skóla- og rannsóknastofnanna til
að kanna þá þætti betur og leita
leiða til nýtingar lífríkisins.“
Hafdís segir erfitt að spá um hve
marga listinn fái í bæjarstjórn.
„Hæfileikar mínir liggja á öðrum
sviðum en spámennsku, en engu
að síður spái ég því að H- list-
inn nái meirihluta með 4 kjörn-
um fulltrúum í bæjarstjórn.“
Hver er að þínu mati falleg-
asti staðurinn í sveitarfélaginu?
„Það er ekki auðvelt að gera
upp á milli fallegra staða í bæn-
um en ég fyllist alltaf lotn-
ingu og þakklæti þegar ég horfi
yfir bæinn minn og Breiðafjörð
ofan úr Súgandisey. Ég verð því
að segja að útsýnið þaðan hafi
vinninginn hvað fegurð varðar.“
„H-listinn horfir til framtíð-
ar björtum augum og erum við
sem listann skipa óþreyjufull að
fá að taka til hendinni. Það vilj-
um við gera í góðri samvinnu
við bæjarbúa og halda þeim um
leið vel upplýstum um stöðuna
hverju sinni,“ eru lokaorð Haf-
dísar Bjarnadóttur.
Nafn framboðs og listabókstafur:
L – listi félagshyggjufólks, X-L
Nafn og aldur: Lárus Ástmar
Hannesson 47 ára, skipar 1. sæti
listans.
Atvinna: Grunnskólakennari.
Hjúskaparstaða og fjölskylda: Gift-
ur og fjögur börn.
Búseta: Stykkishólmur.
Núverandi og fyrri störf að sveit-
arstjórnarmálum: Oddviti L–
listans í 8 ár. Forseti bæjarstjórnar
frá kosningum 2010 fram yfir ára-
mót 2014. Formaður bæjarráðs í
tæp tvö ár. Bæjarstjóri frá 1. mars
2014.
„Helstu stefnumál okkar eru að
klára þá brýnu vinnu sem hefur ver-
ið unnin í öldrunarmálum. Við ætl-
um að halda áfram að vinna á skuld-
um bæjarfélagsins og finna leiðir til
að auka tekjur bæjarsjóðs. Þá ætlum
við að hvetja til og jafnvel taka þátt í
byggingu lítilla íbúða. Stefnan er að
auka samstarf á Snæfellsnesi og þá
ekki síst í skólamálum. Farið verð-
ur í viðhald og nýbyggingu á göt-
um, gangstéttum og göngustígum
eins og fjárhagur leyfir. Styðja vel
við félagsstarfsemi og framtak íbú-
anna til góðra verka. Þá ætlum við
að halda áfram með deiliskipulags-
vinnu á bænum. Loks ætlum við
að leitast við að halda atvinnustig-
inu áfram háu,“ segir Lárus Ástmar
Hannesson efsti maður á L-lista
félagshyggjufólks í Stykkishólmi.
„Ég er ágætlega sáttur með störf
bæjarstjórnarinnar á kjörtímabilinu
sem er að enda. Atvinnuleysi hefur
verið mjög lítið. Þjónustustigið hef-
ur verið gott og farið var í mörg góð
verkefni. Sérstaklega er ég ánægð-
ur með þá vinnu, sem langt er kom-
in, varðandi breytingar á öldrunar-
þjónustunni og fyrirhugaða samein-
ingu hennar í húsnæði Sfs við Aust-
urgötu. Mikil áhersla hefur verið á
fjárhag sveitarfélagsins og kappkost-
að að vera innan ramma laganna
varðandi skuldahlutfall.“
Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt
sveitarfélag og töframaður myndi
galdra þær, hverjar yrðu þær?
„Komin væri fyrirmyndaraðstaða
fyrir öldrunarþjónustu á einum
stað í bænum þar sem önnur heil-
brigðisstarfsemi væri efld og tryggð
til framtíðar eins og Háls- og bak-
deild og sjúkrahússtarfsemi. Flestar
götur bæjarins yrðu olíumalarlagð-
ar og hluti gangstétta yrði endurnýj-
aður auk leikvalla og opinna svæða.
Kominn væri nýr tónlistarskóli og
viðbót við grunnskólann. Þar sem
galdramanninum fyndist þetta ekki
mikið þá myndi hann gefa mér aðra
ósk en þá myndi ég óska mér þess að
Orkuveitan myndi gefa okkur aftur
hita- og vatnsveituna.“
Lárus Ástmar er bjartsýnn á já-
kvæða íbúaþróun næstu árin. „Ég
hef trú á því að íbúum muni fjölga
á næstu árum og verði um 1150 eft-
ir fjögur ár.“
Hverjar eru stærstu ógnanir þíns
sveitarfélags?
Meiri niðurskurður á starfsemi
sjúkrahússins þannig að rekstrar-
grundvellinum verði endanlega
kippt undan starfseminni. Ekki ná-
ist að efla Háls- og bakdeildina og
tryggja henni framtíðar grundvöll.
Einnig ef sjávarútvegsfyrirtæki leggi
niður rekstur í bænum.“ Lárus sér
líka ýmis tækifæri. „Tækifærin okk-
ar búa í umhverfinu, fólkinu, hefð-
inni og dugnaði fólksins sem hér
býr. Tækifærin eru því ótalmörg
ekki síst þegar galdramaðurinn er
búinn að koma því í kring að Orku-
veitan er búin að gefa okkur hita- og
vatnsveituna aftur.“
Hve mörgum mönnum spáir þú
að listinn nái inn í sveitarstjórn? „Ég
spái því að við fáum fjóra fulltrúa.“
Hver er að þínu mati fallegasti
staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Upp
á Súgandisey með útsýni yfir Hólm-
inn og Breiðafjörðinn. Það bregst
aldrei.
„Samvinna, skynsemi, jákvæðni
og framsýni,“ eru lokaorð Lárusar
Ástmars.
H-listi framfarasinnaðra Hólmara
L-listi félagshyggjufólks
í Stykkishólmi
Hvað segja kjósendur í Stykkishólmi
og að það sé leiðinlegt að þurfa að
velja á milli lista. „Mín ósk er að
hafa enga lista í kosningunum. Ég
myndi vilja hafa einstaklingsfram-
boð þannig að hægt væri að velja
fólk óháð listum.“ Þegar Kristborg
var beðin um að spá fyrir um úrslit
kosninganna var hún nokkuð viss
í sinni spá. „Ég held að núverandi
stjórn muni halda velli.“
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir
Mikilvægasta úrlausnarefnin næstu
fjögur árin í Stykkishólmi er að
mati Sigríðar húsnæðismál og ásýnd
bæjarins. „Mér finnst að lagfæra
ætti útlit bæjarins. Gott dæmi eru
rólóvellir bæjarins. Þá þarf að bæta
aðstöðu fyrir börn og sinna bet-
ur viðhaldi sem og á fleiri almenn-
um stöðum í bænum. Húsnæðismál
þarf einnig að bæta en mikill skort-
ur er á íbúðum í bænum sem held-
ur leiguverði mjög háu.“ Aðspurð
um framboðslistana segist Sigríð-
ur verða ánægð með þá. „Mér líst
mjög vel á fólkið sem er á listunum
núna.“ Þegar Sigríður var beðin um
að spá fyrir um úrslit kosninganna,
telur hún að búast megi við breyt-
ingum. „Ég held að það verði nýr
meirihluti sem tekur við eftir kosn-
ingarnar.“ jsb