Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMSKIPTAREGLUR varðar gjafir fyrirtækja til starfsfólks, samanber 9. grein. Þeir vilja ekki leyfa neinar gjafir. Við höfum sagt sem svo að betra sé að setja hófsamlegar og raunhæfar reglur sem farið verður eftir en strangar reglur sem líklegt má telja að menn reyni að brjóta. Slíkt gæti grafið undan þeirri hugmyndafræði sem að baki reglunum býr en hún er sú að í þessum samskipt- um ríki formfesta sem dregur úr tortryggni.“ - í 11. grein segir að starfsmönnum sé óheimilt að beita áhrifum sínum við ákvörðun um lyfjakaup eða önnur viðskipti við fyrirtæki sem þeir eiga hlutdeild í eða tengjast með öðrum hætti. Er þetta sett þarna inn af illri nauðsyn? „Nei, þetta er ekki útbreitt vandamál en þó eru þess því miður dæmi að einstakir starfsmenn hafi skuldbundið spítalann án þess að það hafi hlotið eðlilega umfjöllun. Þarna er að mörgu að hyggja, til dæmis er ekki endilega sjálfsagt mál að kaupa eitt- hvert tæki sem menn hafa séð á sýningu. Það þarf að hyggja að þjónustu við tækið, viðhaldi og fleiru. Spítalinn er líka bundinn af ýmsum reglum sem gilda um innkaup, svo sem útboðsskyldu og reglum ríkisins um innkaup." Yfirlæknar afgreiði boðsferðir Boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og annarra fyrirtækja hafa verið í brennidepli umræðunnar en í 13. grein nýju reglnanna er fjallað um þær. Þar er rætt um að sækja þurfi um leyfi til yfirlæknis, eða framkvæmdastjóra lækninga ef yfirlæknir á í hlut, vilji starfsmaður þiggja ferð sem hefur það markmið að kynna lyf, meðferð, tæki eða aðrar vörur eða þjónustu. En hvað um boðsferðir á ráðstefnur? „Lyfjafyrirtæki bjóða læknum á margar góðar ráðstefnur en oftast er samhliða eitthvað í boði sem tengist ein- hverju lyfi eða annarri framleiðsluvöru. Við ætlumst lil þess að öll slík boð fari um hend- ur yfirlæknis. Þetta á að draga úr óeðlilegum tengslum ef þau eru til staðar. Einnig viljum við stuðla að því að sem flestir njóti slíkra boðsferða enda séu þær í tengslum við starfsemi viðkomandi deildar eða sviðs. Með því að beina þessu til yfirlæknanna teljum við okkur geta beint þessum ágætu menntunarmöguleikum inn í réttan farveg. Víða erlendis er fyrirtækjum gert að greiða sína styrki í sjóði sem þau hafa engin áhrif á hvernig er úthlutað úr. Þetta gildir til dæmis víða í Noregi. Við göngum ekki svo langt,“ segir Jóhannes. Hann bætti því við að eflaust myndu koma fram einhverjir ágallar á þessum reglum en ákveðið væri að heildarendurskoðun á þeim fari fram eftir þijú ár. Læknablaðið birtir hér reglur um lyfjakynningar en hinar reglurnar eru mjög sambærilegar að gerð og uppbyggingu. Báðar reglurnar má finna á vef Landspítalans. Kynning á lyfjum og öðruni vörum og þjónustu er bönnuð í húsnœði sem œtlað er sjúklingum eða meðferð þeirra fer fram. lyf sem hefur verið hafnað af lyfjanefnd stofnunarinnar eða verið fjarlægð af lyfja- lista. 7. Á kynningarfundi má afhenda kynning- arefni en ekki skilja slíkt eftir á almennum svæðum innan spítalans eða svæðum sem ætluð eru sjúklingum. 8. Sýnishorn lyfja er heimilt að afhenda starfsmanni sé það í samræmi við almennar heimildir. Óheimilt er að nota slík sýnis- horn til meðferðar sjúklinga. 9. Heimilt er að afhenda á kynningarfundi hlut/gjöf sem hefur táknræna merkingu fyrir viðkomandi kynningu eða er í tengsl- um við starf viðkomandi starfsmanns og bjóða má upp á einfaldar veitingar. Gæta skal þess að verði slíkra hluta og veitinga sé mjög stillt í hóf. Óheimilt er að bjóða starfsmönnum gjafir eða ívilnanir að öðru leyti í tengslum við slíkar kynningar eða í því augnamiði að hvetja starfsmenn til að beita sér fyrir innkaupum viðkomandi vöru til stofnunarinnar. Starfsmönnum er óheimilt að þiggja slík boð. 10. I kynninguin skulu koma fram upp- lýsingar um verð, t.d. verð á dagskammti viðkomandi lyfs. 11. Starfsmönnum LSH er óheimilt að annast kaup eða beita áhrifum sínum við ákvörðun á lyfjakaupum f.h. spítalans frá fyrirtækjum sem þeir eiga hlut í eða tengj- ast að öðru leyli. Kynningar utan LSH 12. Allar kynningar á lyfjum fyrir starfs- menn LSH sem fara fram utan spítal- ans skulu vera í samræmi við samning Læknafélags íslands og Samtaka verslun- arinnar um samskipti lækna og lyfjafyrir- tækja sem framleiða og flytja inn lyf og ein- nig reglur annarra fagfélaga sem selt hafa sérstakar reglur þessu viðkomandi. 13. Boð til starfsmanna LSH um ferð- ir erlendis á vegum lyfjafyrirtækis eða umboðsaðila þess til að kynna lyf eða lyfjameðferð skal senda skriflega til yfir- læknis sem tekur ákvörðun um hvort og þá hvaöa starfsmaður muni fara í viðkomandi ferð. Yfirlæknir skal senda framkvæmda- stjóra lækninga upplýsingar um ferðina og þátttakendur í henni og ákveði yfir- læknir að fara sjálfur í slíka kynningar- ferð skal tilkynning þar að lútandi send framkvæmdastjóra lækninga áður en ferð er farin. Framkvæmdastjóri lækninga skal halda skrá yfir ferðirnar og þátttakendur. Slíkar kynningarferðir fela ekki í sér nein- ar skuldbindingar af hendi LSH um neins konar frekari viðskipti og í tengslum við ferðir er starfsmanni óheimilt að gera ráð- stafanir sem skuldbundið geta spítalann. 14. Listar með nöfnum lækna eða ann- ars starfsfólks eru einungis ætlaðir LSH og starfsfólki spítalans og er óheimilt að afhenda þá lyfjakynnum eða sölumönn- um. Læknablaðið 2004/90 571
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.