Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 86

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 86
86 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Nýi listinn, X-N Nafn og aldur: Friðþjófur Orri Jóhannsson, 26 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Skipstjóri. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Í sambúð. Búseta: Í Rifi. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Nýtt blóð. „Helstu stefnumálin eru að styðja við bakið á fjölskyldufólki og ungu fólki sem er að koma út í atvinnu- lífið. Framkvæmdir við Arnastapa- höfn. Leita að heitu vatni og fá fjöl- breytilegri störf fyrir ungt fólk,“ segir Friðþjófur Orri um stefnumál Nýja listans. Friðþjófur Orri telur þó ekki að núverandi sveitarstjórn hafi tekist illa upp. „Hún hefur bara staðið sig ágætlega. Það hefur bara myndast stöðnun og vantar eitthvað nýtt.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Heitt vatn, betri hafnaraðstæður á Arnarstapa og að lokum fleiri og fjölbreyttari störf.“ Hvað finnst þér um þróun íbúa- fjölda í sveitarfélaginu og hvern- ig sérðu hann fyrir þér eftir fjögur ár? „Það hefur verið stöðnun en við ætlum okkur að reyna fá meira af ungu fólki til að setjast hér að. Ef það tekst þá ættum við að sjá fram á 5% til 10% aukningu í sveitafélag- inu.“ Hverjar eru stærstu ógnanir og tækifæri þíns sveitarfélags? „Stöðn- un. Ég sé tækifæri í að nýta það sem við höfum til að byggja upp í ferða- þjónustu og sjávarútvegi.“ Hann er hógvær þegar kemur að spá um gengi listans í kosningun- um. „Markmiðið er að ná einum manni inn en ég spái að við náum tveimur.“ Hver er að þínu mati falleg- asti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Arnarstapi“ Lokaorðin eru skýr: „Setjið X við N“ Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Björt framtíð, X-Æ Nafn og aldur: Hallveig Hörn, 34 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Ég var svo lánsöm að fá starf til eins árs í leikskólanum Kríubóli á Hellissandi. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Ég er í sambúð með Vigfúsi Elv- an Vigfússyni. Saman eigum við dæturnar Ísafold Eyju Elvan 2 ára, Emilý Elvan 9 ára og Guðrúnu Elvan 13 ára. Búseta: Við fjölskyldan b um á Rifi. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Þar kem ég ný að borði. Um leið tel ég að allir þeir einstaklingar sem sinna samfélagsskyldum sínum af áhuga komist aldrei hjá því að fara inn á það svið. Þar gæti ég eflaust feng- ið prik. „Af helstu stefnumálum get ég í fljótu bragði nefnt virkt íbúa- lýðræði, gagnsæja stjórnsýslu, að þróa fjölbreytta þjónustu í samtali við fatlaða og góðan fjárhag sveit- arfélagsins sem skilar sér í bættri þjónustu við íbúana.“ Hvernig finnst þér að til hafi tekist hjá núverandi sveitarstjórn? „Ekkert er svo gott að ekki megi gera betur.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Fyrsta ósk mín snýr nú ekki síður að öðrum sveitarfélögum en mínu en hún felur í sér jöfnun hitunar- kostnaðar. Að hægt væri að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins upp á bestu mögulegu almenningssam- göngur sem völ væri á. Síðast en ekki síst að þá tel ég að lítil Harpa myndi sóma sér vel úti á Breið með Snæfellsjökul í baksýn við hlið fót- boltahallarinnar okkar.“ Hvað finnst þér um þróun íbúa- fjölda í sveitarfélaginu og hvernig sérðu hann fyrir þér eftir fjögur ár? „Árið 2012 voru bæjarbúar flest- ir, ef tekið er tímabilið frá 2010 til 2014, eða 1.737 íbúar. Nú árið 2014 teljast íbúarnir 1.691 eða 46 brott- fluttir umfram aðflutta íbúa. Bæjar- félag af þeirri stærðargráðu sem við föllum til þarf að skoða sinn gang ef 23 íbúar að meðaltali velja það að flytja ár hvert í burtu. Í það minnsta er þetta þróun sem mér hugnast illa og þarf að sporna við. Hvernig ég sé þetta fyrir mér eftir fjögur ár er svo aftur á móti íbúanna að velja núna 31. maí því mín framtíðarsýn er björt.“ Hallveig segir húsnæðisvanda, sem auðvelt væri að leysa, helstu ógnir sveitarfélagins. „Þar sem eignir Íbúðalánasjóðs gætu brúað það bil sem þarf til að mynda svig- rúm á leigumarkaði. Einnig má nefna stöðnun sem myndast hef- ur á vinnumarkaðnum en sú staða er erfið en alls ekki ómöguleg ef sveitarfélagið myndi beita sér fyr- ir því verkefni. Fólkið okkar er hins vegar tvímælalaust helsta tækifæri sveitarfélagsins. Á því leikur enginn vafi. Náttúran býður líka upp á ótal ónýtt tækifæri ásamt þeim ótelj- andi möguleikum sem stuðningur við aukinn fjölbreytileika getur fal- ið í sér.“ Þegar hún er beðin að spá um hve mörgum hennar listi nái í sveit- arstjórn, segir hún. „Ég spái því að við náum 1691 manni inn, eða öll- um íbúum Snæfellsbæjar. Lykilþátt- ur í stefnu okkar er að virkja íbúa- lýðræði í sveitarfélaginu; að fanga hugmyndir og skoðanir fólks á í því skyni að gera gott bæjarfélag enn betra. Með því að kjósa Bjarta fram- tíð í Snæfellsbæ komast fleiri íbúar að sveitarstjórnarmálum og hvet ég kjósendur að hafa trú á því að þeir hafi erindi við bæjarfélagið okkar.“ Hver er að þínu mati fallegasti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Þar sem það vill svo vel til að ekkert sveitarfélag á landinu getur státað sig af því að hafa heilan jökul í miðj- unni sem virðist hafa verið settur þarna til þess eins að leyfa íbúunum að njóta fegurðar hans verð ég að segja að allir staðir þar sem hægt er að horfa í áttina að jöklinum fá mig til að fyllast ánægju. Þó verð ég að viðurkenna að ég á mér uppáhalds myndir. Önnur er tekin af strönd- inni við Langaholt af Snæfellsjökli en hin yfir höfnina á Arnarstapa, einstaklega lýsandi fyrir þá fegurð sem við íbúarnir búum við.“ Eitthvað að lokum? „Æ í maí.“ Nafn framboðs og listabókstaf- ur: J - listinn í Snæfellsbæ, X-J Nafn og aldur: Svandís Jóna Sig- urðardóttir, 39 ára, skipar fjórða sæti J-listans í Snæfellsbæ. Atvinna: Grunnskólakennari. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Gift Þráni Viðari Egilssyni. Búseta: Ólafsvík, Snæfe llsbæ. Núverandi og fyrri störf að sveit- arstjórnarmálum: Hef ekki komið nálægt sveitarstjórnarmálum áður, er nýgræðingur þessum efnum. „Okkar helstu stefnumál eru fjölskyldu- og fræðslumál með áherslu á dagvistunarmálin. Stjórn- sýsla þar sem kappkostað verður að gera stjórnsýsluna opnari og gegn- særri og auka þátttöku íbúa í öllum ákvörðunum í tengslum við fram- kvæmdir. Átak verði gert í mark- aðs- og kynningarmálum í Snæ- fellsbæ.“ Hvernig finnst þér til hafa tekist hjá núverandi sveitarstjórn? „Upp- bygging tjaldsvæðisins á Hellis- sandi og endurbætur á sundlaug í Ólafvík eru þau verkefni sem ég tel að tel að takist hafi vel með.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Meiri fjölbreytileiki í atvinnulíf- inu. Leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri og tómstundahús fyrir ungt fólk til að stunda áhugamál sín.“ Hún hefur svolitlar áhyggjur af neikvæðri þróun íbúafjölda í sveit- arfélaginu. „Ég hef smá áhyggjur af því að við séum að eldast og að ungt fólk sé að leita annað þar sem at- vinnumöguleikarnir og þjónusta við fjölskyldufólk eru betri. Við meg- um ekki gleyma því að unga fólk- ið mun takað við af þeim sem eldri verða og því þurfum við að huga vel að málum fjölskyldunnar.“ Hverjar eru stærstu ógnanir þíns sveitarfélags? „Einhæft atvinnulíf. Óáran í sjávarútvegi af manna- eða náttúruvöldum.“ Svandís Jóna telur ferðaþjónustuna vera stærstu tæki- færi sveitarfélagsins. Hún spáir því að hennar listi nái þremur mönnum inn í sveitar- stjórnarkosningunum núna og þeg- ar hún er spurð hver sé að hennar mati fallegasti staðurinn í sveitarfé- laginu vefst henni aðeins tunga um tönn. „Erfitt að gera upp á milli en þar sem ég á að nefna einn stað þá eru það Lóndrangar.“ Eitthvað að lokum? „J-listann skipar breiður hópur fólks úr Snæ- fellsbæ með fjölbreytta reynslu sem vill nýta krafta sína til góðra verka og efla sveitarfélagið enn betur.“ J-listinn Snæfellsbæ Nýi listinn – listi unga fólksins í Snæfellsbæ Björt framtíð í Snæfellsbæ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.