Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR telpur væru hlutfallslega fleiri á seinna tímabilinu reyndist munurinn ekki vera tölfræðilega marktækur (3). Fyrirburahóparnir tveir voru svipaðir hvað varðar fæðingarþyngd og hlutfall léttbura (3). Tíðni sjúk- dóma var einnig svipuð. Nær allir fyrirburar glímdu við glærhimnusjúkdóm, þurftu meðferð á öndunar- vél og aukið súrefni. Pó ekki birtist marktækur mun- ur á súrefnisþörf, lengd meðferðar á öndunarvél eða langtíma súrefnisnotkun milli tímabila var tilhneiging til skemmri meðferðartíma á seinna tímabilinu. At- hyglisvert er hversu sjaldan heilablæðing var staðfest með ómskoðun á fyrstu vikum eftir fæðingu. Á árun- um 1991-95 var einungis eitt bam með staðfesta heilablæðingu af gráðu II-III og annað barn með blæðingu af gráðu I við ómskoðun. Er það nokkuð lægra hlutfall en aðrar rannsóknir frá þessum tíma sýna (10,11,44,45). Við fimm ára aldur reyndust flestir fyrirburanna hafa komist allvel frá heilsufarsvanda nýburaskeiðs- ins. Samkvæmt upplýsingum foreldra var þó mark- tækur munur á heilsufari fyrirbura og samanburðar- bama hvað varðar aukna tíðni asma, krampa og nær- ingarerfiðleika hjá fýrirburunum. Marktækur munur fannst einnig við læknisskoðun og við þroskamæling- ar fyrirbura miðað við samanburðarbörn. Niðurstöð- ur þroskamælinga þessarar rannsóknar eru sambæri- legar við rannsóknir annarra (8,20,46-52) og verður gerð ítarlegri grein fyrir þeim niðurstöðum síðar. Hlutfall lítilla fyrirbura var 0,3% af heildarfjölda fæðinga árin 1982-90 og 0,5% árin 1991-95 (3). Sam- kvæmt gagnagrunni Tryggingstofnunar ríkisins voru börn með fötlun í hópi lítilla fyrirbura talin þrjú af 19 (16%) á árunum 1982-90 og sex af 35 (17%) á árun- um 1991-95 (3). Skoðun og þroskamælingar þessarar rannsóknar staðfestu fötlun hjá fimm (14%) fyrirbur- um áranna 1991-95 og alvarlega þroskaskerðingu hjá tveimur (6%) fyrirburum til viðbótar. Fötlun í hópi lítilla fyrirbura hefur því ekki aukist marktækt þrátt fyrir marktækt aukna lifun. Aukin tíðni sjúkdóma og þroskafrávika valda því að umönnun og uppeldi lítilla fyrirbura er fyrirhafn- arsamt og eykur álag í fjölskyldum þeirra (53). í við- tölum við foreldra íslensku fyrirburanna kom fram að umönnun barnanna hafði verið krefjandi en flest- um foreldrum fannst börnin hafa spjarað sig vel og bjartsýni ríkti um framtíð þeirra. í ljósi þess hversu algengt er að litlir fyrirburar glími við langvinnan heilsuvanda og alvarlegar rask- anir á þroska væri æskilegt að framlengja reglubund- ið eftirlit þeirra, tryggja þeim vandaðar athuganir á þroska og auka aðgengi þeirra að snemmtækri íhlut- un til að draga úr afleiðingum sjúkdóma og þroska- raskana. Þakkir Börnum og foreldrum er þakkað fyrir þátttöku í rannsókninni. Þakkir eru einnig færðar Hildigunni Friðjónsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á Göngudeild Landspítala íyrir aðstoð við móttöku barnanna, Skúla Guðmundssyni, skrifstofustjóra Hagstofu ís- lands fyrir aðstoð við að finna samanburðarböm og Emi Olafssyni, tölfræðingi Landspítala fyrir aðstoð við tölfræði. Einnig fá þakkir Ásgeir Haraldsson pró- fessor Bamaspítala Hringsins, Stefán J. Hreiðarsson forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins og Karl Steinar Guðnason forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. Rannsóknin var styrkt af Vísinda- sjóði Rannsóknaráðs íslands og Verðlaunasjóði Ósk- ars Þórðarsonar. Heimildir 1. Biering G, Snædal G, Sigvaldason H. Fæðingar á íslandi 1972- 1981: Burðarmálsdauði. Læknablaðið 1982; 68: 303-4. 2. Skýrslur frá Fæðingarskráningu fyrir árin 1995 og 1996. Kvennadeild og Vökudeild Barnaspítala Hringsins, Landspít- alanum, 101 Reykjavík. 1996,1997. 3. Georgsdóttir I, Dagbjartsson A. Litlir fyrirburar á íslandi. Lífslíkur og fötlun. Læknablaðið 2003; 89:299-302. 4. Victorian Infant Collaborative Study Group. Eight-year out- come in infants with birth weight of 500 to 999 grams: Continu- ing Regional Study of 1979 and 1980 Births. J Pediatr 1991; 118:761-7. 5. The Scottish Low Birthweight Study Group: Scottish low birthweight study: II: Language attainment, cognitive status and behavioral problems. Arch Dis Child 1992; 67: 682-6. 6. Alberman E, Botting B. Trends in prevalence and survival of very low birthweight infants, England and Wales 1983-7.Arch Dis Child 1991; 66:1304-8. 7. Saigal S, Rosenbaum P, Hattersley B, Milner R. Decreased disability rate among 3-yeear old survivors weighing 501-1000 grams at birth and born to residents of a geographically defined reegion from 1982-84 compared with 1977 to 1980. J Pediatr 1989; 114:839-46. 8. Sutton L, Bajuk B. Population based study of infants born at less than 28 weeks'gestation in New South Wales, Australia in 1992-93. New South Wales Neonatal Intensive Care Unit Study Group. Paediatr Perniat Epidemiol 1999; 13: 288-301. 9. Doyle LW for the Victorian Infant Collaborative study Group. Outcome at 5 years of Age of Children 23 to 27 weeks’ Gesta- tion: Refining the prognosis. Pediatrics 2001; 108:134-41. 10. Finnstrom O, Olaugsson PO, Sedin G, Serenius F, Svenning- sen N, Thiringer K, et al. The Swedish national prospective study on extremely low birhtweight (ELBW) infants. Inci- dence, mortality, morbidity and survival in relation to level of care. Acta Paediatr 1997; 86: 503-11. 11. Tommiska V, Heinonen K. Ikonen S, Kero P, Pokela ML, Ren- lund M, et al. A national chort-term follow-up of extremely low birth weight infants born in Finland in 1996-1997. Pedi- atrics 2001; 107: e2. 12. Ens-Dokkum MH, Schreuder AM, Veen S, Verloove-Vanhor- ick SP, Brand R, Ruys JH. Evaluation of care for the preterm infant evaluated: Review of literature on follow-up of preterm and low birthweight infants. Paediatr Perinat Epidemiol 1992; 6:434-59. 13. Schreuder AM, Veen S, Ens-Dokkum MH, Verloove-Vanhor- ick SP, Brand R, Ruys JH. Standardised method of follow-up assessment of preterm infants at the age of 5 years: Use of the WHO classifacation of impairments, disabilities and handi- caps. Paediatr Perinat Epidemiol 1992; 6:363-80. 14. Veen S, Ens-Dokkum MH, Schreuder AM, Verloove-Vanhor- ick SP, Brand R, Ruys JH. Impairments, disabilities, and handicaps of very preterm and very low birthweight infants at 5 years of age. Lancet 1991; 338: 33-6. 580 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.