Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 91

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 91
91ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Kjörfundur í Eyja- og Miklaholtshreppi Kjörfundur vegna sveitarstjórnakosninga verður haldinn að Breiðabliki laugardaginn 31. maí og hefst kl. 10.00. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis. Kjörstjórn Opið virka daga 10-18 Lokað á laugardögum í sumar Skólabraut 25 • Akranesi • Sími 431 1619 • sjonglerid@simnet.is 17. apríl Í morgun var allt hélað úti en það var alveg heið- skírt og gott veður. Jóhann vaknaði klukkan 5 og það þýddi ekkert að segja honum að það væri nótt því það er orð sem hann skilur ekki og við vitum ekki hvernig það er sagt á tékknesku svo útskýringar gengu ekki. Ástrós vaknaði líka, sem er reyndar mjög sérstakt því hún hefur sofið töluvert mikið lengur á morgnanna. Við vorum búin að ákveða að fara niður í miðbæ í dag og gerðum okkur og börnunum lífið auðveldara með því að fá kerru líka fyrir Jóhann. Börnin eru útkeyrð í fótunum og axlirnar á Ástþóri þurfa smá hvíld. Það var komið mjög gott veður um hádegið þeg- ar við fórum niður í bæ og allir fimm í fínu formi. Ástrós keypti nokkrar gjafir og við Ástþór keypt- um nokkra tékkneska minjagripi. Við höfum þó nokkrum sinnum verið spurð af þjónum eða versl- unarfólki hvernig standi á því börnin tali tékknesku, við okkar á milli ókunnugt tungumál (íslensku) og svo ensku við það. Fólk verður undrandi og forvit- ið þegar við svörum. Í þessum tilvikum skynjum við samt jákvæðni hjá fólki. Dagurinn í dag var yndis- legur, bæði veðrið, skap allra fjölskyldumeðlima og skemmtileg stemning í miðbænum. Það er ákveðinn léttir hjá okkur að vita hvenær við förum heim. Við erum búin að bóka flugið heim og munum fljúga frá Berlín þann 1. maí. Brot úr dagbókinni sem Sigrún hélt fyrir ættingja og vini á Íslandi, á meðan fjölskyldan var í Tékklandi Hann var leiðtogi á barnaheim- ilinu og hafði mikið að segja. Okk- ur grunaði því að hann yrði fljót- ur að læra íslenskuna því hann þarf að segja svo margt,“ segja þau hlæj- andi. Lilja er einnig aðeins farin að tjá sig en hún var ekki farin að tala mikið þegar Sigrún og Ástþór eign- uðust hana. Sumarið fer í aðlögun en í ágúst fara börnin á leikskól- ann Akrasel og verða þar part úr degi til að byrja með. Þau hafa nú þegar farið þangað í eina heimsókn sem gekk vel. „Jóhann var ásamt einni stúlku langelstur í sínu húsi á barnaheimilinu. Hann er því ekki vanur að vera með jafnöldrum sín- um og þarf að venjast því rólega,“ útskýrir Sigrún. Mikilvægt að þekkja sinn uppruna Sigrún bjó til lokaðan hóp á Face- book til að þeir nánustu gætu fylgst með á meðan þau voru í Tékklandi. Hún segist hafa skrif- að langa pistla sem hún geymir til að gleyma ekki fyrstu dögunum. „Þetta er eins og þegar við eignuð- umst Ástrósu. Ef maður hugsar til baka þá finnst manni að þetta hafi allt gengið ótrúlega vel. Svo les maður dagbókina og þá sér maður að það var alveg sumt erfitt og mik- il viðbrigði. Það er fínt að geta les- ið þetta seinna,“ bætir Ástþór við. Þau segjast vilja að börnin þekki sinn uppruna og séu stolt af hon- um. Ef þau skoða myndir þá man Jóhann enn nöfnin á fóstrunum og krökkunum á heimilinu. „Okk- ur finnst mikilvægt að halda góð- um tengslum við fæðingarlandið þeirra. Það er svo mikilvægt upp á sjálfsmynd barnanna, svo þau geti verið ánægð með sig og sinn upp- runa. Við innprentuðum til dæmis í Ástrósu að hún er íslensk en fædd í Kína. Hún sagði þetta einmitt hátt og snjallt á ensku í verslun í Tékklandi þegar maður þar byrj- aði að tala við hana á kínversku,“ útskýra þau. Traustið sífellt að aukast Fjölskyldan lifir í mikilli rútínu núna á meðan börnin eru að að- lagast þessum nýju og gjörbreyttu aðstæðum. „Þau þurfa í raun að læra allt upp á nýtt, læra að lifa utan barnaheimilisins. Þar var allt lokað og í rútínu sem aldrei var rofin. Einu skiptin sem þau fengu að fara út fyrir svæðið var ef sjálf- boðaliðar fóru með þau út.“ Dagurinn byrjar klukkan 7 á morgnanna og jafnvel fyrr. Þá vilja börnin fá að borða og komast út að leika. „Þau eru ekki vön að horfa á sjónvarpið og tolla því ekki við það. Það var svo mikil rútína á barnaheimilinu og Jóhann er al- veg fastur í sinni rútínu. Úti fengu þau að horfa á sjónvarpið í smá stund eftir kvöldmat og hann vill því ekki slaka á fyrr en eftir mat. Seinni part dagsins fara þau í bað, svo borðum við og fljótlega eftir matinn fara þau að sofa,“ útskýr- ir Sigrún. Þau segja að traustið sé sífellt að aukast og börnin tengist þeim meira með hverjum degin- um. „Þau eru farin að skríða aðeins upp í suma morgna til að kúra. Það stendur í skýrslunni hans að hann sé ekki kelinn, en hann er farinn að sýna okkur blíðu. Það er því sig- ur hérna megin að hann sé farinn að vera kelinn við okkur,“ segja hjónin Sigrún og Ástþór að lok- um. Börnin eru orðin óþreyjufull að komast aftur út í leik í sólinni. Þau nenna ekki lengur að sitja og spjalla enda mun skemmtilegra að spila fótbolta og róla með mömmu og pabba í góða veðrinu. grþ Komin heim til Íslands. Myndin er tekin í Leifsstöð, rétt eftir lendingu þann 1. maí. Ljósm. úr einkasafni. Fjölskyldan saman í fyrsta sinn. Myndin er tekin fyrir utan barnaheimilið í Prag, aðeins klukkustund eftir að þau hittu Jóhann og Lilju. Ljósm. úr einkasafni. Fjölbrautaskóli Vesturlands Aukið námsframboð fyrir fullorðna: Húsasmíði, húsgagnasmíði, pípulagnir, vélvirkjun og almennar greinar til iðnmeistaraprófs. Á þessum brautum er boðið upp á blöndu af fjarnámi og staðbundnum lotum utan dagvinnutíma fyrir þá sem vilja stunda nám með vinnu. Innritun lýkur 10. júní. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Fjölbrautaskóli Vesturlands Innritun fyrir haustönn 2014 lýkur 10. júní. Hægt er að sækja um á skrifstofu skólans eða gegnum menntagatt.is. Við skólann er meðal annars hægt að stunda bóknám til stúdentsprófs, iðnnám í bygginga-, málmiðna- og rafiðna- greinum og almennt undirbúningsnám. Hægt er að ljúka stúdentsnámi af öllum iðn- og starfsmenntabrautum. Heimavist er fyrir þá sem búa fjarri Akranesi. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög S ke ss uh or n 20 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.