Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 67

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPSKT SAMSTARF kynninga, auglýsinga, beinna og óbeinna, og hæk- kun geti orðið á tóbaksverði með skattlagningu. Einnig verður að verja þá sem ekki reykja gegn tóbaksreyk. Fundurinn ítrekaði stuðning við stefnu WHO-rammaráðstefnunnar og skorar á öll læknasamtök, ríkisstjórnir og alþjóðlegar stofnan- ir að gera henni kleift að vinna gegn þeim mikla skaða sem tóbakskynningar, fjárframlög tóbaks- framleiðenda og auglýsingar valda. 3. Gæði drykkjarvatns var tillaga lögð frani af vinnuhópi um umhverfismál, reyndar fyrir tilstilli íslensku sendinefndarinnar. I samþykktinni segir að það sé vel þekkt að mengað vatn valdi sjúkdómum. Flóð, þurrkar, úrgangur frá iðnaði, mikill hiti og mannleg mistök geta skaðað drykkjarvatn og alþjóðleg hryðjuverk geta spillt vatni. Læknar bera ábyrgð á því að meðhöndla sjúk- dóma sem stafa af lélegu drykkjarvatni. Atvinnu- sjúkdómalæknar og heimilislæknar eru í lykil- stöðu til að hafa áhrif á hvernig verksmiðjur og iðnaður umgangast vatn og til að tryggja að regl- um um vatnsvemd sé fylgt. Læknar í stjórnunar- störfum, sveitarstjómum eða ríkisstjórnum geta beitt sérþekkingu sinni til að bæta meðferð á drykkjarvatni eða mengunarvöldum vatns í sam- félagi sínu sé þess þörf. 4. Hávaði og framkvæmdaáætlun varðandi um- hverfismál. 5. Samþykkt var skjal sem kallast „Ráðleggingar um hvemig varna megi og draga úr áhættu við lyfja- ávana“. 6. Yfirlýsing um aðdraganda að lagasetningu ESB um grasalyf sem ætluð eru mönnum. 7. Frjáls för sjúklinga: Hvenær hefur meðferð verið nægilega reynd og prófuð og hvernig á að ákveða að svo sé? (Sjúklingur getur jú leitað eftir með- ferð annars staðar en í heimalandi sínu undir slík- um kringumstæðum samkvæmt Evrópudómstóln- um) 8. Ráðleggingar um öryggi sjúklingsins. Öryggi heil- brigðisþjónustunnar má bæta verulega því þar geta hættuleg atvik átt sér stað eins og allir vita. Tekið hefur verið á öryggisatriðum til dæmis í kjarnorkuiðnaði og flugþjónustu langt umfram það sem gert er í heilbrigðisþjónustu, með örygg- iskerfum, allt skipulag snýst unt öryggi auk þess sem áhættuþættir eru skoðaðir vandlega og með reglubundnum hætti. 9. Jafnrétti í læknisnámi. Kvisast hefur að í bígerð sé hjá finnska menntamálaráðuneytinu að mennta hjúkrunarfræðinga og nokkrar aðrar heilbrigðis- stéttir í læknisfræði með eins konar skemmri skírn, með þeim rökum að hluta af námi þeirra á stofnunum sem ekki eru háskólar, svo og starfs- reynslu, megi meta sem læknismenntun. Hjúkrun og læknisfræði eru aðskildar greinar. Læknar og hjúkrunarfræðingar vinna saman og læra hvert af öðru, en menntunin er ekki sú sama og ekki hægt að víxla þar á milli. CPME vill að staðinn verði vörður um háar menntunar- og gæðakröfur og sjúklingum sé sinnt eins og best verður á kosið, og undirstrikar að læknismenntun verður að fara fram innan háskóla. Eins og fram kemur í tilskip- un Evrópusambandsins, 93/16/EEC, má ekki skipta út nokkrum hluta hennar fyrir lægri mennt- un. 10. Yfirlýsing CPME vegna tillögu framkvæmda- stjórnar ESB að tilskipun þar sem kveðið verður á um gæða- og öryggiskröfur þegar verið er að gefa lifandi vef og frumur, vinna með, framleiða, rann- saka, geyma og dreifa vef og frumum úr mönnum. 11. Yfirlýsing um aðlögun lækna sem koma sem flóttamenn til ESB-landa að heilbrigðisþjónustu hvers lands: Hvað er framundan? Lokaorö Listinn hér að ofan sýnir hve fjölbreytt verkefnin eru hjá Evrópusamtökum lækna, CPME, en mun lengra mál þyrfti til að fara ítarlega ofan í kjölinn á hverju og einu. Ég get gefið upplýsingar um einstök skjöl en vísa einnig á slóðina www.cpme.be/ Nokkuð er um að skjöl séu inni á læstu svæði, en þar sem ég hef aðgang þar inn er einfalt að afla frek- ari upplýsinga sé þess óskað. Ég tel að þátttaka LÍ í starfi CPME sé til þess fall- in að við getum fylgst með hringiðunni og haft áhrif á það hvaða skilyrði eru sköpuð fyrir sjúklinga og lækna í Evrópu í framtíðinni. Læknablaðið 2003/89 623 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.