Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS II M R Æ 0 A 0 G F R É T T I R Umræða & fréttir 568 Af sjónarhóli stjórnar: Nefnd Jónínu Bjartmarz Sigurbjörn Sveinsson 570 Viljum eyða allri tortryggni Rætt við Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala um nýjar samskiptareglur starfsfólks við lyfjakynna og fleiri Þröstur Haraldsson 572 Glæsilegt orlofshús risið í Húsafelli Pröstur Haraldsson 573 Bæklingur frá Hjartavernd 574 Samstarf norrænu læknablaðanna Védís Skarphéðinsdóttir 576 34 læknar útskrifaðir frá Háskóla íslands Pröstur Haraldsson 577 Sprenging í íslensku vísindasamfélagi Rætt við Hans Kristján Guðmundson forstöðumann Rannís Þröstur Haraldsson 579 Það var spurt um hugmyndir og árangur - segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar um ástæður þess að samtökin fengu styrk frá National Institute of Health í Bandaríkjunum Þröstur Haraldsson Fastir pistlar 581 íðorðasafn lækna 168. Nokkrar fyrirspurnir Jóhann Heiðar Jóhannsson 583 Faraldsfræði 39. Ferilrannsóknir IV María Heinrisdóttir 585 Broshorn 50. Kvef, sveppir og spakmæli Bjarni Jónasson 587 Lyfjamál 127. Þunglyndislyf enn og aftur Frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 588 Lausar stöður 589 Þing/Okkar á milli 591 Sérlyfjatextar með auglýsingum 595 Minnisblaðið Margrét H. Blöndal Hvernig á að nálgast verk sem liggur á gólfinu eins og hvert annað dótarí - og ber ekki einu sinni titil? Við vitum að það er eftir listakonuna Margréti H. Blöndal (1970), gert á þessu ári, 2004, og búið til úr veggfóðursrifrildi, gerviungum og spýtum. Margrét er mjög athyglisverður fulltrúi ungra, íslenskra listamanna. Hún nam í Myndlista- og handíðaskólanum og síðan í Bandaríkjunum þar sem hún lauk meistaraprófi frá Rutgers- háskóla. Hún hefur sýnt víða, í Evrópu, vestanhafs og hér heima og m.a. unnið til Richard Serra- verðlaunanna árið 2002. Myndlist Margrétar er nánast ómögulegt að lýsa með orðum. Hún notar ólíka miðla eins og Ijósmyndir, teikningar, texta og skúlptúr. Iðulega eru skúlptúrar hennar samsettir úr leifum einhvers sem áður hafði annað gildi, til dæmis svampi, múr- brotum, boltum, gúmmíslöngum og blöörum. Hún setur verkin þannig fram að mikilvægt er að sjá með eigin augum, gaumgæfa frá ýmsum hliðum og gefa nægan tíma. Þau eru fyrirtaks dæmi um „óskiljanlega" myndlist, að því leyti að ef áhorfandinn leitast við að skilja þau með rökrænum hætti fær hann að öllum líkindum lítið sem ekkert út úr þeim. Sjálf líkir Margrét iist sinni við svæðanudd. Eins og nuddari þrýstir á ólík svæði líkamans til þess að ná tilætluðum áhrifum hreyfir hún við áhorfandanum á tilfinningalegan hátt með öðrum hætti, til dæmis kunnuglegum hlutum, litum og efnis- kennd. Kannski mætti segja að hún bjóði áhorfendum að upplifa verkin? í skúiptúrnum á forsíðunni leynast fuglsungar innan um gamalt vegg- fóður sem er í mörgum lögum frá ýmsum tímum. Þeir minna á biðukollur eða rykhnoðra, eru að fóta sig en gætu fokið burt. Upp úr bingnum rísa mjóar stangir festar saman með bleiku límbandi. Sem fyrr segir er ætlun listakonunnar ekki að leggja þraut fyrir áhorfandann, það er ekkert „Aha! Nú skil ég!!“ fólgið í samsetningu hlutanna. Ef til vill má skynja gang tímans í lagskiptu veggfóðrinu sem skýlir ófleygum ungum, nýskriðnum úr eggi. Hafa þeir reist sperrurnar sem rísa upp eins og fánastangir og flaggað bleikum fána? Hvaða upplifun kann að felast í þessu „svæðanuddi"? Markús Þór Andrésson Læknahladið 2004/90 533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.