Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / SALÍLYF J AOFNÆM I versnun einkenna eftir töku salflyfja en um 6% þeirra sem hafa óvirk einkenni (42). Meinferlið tengist helst mastfrumum og losun þeirra á histamíni í húð ásamt fleiri efnum, svo sem kínínum, leukótríenum og taugapeptíðum (41). I þessu ferli valda salí- lyfin minnkun framleiðslu PGE2 og aukningu í myndun leukótríena og histamíns. I móttækilegum einstaklingum leiðir þetta til einkenna ofsakláða eða veldur versnun á einkennum sem voru fyrir. Einkennin koma fram frá 15 mínútum uppí 24 klukkustundum eftir salflyfjaáreiti, vara mislengi og eru oft misslæm eftir magni salflyfjanna og virkni þeirra gagnvart COX-1 ensíminu (40). Sértækir COX-2 hamlar, sem og parasetamól, virka yfirleitt vel á þá einstaklinga með langvarandi ofsakláða sem þurfa að taka einhver verkja- og bólgulyf en þó eru fleiri dæmi um krossofnæmi milli slíkra lyfja og salflyfja heldur en eru hjá AERD sjúklingum. Þetta tengist ef til vill mismunandi COX-2 viðtökum í húð og í öndunarvegi. Hl-við- takahamlar og leukótríenhamlar geta slegið á ein- kennin auk stera, en langvarandi ofsakláði er oft tormeðhöndlaður (39). IV. IgE-ofnæmissvörun vegna salílyfja Ein af birtingarmyndum IgE ofnæmissvörunar er húðútbrot. Slík svörun er háð sameindabyggingu eins ákveðins salílyfs og kemur ekki fram gegn öðru salflyfi nema bygging þess sé nær sams konar. Þá binst salflyfjasameind fyrst einhverju prótíni í blóði (ferli sem nefnist „haptenization") og síðan sértæku mótefni af IgE gerð á yfirborði mastfruma, basóffla eða eosínóffla. I fyrsta sinn sem slíkt gerist verður svokölluð næming líkamans fyrir þeirri sameind og þá oftast án þess að einstaklingur finni fyrir nokkrum óþægindum. Mjög fáir einstaklingar næmast á þennan hátt, en þeir sem gera það eru oft næmir í marga mánuði eða jafnvel ár. Við næstu inntöku sama salflyfs í næmum einstaklingi eru mun fleiri sértækar IgE sameindir gegn salflyfinu til staðar í blóði og vefjum. Ef nokkrar IgE-sameindir ná að krosstengja nokkrar salflyfjasameindir ræsast frumurnar og losa tilbúnar innanfrumubólur (endosome) sem innihalda meðal annars histamín, tryptasa, IL-4, TNF-a, og leukótríen (5). Viðbrögðin geta verið í smáum stfl og valdið minniháttar einkennum, svo sem staðbundnum útbrotum eða óþægindum í meltingarvegi en einn- ig er möguleiki á víðtækum útbrotum, ofsakláða, ofsabjúg eða ofnæmislosti sem getur leitt til dauða. Lesa má nánar um lífshættuleg IgE-miðluð ofnæmis- viðbrögð í tveimur greinum í Læknablaðinu frá árinu 2002 (43,44). Salflyf virðast vera mismunandi líkleg til þess að valda IgE-ofnæmissvörun. Lyfin díklófenac, ibúprófen og nabúmeton auk salflyfsins própýphenazón virðast valda slíku oftar en önnur (45). V Ofnœmislík útbrot vegna salílyfja og fleirí ein- kenni Þessi flokkur byggir á sömu forsendum og bæði versnun asma og versnun langvarandi ofsakláða, það er virkni salílyfja til að bæla COX-1 ferli og auka þannig myndun histamíns, leukótríena og ef til vill fleiri efna sem geta valdið húðeinkennum af ýmsum gerðum og ofsabjúg samanber upptalningu hér að ofan. Þannig er fullkomið krossofnæmi milli salflyfjategunda, líkt og í AERD og langvarandi ofsakláða en COX-2-hamlar og parasetamól þolast yfirleitt vel hjá þessum einstaklingum. Þó er æskilegt aðsérfræðinguríónæmissjúkdómum ráðleggi einstak- lingum um slíkt. Tíðni þessara einkenna er talin um 0,3% hjá almenningi (46) en hún er minni hjá börnum líkt og í AERD sem bendir til þess að næmnin sé bæði háð áunnum og erfðafræðilegum þáttum og komi einungis fram eftir einhvers konar ræsingu (til dæmis sýkingu). Ekki er vitað hvers vegna sumir eru næmir fyrir húðofnæmisáhrifum salflyfja en aðrir ekki, en lík- legast eru svipaðar ástæður þar að baki og má finna í AERD (39). Einnig er athyglisvert að AERD og ofnæmislík húðeinkenni fara sjaldan saman í einum einstaklingi (47). Ofnæmislík einkenni vegna salflyfja einskorðast síður en svo við húðina og öndunarfærin. Þau ein- kenni sem nefnd eru við IgE-ofnæmissvörun hér að ofan geta öll komið fram samkvæmt COX- hemj- unarkenningunni sem rætt hefur verið um í þessari grein. Þannig getur ósértæk losun áhrifafrumna (effector cells) á boðefnum sínum, svo sem hista- míni, jafnvel valdið lífshættulegu ofnæmislosti og dauða. Slík viðbrögð krefjast engrar næmingar, sam- anber IgE-ofnæmissvörun, heldur geta þau orðið nokkrum mínútum eftir töku fyrstu salflyfjatöfl- unnar. Slíkt er sem betur fer mjög sjaldgæft miðað við þann gríðarlega fjölda sem tekur inn salflyf ein- hvern tímann á ævinni. Önnur einkenni salflyfjaofnæmis eru mun sjald- gæfari. Dæmi eru um krampa hjá annars heilbrigð- um einstaklingi eftir töku salflyfsins indómetasíns (48). Einnig eru nokkur dæmi um heilahimnubólgu sem komið hefur fram fram hjá einstaklingum sem taka salflyf yfir langt tímabil. Þessi ferli eru óútskýrð en kunna að tengjast ónæmisflækjum (immune- complexes) í miðtaugakerfinu eða þá óeðlilegri eitilfrumusvörun (23, 49). Einnig eru dæmi um salflyfjaofnæmistengd lungnaeinkenni óskyld asma, svo sem ofnæmislungnabólgu (hypersensitivity pneu- monitis, allergic alveolitis). Þau ferli eru líklega margbreytilegt sambland af flokki I, II og IV ofnæmisviðbragða. Aspirín virðist ekki geta valdið ofangreindum, sjaldgæfari einkennum en skráð eru dæmi um slíkt við töku margra annarra salflyfja. Krossofnæmi á sér ekki stað (23). Læknablaðið 2004/90 549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.