Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 21
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR
Table I. Clinical Data on Maternal Health during Pregnancy and Delivery with Comparison of ELBW Children 1982-90
to ELBW Children 1991-95 and Comparison of ELBW Children 1991-95 to Control Children.
ELBW 1982-90 P ELBW 1991-95 P Control Group
mean (range) mean (range) mean (range)
Maternal age 26 (16-39) 0.02 30 (19-43) NS 30 (17-41)
Gestation weeks 27 (24-32) NS 27 (24-32) 40 (38-41)'
Birth weight 804 (608-990) NS 832 (590-990) 3698 (2926-5012)'
n (%) P n (%) P n (%)
Smoking 7 (37) NS 16 (46) 0.003 8 (15)
Alcohol use 0 (0) NS 0 (0) 1 (2)
Medication use 5 (26) NS 8 (23) 4 (7)
All Diseases 13 (68) NS 24 (69) <0.001 9 (16)
Antepart.Hem. 8 (42) 12 (34) 3 (5)
Hypertension 2 (11) 8 (23) 5 (9)
Infection 2 (11) 5 (14) 1 (2)
Other 2 (11) 9 (26) 1 (2)
Ceserian section 4 (21) 0.02 20 (57) <0.001 6 (11)
Vaginal birth 15 (79) 15 (43) 49 (89)
Total 19 (100) 35 (100) 55 (100)
' Control Children were Selected Fullterm Infants Born at 37wks • 42 wks Gestation.
ELBW = Extremely Low Birth Weight <1000g
NS = Non Significant
Antepart. Hem. = Antepartum hemorrhage
skrám og mæðraskrám fyrirburanna og skoðaðar
voru rannsóknarlýsingar Röntgendeildar Landspítal-
ans á ómskoðunum og tölvusneiðmyndum þeirra
með tilliti til heilablæðinga. Upplýsingar fengust einn-
ig úr gagnagrunni Tryggingastofnunar ríkisins.
Allir foreldrar fyrirbura áranna 1991-95 og for-
eldrar 55 samanburðarbarna samþykktu þátttöku í
rannsókninni „Fyrirburar - langtímaeftirlit með
heilsu og þroska“ sem fór fram á árunum 1996-2001.
Eitt til þrjú samanburðarbörn voru fyrir hvern fyrir-
bura. Bömin komu til skoðunar á aldrinum 5 ára og 3
mánaða til 5 ára og 8 mánaða. Þau gengust undir
læknisskoðanir og þroskamælingar hjá þverfaglegu
teymi sérfræðinga. Hver fyrirburi og samanburðar-
barn/börn komu til skoðunar á innan við tveggja
vikna tímabili. Hver athugun tók tvo daga. A þeim
tíma fór fram viðtal og skoðun barnalæknis, sjónpróf,
skoðun augnlæknis, heyrnarmæling og skoðun háls-,
nef- og eyrnalæknis. Gerðar voru mælingar á vits-
munaþroska hjá sálfræðingi (22-27), á málþroska hjá
talmeinafræðingi (28-31) og á skynhreyfiþroska hjá
iðjuþjálfa (32-35). Foreldrar svöruðu spurningalista
um atferli barna (36).
Miðað var við skilgreiningar WHO varðandi lif-
andi fæðingu, meðgöngulengd, fæðingarþyngd, fyrir-
burahátt og lága fæðingarþyngd (37) og skilgreining-
ar WHO á skerðingu (impairment), hömlun (disabi-
lity) og fötlun (handicap) (38). Bam var talið vaxtar-
skert (léttburi) ef fæðingarþyngd var meira en tvö
staðalfrávik neðan meðaltals sænskra fyrirbura (39).
Sjúkdómsgreiningar voru samkvæmt ICD-10 (40) og
heiti sjúkdóms- og fötlunargreininga voru samkvæmt
íslenskri útgáfu af ICD-10 (41). Við tölfræðilega úr-
vinnslu var kí-kvaðrats greiningu beitt við saman-
burð á hlutföllum og t-prófi við samanburð hópa.
Fengið var skriflegt samþykki fyrir þátttöku í
rannsókninni frá foreldrum barnanna. Siðanefnd
Landspítala og Tölvunefnd veittu leyfi fyrir rann-
sókninni 27. og 28. febrúar 1996.
Niðurstöður
Rannsóknin náði til 19 fýrirbura áranna 1982-90, 35
fyrirbura áranna 1991-95 og 55 samanburðarbarna
sem fæddust 1991-95.
í töflu I er að finna tölulegar upplýsingar um
mæður, meðgöngu og fæðingu fyrirburahópanna
tveggja og samanburðarbarna. Á árunum 1982-90
var meðalaldur mæðra fyrirbura 26 ár, miðgildi 26 ár,
dreifing 16-39 ár og á árunum 1991-95 var meðalald-
ur mæðra fyrirbura 30 ár, miðgildi 30 ár og dreifing
19-43 ár. Aldur mæðra samanburðarbarna var 30 ár
að meðaltali, 29 ár að miðgildi og dreifing 17-41 ár.
Meðgöngulengd hjá báðum hópum fyrirbura var
miðuð við heilar vikur og var að meðaltali 27 vikur og
dreifíng 24-32 vikur á báðum tímabilum. Samanburð-
arbörn fæddust eftir fulla meðgöngu, meðaltal 40 vik-
ur, dreifing 38-41 vikur. Fæðingarþyngd lítilla fýrir-
bura 1982-90 var að meðaltali 804 g, miðgildi 798 g,
dreifing 608-990 g og á árunum 1991-95 var fæðingar-
þyngd 832 g að meðaltali, miðgildi 835 g, dreifing
590-990 g. Fæðingarþyngd samanburðarbarna var
3698 g að meðaltali, miðgildi 3625 g, dreifing 2926-
5012 g.
Af fyrirburamæðrum reyktu 37% á árunum 1982-
90 og 46% á árunum 1991-95 miðað við 13% mæðra
Læknablaðið 2003/89 577