Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 85

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 85
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 X-2014 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR 85 Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Sjálfstæðisflokkurinn, X-D Nafn og aldur: Kristín Björg Árnadóttir, 40 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Verkefnastjóri. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Ég er gift Smára Björnssyni tækni- fræðingi og við eigum 3 börn, Amalíu Rún 15 ára, Arnór Inga 11 ára og Aldísi Maríu 6 ára. Búseta: Þegar við fluttum til Snæ- fellsbæjar fyrir 11 árum þá flutt- um við fyrst á Hellissand og svo byggðum við hús í Ólafsvík þar sem við búum í dag. Núverandi og fyrri störf að sveit- arstjórnarmálum: Fyrsta aðkoma mín að sveitarstjórnarmálum var þegar ég hóf störf hjá SSV sem ráðgjafi. Þar fékk ég góða innsýn í sveitarstjórnarmálin á Vesturlandi ásamt því að kynnast því góða fólki sem sinnir þeim málum. En svo var mér boðið sæti á D-listanum fyrir síðustu kosningar eða árið 2010 og ákvað ég að taka þátt enda hef ég mikinn áhuga á að hafa áhrif á mitt samfélag, og svo núna árið 2014 þá er ég oddviti listans og er afar stolt af því, ég er afar ánægð með þann hóp sem er með mér á listanum. „Helstu stefnumál D-listans eru fjölmörg en snúa fyrst og fremst um að gera gott enn betra. Kíkið á stefnuskránna okkar og þá sjáið þið hver okkar helstu stefnumál,“ seg- ir Kristín Björg aðspurð um helstu stefnumál hennar lista. Kristín Björg er sátt við störf sveitarstjórnar á þessu kjörtíma- bil. „Núverandi sveitarstjórn hef- ur að mínu mati tekist mjög vel upp enda skilum við af okkur sveitarfé- lagi sem er vel statt fjárhagslega og getur haldið áfram með uppbygg- ingu og eflingu samfélagsins.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Nr.1 væri að finna heitt vatn og lækka þar með húshitunarkostnað. Nr.2 væri að koma á ljóshraðaneti í öllu sveit- arfélaginu ásamt öflugu gsm sam- bandi og síðast en ekki síst að stað- ið yrði við tuttugu ára gamalt lof- orð vegna sameiningarinnar 1994 um að klára Fróðárheiði.“ „Þróun íbúafjölda er nokkuð sem er afskaplega spennandi viðfangs- efni og nauðsynlegt fyrir sveit- arstjórnarmenn að velta vel fyr- ir sér. Íbúafjöldi Snæfellsbæjar hef- ur verið á bilinu 1700-1800 undan- farin fjögur ár og er það að mínu mati eðlileg sveifla í fjölda. Snæ- fellsbæingar hafa aftur á móti ver- ið duglegir við að „sjálfbæra“ íbúa- fjölgun og hefur það orðið til þess að leikskólarnir hjá okkur fylltust. Því ánægjulega verkefni tókum við fagnandi og opnuðum tímabund- ið nýja deild. Í Snæfellsbæ er einn- ig töluverður fjöldi íbúa af erlendu bergi brotnu, eða um 200 talsins. En fjöldi þjóðerna er nú kannski mikilvægari þáttur fyrir sveitarfé- lögin að vera meðvituð um frek- ar en fjöldi einstaklinga. Því um leið og fjölbreytni er almennt tal- inn kostur hvers mannlífs þá þurfa sveitarfélög og ríki að mæta þeirri fjölbreytni og það verkefni er nokk- uð sem við þurfum að gera betur. Snæfellsbær hefur einnig lagt vinnu í að styrkja búsetu í sveitum okkar og má nefna að í haust munum við opna dagvistunarúrræði fyrir börn undir skólaaldri í sunnanveðum Snæfellsbæ. Það er að mínu mati ein af forsendum þess að við fáum unga fólkið okkar til að flytja heim í sveitina.“ Hverjar eru stærstu ógnanir þíns sveitarfélags? „Fyrst og fremst held ég að það sé hár raforkukostnaður. Þá hafa sífelldar breytingar á starfs- umhverfi sjávarútvegsins frem- ur aukið á óöryggi þess fólks sem vinnur í greininni og þá í leiðinni þeirra sveitarfélaga sem eru mjög háð atvinnu og tekjum af veið- um og vinnslu. Mikilvægt er að við breytingar á lögum og reglum er varða sjávarútveginn sé horft til þess að treysta starfsumhverfi þess fólks sem starfar í greininni.“ En hvar sér Kristín Björg helstu tækifærin? „Sjávarútvegur er helsta atvinnugreinin en ferðaþjónustan kemur þar mjög þétt á eftir. Inn- an þessara tveggja atvinnugreina eru miklir möguleikar og hef ég þá trú að nýjar kynslóðir muni sjá þau tækifæri og grípa þau. Til þess að það gerist þá þurfum við sveitar- stjórnarmenn að gera unga fólkinu það kleift að koma aftur heim eftir að þau hafa menntað sig og öðlast reynslu. En einnig að auðvelda því að efla tengslanet sitt við þessar at- vinnugreinar.“ Hún segir þau í D-listanum ákveðin fyrir þessar kosningar. „Okkar markmið er að halda 4 sæt- um og þar með meirihluta.“ Hver er að þínu mati fallegasti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Það er vonlaust að nefna einn stað og það fer líka svo eftir árstíðum. Mér finnst dásamlegt að finna kraftinn í náttúrunni á Öndverðarnesi bæði að hausti og vetri. Á sumrin, þá er það eiginlega bara þjóðgarðurinn okkar eins og hann leggur sig.“ Að lokum nefnir hún einkunn- arorð framboðsins. „Okkar eink- unarorð hafa verið „jákvætt hug- arfar“ og tel ég það gott veganesi fyrir komandi tíma, ekki bara fyr- ir aðdraganda kosninga heldur bara í lífinu almennt. Það verður allt svo miklu einfaldara ef maður nær að halda jákvæðu hugarfari.“ Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Þvottavélar • þurrkarar • tauflokkunarkerfi • o.m.fl W5240 Þvottavél W5105H Þvottavél T5290 Þurrkari T5350 Þurrkari Hreint og klárt Hjá Fastus fást heildarlausnir fyrir þvottahús Þvottavélar og þurrkarar - helstu kostir: • Ryðfrítt stál • Stærra hurðarop - 45cm þvermál • Sparnaðarkerfi fyrir vatn og orkunýtingu • Notendavæn og þægileg þvottakerfi • Þvottavél og þurrkari staflanleg til að nýta pláss betur • Margar góðar viðbætur fáanlegar, m.a. myntrauf Hammerlit • Tauflokkunarkerfi F A S TU S _F _1 9. 05 .1 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.