Læknablaðið - 15.07.2003, Page 24
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR
telpur væru hlutfallslega fleiri á seinna tímabilinu
reyndist munurinn ekki vera tölfræðilega marktækur
(3).
Fyrirburahóparnir tveir voru svipaðir hvað varðar
fæðingarþyngd og hlutfall léttbura (3). Tíðni sjúk-
dóma var einnig svipuð. Nær allir fyrirburar glímdu
við glærhimnusjúkdóm, þurftu meðferð á öndunar-
vél og aukið súrefni. Pó ekki birtist marktækur mun-
ur á súrefnisþörf, lengd meðferðar á öndunarvél eða
langtíma súrefnisnotkun milli tímabila var tilhneiging
til skemmri meðferðartíma á seinna tímabilinu. At-
hyglisvert er hversu sjaldan heilablæðing var staðfest
með ómskoðun á fyrstu vikum eftir fæðingu. Á árun-
um 1991-95 var einungis eitt bam með staðfesta
heilablæðingu af gráðu II-III og annað barn með
blæðingu af gráðu I við ómskoðun. Er það nokkuð
lægra hlutfall en aðrar rannsóknir frá þessum tíma
sýna (10,11,44,45).
Við fimm ára aldur reyndust flestir fyrirburanna
hafa komist allvel frá heilsufarsvanda nýburaskeiðs-
ins. Samkvæmt upplýsingum foreldra var þó mark-
tækur munur á heilsufari fyrirbura og samanburðar-
bama hvað varðar aukna tíðni asma, krampa og nær-
ingarerfiðleika hjá fýrirburunum. Marktækur munur
fannst einnig við læknisskoðun og við þroskamæling-
ar fyrirbura miðað við samanburðarbörn. Niðurstöð-
ur þroskamælinga þessarar rannsóknar eru sambæri-
legar við rannsóknir annarra (8,20,46-52) og verður
gerð ítarlegri grein fyrir þeim niðurstöðum síðar.
Hlutfall lítilla fyrirbura var 0,3% af heildarfjölda
fæðinga árin 1982-90 og 0,5% árin 1991-95 (3). Sam-
kvæmt gagnagrunni Tryggingstofnunar ríkisins voru
börn með fötlun í hópi lítilla fyrirbura talin þrjú af 19
(16%) á árunum 1982-90 og sex af 35 (17%) á árun-
um 1991-95 (3). Skoðun og þroskamælingar þessarar
rannsóknar staðfestu fötlun hjá fimm (14%) fyrirbur-
um áranna 1991-95 og alvarlega þroskaskerðingu hjá
tveimur (6%) fyrirburum til viðbótar. Fötlun í hópi
lítilla fyrirbura hefur því ekki aukist marktækt þrátt
fyrir marktækt aukna lifun.
Aukin tíðni sjúkdóma og þroskafrávika valda því
að umönnun og uppeldi lítilla fyrirbura er fyrirhafn-
arsamt og eykur álag í fjölskyldum þeirra (53). í við-
tölum við foreldra íslensku fyrirburanna kom fram
að umönnun barnanna hafði verið krefjandi en flest-
um foreldrum fannst börnin hafa spjarað sig vel og
bjartsýni ríkti um framtíð þeirra.
í ljósi þess hversu algengt er að litlir fyrirburar
glími við langvinnan heilsuvanda og alvarlegar rask-
anir á þroska væri æskilegt að framlengja reglubund-
ið eftirlit þeirra, tryggja þeim vandaðar athuganir á
þroska og auka aðgengi þeirra að snemmtækri íhlut-
un til að draga úr afleiðingum sjúkdóma og þroska-
raskana.
Þakkir
Börnum og foreldrum er þakkað fyrir þátttöku í
rannsókninni. Þakkir eru einnig færðar Hildigunni
Friðjónsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á Göngudeild
Landspítala íyrir aðstoð við móttöku barnanna,
Skúla Guðmundssyni, skrifstofustjóra Hagstofu ís-
lands fyrir aðstoð við að finna samanburðarböm og
Emi Olafssyni, tölfræðingi Landspítala fyrir aðstoð
við tölfræði. Einnig fá þakkir Ásgeir Haraldsson pró-
fessor Bamaspítala Hringsins, Stefán J. Hreiðarsson
forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík-
isins og Karl Steinar Guðnason forstjóri Trygginga-
stofnunar ríkisins. Rannsóknin var styrkt af Vísinda-
sjóði Rannsóknaráðs íslands og Verðlaunasjóði Ósk-
ars Þórðarsonar.
Heimildir
1. Biering G, Snædal G, Sigvaldason H. Fæðingar á íslandi 1972-
1981: Burðarmálsdauði. Læknablaðið 1982; 68: 303-4.
2. Skýrslur frá Fæðingarskráningu fyrir árin 1995 og 1996.
Kvennadeild og Vökudeild Barnaspítala Hringsins, Landspít-
alanum, 101 Reykjavík. 1996,1997.
3. Georgsdóttir I, Dagbjartsson A. Litlir fyrirburar á íslandi.
Lífslíkur og fötlun. Læknablaðið 2003; 89:299-302.
4. Victorian Infant Collaborative Study Group. Eight-year out-
come in infants with birth weight of 500 to 999 grams: Continu-
ing Regional Study of 1979 and 1980 Births. J Pediatr 1991;
118:761-7.
5. The Scottish Low Birthweight Study Group: Scottish low
birthweight study: II: Language attainment, cognitive status
and behavioral problems. Arch Dis Child 1992; 67: 682-6.
6. Alberman E, Botting B. Trends in prevalence and survival of
very low birthweight infants, England and Wales 1983-7.Arch
Dis Child 1991; 66:1304-8.
7. Saigal S, Rosenbaum P, Hattersley B, Milner R. Decreased
disability rate among 3-yeear old survivors weighing 501-1000
grams at birth and born to residents of a geographically
defined reegion from 1982-84 compared with 1977 to 1980. J
Pediatr 1989; 114:839-46.
8. Sutton L, Bajuk B. Population based study of infants born at
less than 28 weeks'gestation in New South Wales, Australia in
1992-93. New South Wales Neonatal Intensive Care Unit
Study Group. Paediatr Perniat Epidemiol 1999; 13: 288-301.
9. Doyle LW for the Victorian Infant Collaborative study Group.
Outcome at 5 years of Age of Children 23 to 27 weeks’ Gesta-
tion: Refining the prognosis. Pediatrics 2001; 108:134-41.
10. Finnstrom O, Olaugsson PO, Sedin G, Serenius F, Svenning-
sen N, Thiringer K, et al. The Swedish national prospective
study on extremely low birhtweight (ELBW) infants. Inci-
dence, mortality, morbidity and survival in relation to level of
care. Acta Paediatr 1997; 86: 503-11.
11. Tommiska V, Heinonen K. Ikonen S, Kero P, Pokela ML, Ren-
lund M, et al. A national chort-term follow-up of extremely
low birth weight infants born in Finland in 1996-1997. Pedi-
atrics 2001; 107: e2.
12. Ens-Dokkum MH, Schreuder AM, Veen S, Verloove-Vanhor-
ick SP, Brand R, Ruys JH. Evaluation of care for the preterm
infant evaluated: Review of literature on follow-up of preterm
and low birthweight infants. Paediatr Perinat Epidemiol 1992;
6:434-59.
13. Schreuder AM, Veen S, Ens-Dokkum MH, Verloove-Vanhor-
ick SP, Brand R, Ruys JH. Standardised method of follow-up
assessment of preterm infants at the age of 5 years: Use of the
WHO classifacation of impairments, disabilities and handi-
caps. Paediatr Perinat Epidemiol 1992; 6:363-80.
14. Veen S, Ens-Dokkum MH, Schreuder AM, Verloove-Vanhor-
ick SP, Brand R, Ruys JH. Impairments, disabilities, and
handicaps of very preterm and very low birthweight infants at
5 years of age. Lancet 1991; 338: 33-6.
580 Læknablaðið 2003/89