Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ
Tíllaga til ályktunar á aðalfundi LÍ 2003
Frá Arnóri Víkingssyni
Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn að Hólum í
Hjaltadal dagana 22. og 23. ágúst 2003 felur stjórn
Læknafélags Islands að mynda starfshóp sem mótar
tillögur um hvernig nýta megi tölvusamband og sím-
töl á sem hagkvæmastan og öruggastan máta í sam-
skiptum lækna og sjúklinga. Starfshópurinn skal jafn-
framt setja fram hugmyndir um gjaldskrá fyrir slíka
þjónustu.
Greinargerö
Tölvutæknin hefur gjörbreytt samskiptamynstrum í
nútímasamfélagi. Með netpósti er í senn hægt að
halda uppi samskiptum sem eru gagnvirk, skýr, hröð
og skjalfest. Slík samskipti draga einatt úr þörf fyrir
fundahöld og eru laus við þá kvöð að báðir samskipta
aðilar hafi lausa stund á sama tíma dagsins. Þrátt fyrir
þessa kosti netpóstsins hefur lítil umræða farið fram
innan læknastéttarinnar um hvort og hvernig nýta
megi tölvutækni í læknisþjónustu við sjúklinga. Víða
erlendis er komin reynsla á þetta samskiptaform milli
lækna og sjúklinga og í mars 2003 gáfu „American
College of Physicians“ út stefnuyfirlýsingu varðandi
notkun tölvutækni í utanspítalaþjónustu við sjúklinga
og hvernig ætti að greiða þóknun fyrir slíka þjónustu
(1). Rannsóknir erlendis hafa meðal annars sýnt að
tölvusamband milli læknis og sjúklinga með lang-
vinna sjúkdóma dró úr innlögnum á sjúkrahús (2).
Önnur rannsókn sýndi að kostnaður við heilbrigðis-
þjónustu lækkaði um 3,69 dollara á mánuði fyrir
hvern sjúkling og að bæði læknar og sjúklingar voru
mjög ánægðir með þetta „webVisit“ prógram (3).
Þörf fyrir formleg netsamskipti við sjúklinga eru
þeim mun brýnni á Islandi í Ijósi þess biðtíma eftir
viðtali við lækni sem víða er í heilsugæslunni og hjá
öðrum sérfræðilæknum á stofum eða göngudeildum.
Heimlldir
1. The changing face of ambulatory medicine - reimbursing phy-
sicians for computer-based care. American College of
Physicians, Medical Service Committee. Policy paper, March
2003.
2. Maguire P. How one health plan pays physicians for cybercare.
ACP Observer. September 2000.
3. The RelayHealth webVisit Study: Final Report, January 2003.
Arnór Víkingsson
Tillaga stjórnar LÍ til lagabreytingar
Um stjórn félagsins og formannafund
9.gr
Skipan og kjör stjórnar
Stjórn félagsins skipa tíu níu menn, formaður, ritari,
varaformaður, féhirðir og sex meðstjórnendur. For-
menn Félags íslenskra heimilislækna, og Sérfræð-
ingafélags íslenskra lækna og Félags ungra lækna eru
sjálfkjörnir meðstjórnendur. Þrír meðstjórnendur eru
kosnir á aðalfundi úr hópi félagsmanna. Stjórnar-
menn skulu vera frá a.m.k. tveimur aðildarfélögum.
Formaður, ritari, varaformaður og féhirðir skulu
kosnir hver fyrir sig til tveggja ára í senn. Annað árið
skal kjósa formann og féhirði, en hitt árið ritara og
varaformann. Séu fleiri en tveir í framboði og falli at-
kvæði að jöfnu, skal kjósa aftur milli þeirra, sem flest
atkvæði hlutu. Falli atkvæði aftur að jöfnu, eða hafi
tveir verið í kjöri og atkvæði fallið að jöfnu, skal hlut-
kesti ráða. Þrír meðstjómendur skulu kosnir til eins
árs í senn. Verði atkvæði jöfn við kjör þeirra, skal
hlutkesti ráða.
Kjósa skal tvo skoðunarmenn og einn til vara úr
hópi félagsmanna til eins árs í senn.
Læknablaðið 2003/89 607