Læknablaðið - 15.07.2003, Side 23
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR
fundust við skoðun hjá 18 (51%) og einnig hjá tveim-
ur (4%) af 55 samanburðarbörnum. Taugalæknis-
fræðileg skoðun var eðlileg hjá níu fyrirburum. Frá-
vik við skoðun (frumstæð viðbrögð, óeðlilegar hreyf-
ingar, minnkuð/aukin vöðvaspenna og minnkuð/auk-
in viðbrögð) voru til staðar hjá 26 (74%) fyrirburum
og 5 (9%) samanburðarbörnum. Frávik í hreyfifærni
(jafnvægi, handahreyfingar, göngufærni, hoppa og
standa á einum fæti) greindust hjá 18 (51%) fyrir-
burum og einu (2%) samanburðarbarni. Fyrirburar
voru órólegri við skoðun en samanburðarbörn og níu
(26%) þeirra héldust ekki á skoðunarbekk meðan
læknisskoðun fór fram miðað við eitt (2%) saman-
burðarbarn.
í töflu V eru upplýsingar um niðurstöður þroska-
mælinga á vitsmunaþroska, málþroska og skynhreyfi-
þroska barnanna. Frammistaða mældist innan eðli-
legra marka eða ofar á öllum þremur þroskaprófum
hjá níu (26%) fyrirburum og 44 (80%) samanburðar-
börnum. Frammistaða 17 (49%) fyrirbura mældist
einu til tveimur staðalfrávikum fyrir neðan meðal-
getu jafnaldra á einu eða fleiri þroskaprófum og
einnig hjá níu (16%) samanburðarbömum. Frammi-
staða mældist meira en tveimur staðalfrávikum fyrir
neðan meðalgetu jafnaldra á einu eða fleiri prófum
hjá níu fyrirburum (26%) og tveimur (4%) saman-
burðarbörnum.
Alls greindust fimm (14%) fyrirburar með fötlun
og fimm (14%) fyrirburar til viðbótar greindust með
þroskaskerðingu þar sem frammistaða á þroskaprófi/
prófum var meira en tveimur staðalfrávikum fyrir
neðan meðalgetu jafnaldra. Ekkert samanburðar-
barn var með fötlun en tvö þeirra (4%) voru með
þroskaskerðingu þar sem frammistaða á þroskaprófi/
prófum var meira en tveimur staðalfrávikum fyrir
neðan meðalgetu jafnaldra.
Hreyfihömlun vegna heilalömunar (Cerebral
Palsy/CP) greindist hjá þremur (9%) fyrirburum,
tveir voru með stjarfa tvílömun og einn með slingur-
heilalömun. Fjórir (11%) fyrirburar til viðbótar voru
með einkenni stjarfrar helftarlömunar án þess að um
hreyfihömlun væri að ræða. Þroskahömlun greindist
hjá fjórum (11%) fyrirburum, tveir með væga
þroskahömlun og tveir með miðlungs alvarlega
þroskahömlun og var eitt þessarra barna einnig blint.
Auk þess voru tveir (6%) fyrirburar til viðbótar rétt
ofan við mörk þroskahömlunar samkvæmt mæling-
um á vitsmunaþroska. Einungis einn (3%) fyrirburi
var blindur og enginn greindist með heyrnarleysi.
Umræða
Með vaxandi fjölda lítilla fyrirbura veldur áhyggjum
að óvissa ríkir um langtímahorfur þeirra og hvort
bömum með fötlun fjölgi. Mikilvægt er að geta gefið
foreldrum upplýsingar um langtímahorfur barna
sinna. Til þess að svo megi verða þarf vandaðar lang-
Table IV. Physical Assessment of ELBW* Children born in 1991-95 Compared to
Control Children.
ELBW Control P
(n = 35) (n = 55)
Measurements mean (range) mean (range)
Height in cm 109 (99-120) 113 (101-123) <0.001
Weight in kg 18 (12.7-26.5) 20.6 (15.6-25.7) <0.001
Head Circumference in cm 50.1 (47.5-52.4) 52.7 (50.0-55.0) <0.001
n (%) n (%) p
Physical Assessment
Abnormal General Examination 18 (51) 2 (4) <0.0001
Abnormal Neurological Examination 26 (74) 5 (9) <0.0001
Abnormal Motor Skills 18 (51) 1 (2) <0.0001
Overactive Behaviour 9 (26) 1 (2) 0.002
Normal Neurological Examination
with Normal Motor Skills 6 (17) 50 (91)
with Abnormal Motor Skills 3 (9) 0 (0)
Abnormal Neurological Examination
with Normal Motor Skills 11 (31) 4 (7)
with Abnormal Motor Skills 15 J43) 1 (2)
* ELBW: Extremely Low Birth Weight.
Table V. Performance on Developmental Testing of ELBW* Children Born in 1991-95 Compared to Control Children.
Developmental Testing Performance (WPPSI-R, T0LD-2P, MAP) ELBW n (%) Control p n (%)
All Tests Results Within Normal Range or Above 9 (26) 44 (80) 0.002
One/More Tests > -ÍSD below Normal Range 17 (49) 9 (16)
One/More Tests > -2SD below Normal Range 9 (26) 2 (4)
* ELBW: Extremely Low Birth Weight.
tímaathuganir á heilsu og þroska barnanna eins og
Escobar, Littenberg og Petitti mæla með (21). Ráð-
leggingar þeirra voru leiðarljós þessarar íslensku
rannsóknar á heilsufari og þroska lítilla fyrirbura.
Samanburður á fyrirburahópum áranna 1982-90
og 1991-95 sýnir að klínísk viðfangsefni voru svipuð á
meðgöngu og nýburaskeiði á báðum tímabilum. Sjúk-
dómar, lyfjameðferð og reykingar mæðra einkenndu
fyrirburameðgöngur umfram meðgöngur samanburð-
arbarna. Greinilegt samband reykinga á meðgöngu
og fyrirburafæðinga fannst á báðum tímabilum og
rennir stoðum undir kenningar um orsakasamband
(42). Hins vegar fékkst ekki staðfesting á því að belg-
himnubólga skýri stærstan hluta fyrirburafæðinga
eins og nýlegar rannsóknir sýna (43), því að í einungis
11% tilvika 1982-90 og 14% tilvika 1991-95 fundust
merki um sýkingu í fylgju og belgjum. Fleiri fyrirburar
fæddust með keisaraskurði en samanburðarbörn og
jókst tíðni keisaraskurða allnokkuð á seinna tímabil-
inu miðað við það fyrra og gæti bent til afdráttarlaus-
ari meðferðar lítilla fyrirbura á því tímabili.
Fleiri telpur eru í hópi lxtilla fyrirbura sem eru á
lffi við fimm ára aldur, 12 af 19 fyrirburum fæddum
árin 1982-90 og 27 af 35 fæddum árin 1991-95. Pótt
Læknablaðið 2003/89 579