Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / CAG-A MÓTEFNAVAKI Algengi Helicobacter pylori sýkingar og Cag-A stofna hjá sjúklingum með skeifugarnarsár á Islandi Ari Konráðsson' LÆKNIR Leif Percival Andersen2 SÉRFRÆÐINGUR í SMITSJÚKDÓMUM Einar Oddsson3 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG MELTINGARSJÚKDÓMUM Hallgrímur Guðjónsson3 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG MELTINGARSJÚKDÓMUM Bjarni Þjóðleifsson3 SÉRFRÆÐINGUR ( LYFLÆKNINGUM OG MELTINGARSJÚKDÓMUM Ágrip Tilgangur: Algengi H. pylori sýkingar og tengdra magasjúkdóma breytist hratt í vestrænum löndum. H. pylori sýking hefur verið tengd við magabólgur, sár í skeifugörn og maga og magakrabbamein. Þessi tengsl eru sérlega sterk fyrir þá stofna af H. pylori sem eru Cag-A jákvæðir. H. pylori er að hverfa af náttúrulegum ástæðum meðal vestrænna þjóða, sér- staklega Cag-A jákvæðir stofnir sem er útrýmt um- fram aðra stofna vegna tengsla þeirra við sárasjúk- dóm. Markmið rannsóknarinnar var að kanna al- gengi 11. pylori sýkingar og Cag-A stofna hjá sjúk- lingum með skeifugarnarsár áður en uppræting á H. pylori var almennt útfærð á Islandi. Efniviður og aðferðin Mótefni fyrir H. pylori og Cag-A voru skoðaðir með Westem blot aðferð í semm sýnum frá 62 sjúklingum með skeifugamasár. Sýnunum var safnað á tímabilinu 1993-96 og ættu að sýna algengi Cag-A áður en virkri upprætingu á H. pylori var beitt að fullu. Enginn sjúklinganna hafði fengið uppræt- ingarmeðferð gegn H. pylori áður en sýnin voru tekin. Niðurstöður: Af 62 sýnum voru 54 (87.1%) jákvæð fyrir H. pylori sértækum mótefnavökum og af þess- um jákvæðu sýnum voru 53 (98,1%) jákvæð fyrir Cag-A. Alyktanir: H. pylori stofnar sem tengjast skeifu- garnasárum á íslandi eru yfirgnæfandi (98,1%) Cag- A jákvæðir. ‘Læknadeild Háskóla íslands, :Dept. of Clinical Microbio- logy, Rigshospitalet Univer- sity Hospital, Copenhagen, Denmark, ’Rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum, lyf- lækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Bjarni Þjóöleifsson, melting- arsjúkdómadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 543 1000. bjarnit@landspitali. is Lykilorð: skeifugarnarsár, magasár. Inngangur Sýking með H. pylori er algengasta bakteríusýking sem leggst á manninn (1). í vanþróuðum löndum er tíðni sýkinga um 90% en í þróuðum löndum er hún um 40-60% og fer hratt fallandi í yngri aldurshópum. Rannsókn sem gerð var árið 1990 á algengi mót- efna gegn H. pylori á Islandi sýndi að hjá aldurs- flokknum 70 ára og eldri var algengi um 80% og hjá aldursflokknum 10 ára og yngri var algengi H. pylori minna en 10% (2). Tíðni H. pylori hefur verið könn- uð á Islandi með CLO prófi hjá 80 börnum sem komu í magaspeglun 1997-2002 vegna meltingaróþæginda og reyndist hún um 0,1 % (upplýsingar frá Lúter Sig- urðssyni). Nýgengi sýkinga hjá fullorðnum meðal þróaðra þjóða er mjög lágt, eða um 0,5% einstaklinga á ári (3). Flest bendir því til að algengi H. pylori muni halda áfram að falla um 10% eða meira á hverjum ENGLISH SUMMARY Konráðsson A, Andersen LP, Oddsson E, Guðjónsson H, Þjóðleifsson B Prevalence of Helicobacter pylori and Cag-A strains in patients with duodenal ulcer in lceland Læknablaðið 2003; 89: 595-7 Objective: The prevalence of Helicobacter pylori infection and related gastric diseases is rapidly changing in western societies. H. pylori has been associated with gastritis, gastric and duodenal ulcer and gastric cancer. This association applies in particular to H. pylori strains which are Cag-A positive. H. pylori is naturally disappearing from western populations in particular Cag-A positive strains which are selectively eradicated due to their association with peptic ulcer. The aim of the study was to assess the prevalence of H. pylori in duodenal ulcer disease and its Cag-A status before the eradication of H. pylori was routinely applied. Material and methods: Antibodies for H. pylori and Cag- A were investigated by Western blot method in serum samples from 62 patients with duodenal ulcer. The samples were collected during the period 1993-1996 and should represent the Cag-A prevalence before it was changed by active eradication. No subject had received H. pylori eradication before the study. Results: Of the 62 samples 54 (87.1 %) were positive for H. pylori specific antigen and of the 54 positive samples 53 (98.1 %) were positive for Cag-A. Conclusion: H. pylori strains associated with duodenal ulcer in lceland were predominantly (98.1%) Cag-A positive. Key words: Cag-A. Helicobacter pylori, duodenal ulcer, gastric cancer. Correspondence: Bjarni Þjóðleifsson, bjarnit@landspitali.is áratug 21. aldarinnar af náttúrlegum ástæðum einum saman. Til viðbótar fer fram virk uppræting á H. pyl- ori hjá sjúklingum þar sem talið er að hann sé mein- valdur að sársjúkdómum eða skapi hættu á krabba- meini í maga eins og hjá aðstandendum sjúklinga með magakrabbamein. Það má því búast við að II. pylori hverfi jafnvel á næstu 10-20 árum sem meinvaldur ekki síst vegna þess að uppræting beinist mest að Cag- A jákvæðum stofnum (4). Minnkandi algengis H. pyl- ori er nú þegar farið að gæta í faraldsfræði þeirra sjúk- Læknablaðið 2003/89 595 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.