Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 49
UMRÆÐA & FRETTIR / AÐALFUNDUR Ll
Tillögur stjórnar LÍ til ályktana á aðalfundi
Tillögur til ályktana frá stjórn LÍ
L
Aðalfundur Læknafélags Islands, haldinn að Hólunr
í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn
félagsins í samráði við Siðfræðiráð að endurskoða
Codex ethicus. Stjórnin leggi fullmótaðar tillögur
sínar fyrir aðalfund LÍ 2005.
2.
Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum
í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn
félagsins að móta stefnu í öryggismálum sjúklinga.
Stjórnin leggi fullmótaða stefnu sína fyrir formanna-
fund LÍ 2004.
3.
Aðalfundur Læknafélags Islands, haldinn að Hólum
í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn
félagsins að útfæra tillögur Fræðslustofnunar lækna,
sem lagðar hafa verið fyrir fundinn, um fyrirkomu-
lag skráningar símenntunar lækna. Fundurinn felur
stjórn félagsins að aðstoða Fræðslustofnun við fram-
kvæmd tillagnanna.
4.
Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum
í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, fagnar leið-
beiningum Siðfræðiráðs um rafrænar kynningar
lækna á netinu. Fundurinn felur stjórn félagsins að
kynna þessa leiðbeiningar og hafa þær til hliðsjónar
við þá endurskoðun Codex ethicus, sem mælt hefur
verið fyrir um.
5.
Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum
í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn
félagsins að gera heildarúttekt á störfum félags-
manna fyrir félagið og hvort launa beri þetta félags-
starf í framtíðinni. Stjórnin leggi með þeirri skýrslu
áætlun um áhrif tillagna sinna á fjárhag félagsins og
árgjöld.
6.
Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum
í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, lýsir áhyggj-
um sfnum yfir tilhneigingu stjórnvalda að þrengja
stöðugt möguleika lækna á sjálfstæðri atvinnustarf-
semi og að slíta í sundur störf þeirra á sjúkrastofnun-
um annars vegar og í þágu sjúklinga á ferli hins vegar.
Fundurinn minnir á stefnu Læknafélags íslands,
sem ítrekuð var á aðalfundi félagsins 2001
að læknar séu frjálsir að því að stunda lækning-
ar í eigin atvinnurekstri utan sem innan sjúkra-
stofnana án annarra takmarkana en þeirra,
sem faglegar kröfur eða samningar við stjórn-
endur stofnana leyfa. Grundvöllur þessa er, að
sjúkratryggðir njóti jafnræðis, hvort sem þeir fá
læknisþjónustu á sjúkrahúsi eða utan þess og
njóti tryggingaverndar Tryggingastofnunar rík-
isins.
- að læknar njóti jafnræðis á vinnumarkaði og í
atvinnurekstri og að ákveðnar sérgreinar lækn-
isfræðinnar svo sem heimilislækningar séu ekki
nánast útilokaðar frá verktöku fyrir sjúkra-
tryggingarnar eins og nú er raunin."
7,
Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum
]' Hjaltadal dagana 22. og 23. ágúst 2003, samþykkir
fyrirliggjandi drög að samningi milli Læknafélags ís-
lands og Samtaka verslunarinnar um samskipti lækna
og fyrirtækja sem selja hjúkrunarvörur og lækninga-
tæki. Aðalfundurinn mælist til þess að samningur
þessi verður sameinaður samningi um samskipti
lækna og lyfjafyrirtækja þegar gildistími beggja
samninga rennur út.
8.
Tillögur stjórnar Lí um stjórnarkjör: Formaður:
Sigurbjörn Sveinsson, gjaldkeri: Birna Jónsdóttir,
meðstjórnendur til eins árs: Ófeigur Þorgeirsson,
Páll Helgi Möller, Sigurður E. Sigurðsson.
Læknablaðið 2003/89 605