Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 8
RITST JÓRIUARGREINAR Kostnaður og söguleg þróun Eggert Sigfússon bendir í nýlegri grein á að hér á landi hefði verið hægt að spara fimm milljarða króna ef læknar hefðu notað þíasíð í stað nýrri lyfja við blóðþrýstingi sem eru margfalt dýrari (12). Þótt fræðilega sé ólíklegt að hægt hefði verið að ná því marki er vissulega ástæða til að taka undir hugleið- ingar Eggerts og reyna að læra eitthvað af sögulegri þróun þessara mála. I bandarískum leiðbeiningum um meðferð á há- þrýstingi var þegar árið 1973 mælt með að nota þíasíð sem fyrsta lyf í slíkri meðferð (JNC-III) (3). Um 10 árum síðar var betahemlum bætt á lista klínískra leið- beininga sem fyrsta valkosti. Árið 1988 bættu Banda- ríkjamenn ACE hemlum og kalsíumgangalokum við sem mögulegu fyrsta lyfi (JNC-IV) enda þótt sannan- ir skorti fyrir ágæti þeirra. Þar með voru fjögur lyf orðin jafngild sem fyrsta val. Leiðbeiningar frá Bandaríkjunum hafa að sjálfsögðu mikil áhrif víða um heim. Síðustu tvo áratugi hafa vinsældir ACE hemla og kalsíumgangaloka aukist gríðarlega þótt þau séu margfalt dýrari en þíasíðin eins og getið er hér að ofan. Þessi árangursríka markaðssetning ACE hemla og kalsíumgangaloka byggði á tiltrú og vænt- ingum um að þessi lyf hefðu minni aukaverkanir og veittu betri vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum en eldri lyf. Það sem einkum var sett út á notkun þvag- ræsilyfja var að þau leiddu til mikils kalíumtaps og ýmissa aukaverkana, svo sem getuleysis hjá körlum og höfuðverkjar. Skýringar á þessu mátti rekja til þess að þíasíðin voru í upphafi (á árunum 1960-1980) notuð í alltof stórum skömmtum. Rannsóknir sem birtust um og eftir 1980 sýndu að þíasíð, svo sem hýdróklórþíasíð í skömmtunum 12,5 til 25 mg á dag, höfðu sambærileg blóðþrýstingslækkandi áhrif og hærri skammtar, en mun minni aukaverkanir á efna- skipti og geðhrif en sömu lyf í stærri skömmtum (13). Þessar upplýsingar nægðu samt ekki til að endur- vekja traust manna á þíasíðum, hver svo sem ástæðan kann að hafa verið. Lokaorð Fjármunum til heilbrigðismála eru takmörk sett og því hagur allra að þeir nýtist sem best. Það er því mik- ið fagnaðarefni að besta lyfið við meðferð á háþrýst- ingi sé jafnframt það ódýrasta. Það sem vekur mesta athygli í umræðunni um meðferð háþrýslings er sú staðreynd að læknastéttin hefur litla fjárhagslega ábyrgð þegar kemur að ávís- unum á lyf. Síðustu tvo áratugi hafa læknar getað val- ið um fjóra góða lyfjaflokka til að meðhöndla há- þrýsting. Verð virðist ekki hafa skipt miklu máli, heldur fyrst og fremst það hvort eitt lyf sé aðeins betra en annað. Ekki hefur verið tekið tillit til þess að slíkur ávinningur hefur lítið klínískt vægi þar eð hann er vart mælanlegur nema í mjög umfangsmiklum rannsóknum. Hér hlýtur upplýsingum til lækna að vera ábótavant og kynning á rannsóknarniðurstöð- um ekki eins hlutlaus og æskilegt væri. í öðru lagi hefur umræðan um áhrif lyfjafyrirtækja á ávísanavenjur lækna og áhrif þeirra á skoðana- myndandi leiðtoga fengið byr undir báða vængi. í BMJ 31. maí síðastliðinn er þetta aðalþema blaðsins. Þar er meðal annars bent á að „food, flattery and friendship" séu áhrifamikil vopn iðnaðarins til að ná takmarki sínu (14). Á forsíðu blaðsins sér listamaður- inn læknastéttina fyrir sér sem svín hámandi í sig góð- gæti lyfjakynnisins. Þetta virðist við fyrstu sýn vera mikil móðgun við læknastéttina, en kannski eru ástæðurnar ærnar og ádeilan tilvalið tækifæri fyrir stéttina til að skoða sinn gang. Heimildir 1. The ALLHAT officers and coordinators for the ALLHAT Collaborative Research Group. Major outcomes in high-risk hypertensive patients randomized to angiotensin-converting enzyme inhibitor or calcium channel blocker vs diuretic: The Antihypertensive and Lipid-Lowering Treatment to Prevent Heart Attack Trial (ALLHAT). JAMA 2002; 288: 2981-97. 2. Appel LJ. The verdict from ALLHAT-thiazide diuretics are the preferred initial therapy for hypertension. JAMA 2002; 288: 3039-42. 3. Hernborg A, Hákansson J, Werkö L, Berglund G. Tiazidema áterupprepade - dags att ándra förskrivningsmönster. Lákar- tidningen 2003; 100: 408-10. 4. Lindblad U, Melander A. Tiaziddiuretika medicinskt och eko- nomiskt överlágsna. Lákartidningen 2003; 100:413-4. 5. Chalmers J. All hats off to ALLHAT: a massive study with clear messages. J Hypertens 2003:21: 225-8. 6. Kaplan NM. The meaning of ALLHAT. J Hypertens 2003; 21: 233-4. 7. Andersen K. ALLHAT rannsóknin: Á að setja alla blóðþrýst- ingsmeðferð undir sama hatt? (ritstjórnargrein). Læknablaðið 2003; 89:183-4. 8. Wing LMH, Reid CM, Ryan P, Beilin U, Brown MA, Jennings GLR, et al. A comparison of outcomes with angiotensin-con- verting-enzyme inhibitors and diuretics for hypertension in the elderly. N Engl J Med 2003; 348: 583-92. 9. Frohlich ED. Treating hypertension - What are we to believe? N Engl J Med 2003; 348: 639-41. 10. The Therapeutics Initiatives, The answer: thiazides first-line for hypertension. Therapeutics Letter, 2003; 47 (January- March). www.ti.ubc.ca/pages/letter47.hun (júní 2003) 11. Chobanian AV, Bakris GL, Black HR, Cushman WC, Green LA, Izzo JL, et al. The Seventh Report of the Joint National Committee on Prevention, Detection, Evaluation, and Treat- ment of High Blood Pressure The JNC 7 Report. JAMA 2003; 289:2560-72. 12. Sigfússon E. Sparnaðarmöguleikar í flokki blóðþrýstingslyfja. Læknablaðið 2003; 89:163. 13. Sigurðsson JA. Bengtsson C. Meðferð háþrýstings með þvag- ræsilyfjum í litlum skömmtum. Læknablaðið 1983; 69:11-4. 14. Moynihan R. Who pays for the pizza? Redefining the relation- ships between doctors and drug companies. 1: Entanglement. BMJ 2003; 326:1189-92. 564 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.