Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 12
RITSTJORNARGREIMAR hafa margir orðið algjörlega ruglaðir og misst fótanna í viðureign sinni við offituna. Hins vegar eru rökin fyrir aðkomu heilbrigðis- þjónustunnar að offituvandanum þau að ef ekki tekst að hamla gegn henni mun sjúkleiki og vanheilsa sem offita veldur vaxa hröðum skrefum og vandinn verða enn stærri og illleysanlegri en ella. Offitumeðferð er enn ekki mjög þróuð og mikil vinna framundan á því sviði. Þekking fer þó hratt vaxandi og framfara að vænta í náinni framtíð. Það eru allmörg atriði sem menn telja sig þó vita að skipti máli fyrir meðferð og uppbyggingu hennar. Almennt er talið að atferlismeðferð sem nær til næringar, þjálf- unar og hreyfingar og fleiri þátta sé nauðsynlegur grundvöllur að megrunarmeðferð, hvaða aðrar leiðir sem kunna að bætast þar við. Offitumeðferð þarf að skoða sem langtímaverkefni ef ekki ævilangt og skyndilausnir eru ekki vænlegar til árangurs. Mikil hætta er á bakslagi í offitumeðferð. Draga má úr þeirri hættu með stuðningi til langs tíma. Atferlisbreytingar þurfa oftast langan tíma til að fest- ast í sessi, oft er talað um tvö til þrjú ár í því samhengi. Megrunarmeðferð sem byggir á þverfaglegri teym- isvinnu er líklegri til árangurs en afmörkuð inngrip sömu aðila. Meðferð í hópum skilar betri árangri en einstaklingsmeðferð. Hópurinn getur veitt innbyrðis aðhald og stuðning. Alvarlega offitu (BMI>35-40) getur þurft að meðhöndla í sérstökum offituteymum en vægari offitu ætti að meðhöndla „heima“. Nauðsynlegt er að vinna með markmiðssetningu sem ekki nær aðeins til þyngdartaps heldur jafnframt til annars ávinnings af megruninni. Einnig þarf að vera ljóst hverju þarf að fórna fyrir megrunina og vera tilbúinn til að færa þá fórn. Markmið þurfa að vera raunhæf og gera ráð fyrir tímabilum þar sem lítið gerist og að bakslag geti komið (muni koma) og hvernig verði tekið á því. Fæstir munu ná að komast niður í reiknaða kjörþyngd. Verulegur heilsufarslegur ávinningur er af hægfara þyngdartapi sem tekst að varðveita. Þeim sem taka upp reglubundna hreyfingu og þjálfun gengur betur að halda fengnum hlut en hinum. Viðurkennd megrunarlyf hafa engin áhrif án atferl- isbreytinga. Þyngdartap vegna þeirra er tiltölulega lítið en þau geta haft góð áhrif á fylgikvilla offitu, svo sem sykursýki, blóðfitubrenglun og fleira. Megrunarskurðaðgerðir, einkanlega hjáveituað- gerð á maga og efri hlula mjógirnis, eru áhrifaríkasta meðferð gegn svæsinni offitu (BMÍ>40) sem þekkt er í dag. Þeir sem jafnframt aðgerð breyta sínum lífsháttum til betri vegar geta vænst þess að missa 60- 80% af umframþyngd sinni í kjölfar aðgerðarinnar. Langtímaárangur af aðgerðinni er betri en vitað er um af annarri meðferð (1,8). Offitumeðferð barna og unglinga þarf helst að vera fjölskyldumeðferð. Bestur árangur næst þar sem foreldrar ná sjálfir að breyta sínum lífsháttum og grennast (eru oftast of þungir). Hæfileg markmið offitumeðferðar hjá börnum og unglingum sem ekki eru fullvaxin eru oftast að hætta að þyngjast á meðan þau „vaxa upp í þyngdina" (9). Nauðsynlegt er að heilsugæslan komi í auknum mæli að skipulagðri offitugreiningu og meðferð. Það þyrfti að verða föst regla að reikna þyngdarstuðul allra sem þangað leita á sama hátt og blóðþrýstingur er mældur og skráður. Þannig mætti grípa fljótt inn ef í óefni stefnir. Meðferð þarf að leggja upp sem sam- vinnuverkefni margra aðila á svæðinu, svo sem skóla, íþróttafélaga, líkamsræktarstöðva, bæjaryfirvalda auk heilbrigðisstarfsfólks. Þekkingu heilbrigðisstarfsfólks í næringarfræðum þarf að auka verulega og að fjölga næringarfræðingum/ráðgjöfum. Hlutur sálfræðimeð- ferðar við offitu þarf að aukast. Þar er einkum horft til hugrænnar atferlismeðferðar sem ætla má að gagnist ekki aðeins til að bæta andlega líðan heldur sérstaklega við að hindra bakslag í nreðferðinni. Efla þarf og fjölga meðferðartilboðum offituteyma og koma á skipulögðu samstarfi við heilsugæslu. Mikil þörf er á að efla rannsóknir á offitu, bæði faralds- fræðirannsóknir og rannsóknir sem miða að því að bæta meðferð. Það á að vera hægt að snúa offituþróuninni við. Takist það er mikilli heilsuvá afstýrt. Þetta þyrfti að vera eitt af forgangsverkefnum samfélagsins. Heimildir 1. National Health & Medical Research Council, Ástralíu. Clinical Practice Guidlines for the Management of Overweight and Obesity in Adults. Sept. 2003. 2. Þorgeirsdóttir H, Steingrímsdóttir L, Ólafsson Ö, Guðnason V. Þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994. Læknablaðið 2001; 87: 699-704. 3. Briem B. Hæð og þyngd 9 ára skólabarna í Reykjavík 1919- 1998. Reykjavík: Háskóli íslands 1999. 4. Jóhannsson E, og samverkamenn. Holdafar, líkamsástand, hreyfimynstur og lifnaðarhættir 9 ára barna í Reykjavík haustið 2002. Rannsóknastofnun Kennaraháskóla íslands, apríl 2003. 5. Steingrímsdóttir L, og samverkamenn. Könnun á matar- æði Islendinga 2002. Rannsóknir Manneldisráðs íslands v. Lýðheilsustöð 2003. 6. Guðmundsdóttir SL, Óskarsdóttir D, Franzson L, Indriðason ÓS, Sigurðsson G. Samband líkamlegrar þjálfunar við þyngd- arstuðul, fitumassa og gripstyrk í íslensku þýði. Læknablaðið 2004; 90: 479-86. 7. Saris WHM, Blair SN, van Baak MA, Eaton SB, Davies PS, Di Pietro L, et al. How much physical activity is enough to prevent unhealthy weight gain. Outcome of the IASO lst Stock Conference and consensus statement. Obes Rev 2003; 4: 101-14. 8. Gíslason HG, Leifsson BG. Aðgerðir vegna alvarlegrar offitu. Læknaneminn 2004; 32-36. 9. Klínískar leiðbeiningar um offitu barna. Landlæknir; 2004. 540 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.